Kjaramál2024-04-03T11:01:29+00:00

Kjaramál

Kjaramál eru mikilvægasti þátturinn í starfsemi stéttarfélags og það sem skiptir félagsmenn mestu máli.  Þannig skipa kjaramálin stóran sess í starfi RSÍ. Gerð kjarasamninga er þar stærsti þátturinn en auk þess ályktar sambandið um hin ýmsu mál sem tengjast launafólki í landinu og kemur við kjör þess. Mikilvægur þáttur í starfinu er að veita tölulegar upplýsingar um launataxta og meðallaun og annað þess háttar.

Akstursgreiðslur2023-05-03T15:00:06+00:00

Bílataxti

Gildir frá 1. maí 2023

Notkun eigin bifreiða rafiðnaðarmanna.

Gjald það sem greiða ber fyrir notkun eigin bíls, skal vera sem hér segir og miðast við að fjarlægðarhringir séu dregnir út frá verkstæði.

Taxti l.Almennt gjaldMalargjaldTorfærugjald
A allt að 2 km fjarlægð.kr. 1.268kr. 1.458kr. 1.839
B allt að 4 km fjarlægðkr. 1.522kr. 1.750kr. 2.206
C allt að 6 km fjarlægð.kr. 1.826kr. 2.100kr. 2.648

Sé farið lengra en 6 km reiknast kílómetragjald frá brottfararstað.

141,00 kr á km.
162,00 kr á km á malarvegum.
204,00 kr á km í torfærum og ófærð.

Komi bíll starfsmanns í stað sendibíls.

Taxti ll.Almennt gjaldMalargjaldTorfærugjald
A allt að 2 km fjarlægð.kr. 1.648kr. 1.896kr. 2.390
B allt að 4 km fjarlægð.kr. 1.978kr. 2.275kr. 2.868
C allt að 6 km fjarlægð.kr. 2.374kr. 2.730kr. 3.442

Sé farið lengra en 6 km reiknast kílómetragjald frá brottfararstað.

183,00 kr á km.
211,00 kr á km á malarvegum.
266,00 kr á km í torfærum og ófærð.

Almennt gjald Fyrstu 10.000 km, kr.141 pr. km
Frá 10.000 til 20.000.km, kr.127 pr. km
Umfram 20.000 km, kr. 113  pr. km

Var efnið hjálplegt?

Ákvæðisvinna2022-09-26T07:52:11+00:00

RSÍ og SART hafa gert samning um að alla vinnu við nýlagnir skuli vinna í ákvæðisvinnu. Félögin standa að rekstri Ákvæðisvinnustofu Rafiðna sem sér um uppgjör á verkum unnum samkvæmt ákvæðistaxtanum. Ákvæðistaxtinn hefur skilað töluverðum bónus til rafiðnaðarmanna í gegnum árin, auk þess að verkkaupar hafa með notkun taxtans góða tryggingu fyrir verði og gæðum raflagnarinnar.

Árið 2004 var ákvæðisvinnugrundvöllurinn ÁR tekinn í notkun á rafrænu miðlægu kerfi þar sem rafvirkjar og rafverktakar hafa aðgang að. Þetta var gert til að auðvelda allar uppfærslur sem snúa að ákvæðistaxtanum. Þetta hefur gefið góða raun og æ fleiri hafa notfært sér þessa lausn. Kynningafundir eru haldnir hjá Rafmennt sem margir hafa nýtt sér. Notkun ÁR  er rafiðnaðarmönnum innan RSÍ og SART að kostnaðarlausu. Framkvæmdastjóri veitir upplýsingar um aðgang og notkun.

Einingarverð ákvæðisvinnugrunns er 683,3 þann 1.janúar 2021
Skrifstofa
Ómar Rósenberg ErlingssonVerkefnisstjóri
Ákvæðisvinnustofa rafiðna
Stórhöfði 27
112 Reykjavík
Ákvæðisvinnunefnd rafiðna

Frá RSÍ:
Oddur Bogason, aðalmaður
Sigurður Freyr Kristinsson, varamaður

Frá SART:
Sigurður Svavarsson, aðalmaður
Kristbjörn Óli, aðalmaður
Guðjón Guðmundsson, varamaður

Var efnið hjálplegt?

Dagpeningar2022-10-17T14:56:10+00:00

Þegar unnið er utan lögsagnarumdæmis viðkomandi sveitarfélagsskulu rafiðnaðarmenn hafa frítt fæði og húsnæði á vinnustað.
Húsnæði skal vera upphitað og séð fyrir ræstingu. Hvílur skulu vera stoppaðir legubekkir eða rúm með dýnum og skulu ábreiður fylgja hverri hvílu. Allt hreinlæti skal vera svo sem fyrir er mælt í viðkomandi heilbrigðissamþykkt eða eftir úrskurði héraðslæknis.
Að jafnaði skal vista starfsmenn í eins manns herbergjum.

3.5.4. Fjarvistarálag
Sé starfsmaður sendur á vegum fyrirtækis til vinnu innanlands fjarri útgerðarstað greiðist fjarvistarálag ein klst. fyrir hverja nótt umfram fjórar.

3.5.5. Dagpeningagreiðslur á ferðalögum erlendis
Dagpeningagreiðslur til starfsmanna vegna ferða erlendis fylgi ákvörðunum Ferðakostnaðarnefndar ríkisins hafi fyrirtæki ekki sérstakar reglur um greiðslu ferðakostnaðar.
Þurfi starfsmaður að ósk fyrirtækis að ferðast á ólaunuðum frídögum, skal hann þegar heim er komið fá frí sem samsvarar 8 dagv.klst fyrir hvern frídag sem þannig glatast, enda hafi ekki verið tekið tillit til þess við ákvörðun launa. Um töku þessara frídaga vísast til 6. mgr. gr. 2.7.2.

Auglýsing um dagpeninga 1.10.2022

Reiknivél dagpeninga og akstursgjalds Stjórnarráðsins

Var efnið hjálplegt?

Desember og orlofsuppbót2024-03-11T10:05:11+00:00
 • Desemberuppbót fyir hvert almanaksár miðað við fullt starf er:
  • Áárinu 2024 106.000 kr.
  • Á árinu 2025 110.000 kr.
  • Á árinu 2026 114.000 kr.
  • Á árinu 2027 118.000 kr.
 • Orlofsuppbót fyir hvert orlofsár (1. maí til 30. apríl) miðað við fullt starf er:
  • Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2024 verði orlofsuppbót kr. 58.000.
  • Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2025 verði orlofsuppbót kr. 60.000.
  • Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2026 verði orlofsuppbót kr. 62.000.
  • Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2027 verði orlofsuppbót kr. 64.000.

Var efnið hjálplegt?

Fæðingarorlof2022-02-18T09:25:47+00:00

Markmið laga um fæðingar- og foreldraorlof er að tryggja barninu samvistir bæði við föður og móður og gera foreldrum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf.

Árið 2007 flutti Fæðingarorlofssjóður frá Tryggingastofnun ríkisins til Vinnumálastofnunar og fer starfsami fram á Hvammstanga. Mikill fróðleikur um fæðingarorlof er að finna á: www.faedingarorlof.is.

Var efnið hjálplegt?

Ferðagreiðslur (akstur til og frá vinnu)2021-10-28T16:37:32+00:00

Samningur Samtaka atvinnulífsins og RSÍ 2019-2022

3. kafli Um matar- og kaffitíma, fæðis- og flutningskostnað.

3.2. Vinna innan svæðis

3.2.1. Höfuðborgarsvæðið

Á höfuðborgarsvæðinu skal starfsmaður ferðast í eigin tíma og á eigin kostnað til og frá vinnustöðum við upphaf og lok vinnudags. Vinnuveitandi kostar aðrar ferðir milli vinnustaðar og verkstæðis. Höfuðborgarsvæðið afmarkast af sveitarfélögunum Reykjavík (að Kjalarnesi undanskildu), Mosfellsbæ, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Garðabæ, Hafnarfirði og Sveitarfélagið Álftanes. Komi til sameiningar við önnur sveitarfélög hefur það ekki áhrif til stækkunar starfssvæðisins. Sé vinnustaður fjær en einn kílómetri frá ytri mörkum samfelldrar byggðar telst hann utan svæðis samkvæmt grein 3.3.

Óski vinnuveitandi þess að starfsmaður noti eigin bifreið til að flytja efni, verkfæri eða tæki í eigu vinnuveitanda milli heimilis og tímabundins vinnustaðar í upphafi og lok vinnudags, skal greiða sérstaka þóknun, 15% af kílómetragjaldi eins og það er hverju sinni, þó að lágmarki 8 og hámarki 16 kílómetra á dag.

Ef vinnuveitandi skipuleggur vinnu þannig að starfsmaður þarf að mæta í eigin tíma og á eigin kostnað á mismunandi vinnustöðum innan sama mánaðar, þremur eða fleiri, skal koma til móts við aukinn kostnað starfsmanns eða bjóða upp á flutning frá verkstæði/starfsstöð í eigin tíma starfsmanns. Það teljast mismunandi vinnustaðir ef meira en 2 km eru á milli vinnustaða. Endurgreiðsla kostnaðar miðast við 11,11 km akstur á dag þann mánuðinn m.v. akstursgjald Ferðakostnaðarnefndar ríkisins.

3.2.2. Utan höfuðborgarsvæðis

Utan höfuðborgarsvæðis ber að miða við svæði sem afmarkast af 12 km radíus frá miðkjarna hvers þéttbýliskjarna. Þó á starfsmaður við þessar aðstæður rétt á flutningi á kostnað vinnuveitanda ef vinnustaður er meira en 5 km utan byggðamarka viðkomandi þéttbýliskjarna eða akstursleið lengri en 12 km frá miðkjarna, en í eigin tíma og án fæðisgreiðslna. Ákvæðið gildir óháð sveitarfélagamörkum skv. gr. 3.5.1. Samningur Samtaka atvinnulífsins og RSÍ 29 3.2.3. Ferðatími í ákvæðisvinnu Ferðatími í ákvæðisvinnu, innan framangreindra svæða, (gr. 3.2.1.), er innifalin í útreiknaðri tímaeiningu sbr. gr. 1.7.

3.3. Vinna utan svæðis

3.3.1. Sé unnið utan þess svæðis, sem tilgreint er í gr. 3.2.1., er skylt að flytja rafiðnaðarmann til og frá vinnustað í vinnutíma. Sé rafiðnaðarmaður sendur til starfa á stað sem er innan við 61 km frá föstum vinnustað á hann rétt á að fara heim til sín að loknum vinnudegi og telst ferðatími til vinnutíma. Sé starfsmaður fjarverandi lengur en einn sólarhring við að sinna þjónustu á sjó vegna viðhalds eða prófunar á tækjum og búnaði skal samið um launakjör vegna þessara ferða.

3.3.2. Ferðir og fæði; greiðslur Rafiðnaðarmenn skulu hafa frítt fæði (mat og kaffi), þegar unnið er utan þess svæðis, enda sé starfsmönnum ekki ekið heim til matar eða að mötuneyti viðkomandi vinnuveitanda, sem staðsett sé við vinnustað. Matist starfsmaður á vinnustað, skal matarhlé vera skemmst hálf klst. og skal dagvinnu lokið þeim mun fyrr, sem styttingu matartímans nemur. Framangreind ákvæði gilda því aðeins, að rafiðnaðarmönnum sé séð fyrir sæmilegu upphituðu húsnæði til að matast í.

3.4. Biðtími

Ef rafiðnaðarmenn, sem vinna utan þeirra takmarka, sem greind eru í gr. 3.2.1., komast ekki af vinnustað við dagvinnulok, sökum vöntunar á farartækjum eða af öðrum ástæðum, sem þeir eiga ekki sök á, greiðist yfirvinnukaup fyrir biðtímann og þar til þeim hefir verið skilað á þann stað, sem venju samkvæmt er lagt upp frá (verkstæði).

3.5. Vinna utan lögsagnarumdæmis

3.5.1. Þegar unnið er utan lögsagnarumdæmis viðkomandi sveitarfélags skulu þær reglur gilda um dagvinnu, eftirvinnu, næturog helgidagavinnu, kaffi- og matarhlé, sem samningur þessi tiltekur.

Þegar unnið er utan lögsagnarumdæmis viðkomandi sveitarfélags skal greitt kaup samkvæmt gr. 1.1. og gr. 1.3. frá því 30 Samningur Samtaka atvinnulífsins og RSÍ lagt er af stað þar til komið er heim aftur. Á leið til ákvörðunarstaðar skal greitt fyrir alla þá tíma, sem verið er á ferðalagi, sé farið landveg eða loftleiðis. Sé hins vegar farið sjóveg heldur starfsmaður föstum launum og skal starfsmanni séð fyrir hvílu sé ferðast að næturlagi. Hvort sem farið er landveg, loftleiðis eða sjóleiðis skal greiða kaup samkvæmt þessum reglum, þar til vinna hefst á ákvörðunarstað. Sömu ákvæði og hér hafa verið greind, gilda um heimferð. Falli vinna niður sökum veðurs, efnisskorts eða annarra orsaka, sem starfsmaður á ekki sök á, greiðist fullt dagvinnukaup.

Þegar unnið er utan viðkomandi lögsagnarumdæmis skulu rafiðnaðarmenn hafa fríar ferðir í vinnutíma til og frá vinnustað um hverja helgi, sé unnið í allt að 250 km fjarlægð frá lögskráðri vinnustöð. Starfsmönnum og vinnuveitendum er heimilt með samkomulagi sín á milli að viðhafa aðra tilhögun ferða. Sé vinnustaður meira en 250 km frá lögskráðri vinnustöð, gilda ákvæði í fyrri málsgrein að því undanskildu að ekki er skylt að flytja starfsmenn til lögskráðrar vinnustöðvar nema aðra hverja helgi. Ákvæði þessarar greinar um ókeypis flutning milli vinnustaðar og lögskráðrar vinnustöðvar og kaupgreiðslur meðan ferðin stendur yfir gilda því aðeins, að starfsmaður ferðist í samráði við vinnuveitendur. Vinnuveitendur hafa heimild til að skipta heimferðum þannig á milli starfsmanna að sem minnst röskun verði á framgangi vinnunnar.

Sá, sem ekki mætir á tilteknum stað og tíma til brottferðar, verður sjálfur að sjá fyrir fari á sinn kostnað.

Allir mannflutningar skulu fara fram með viðurkenndum fólksflutningatækjum. Sé af óviðráðanlegum ástæðum ófært til ferðalaga, er það vinnuveitanda vítalaust, þótt ferð falli niður og færist til næstu helgar.

3.5.2. Ferðatrygging

Vinnuveitendur tryggi rafiðnaðarmenn sérstaklega, þegar þeir ferðast á þeirra vegum.

3.5.3. Fæði og húsnæði

Þegar unnið er utan lögsagnarumdæmis viðkomandi sveitarfélags skulu rafiðnaðarmenn hafa frítt fæði og húsnæði á vinnustað.

Húsnæði skal vera upphitað og séð fyrir ræstingu. Hvílur skulu vera stoppaðir legubekkir eða rúm með dýnum og skulu ábreiður fylgja hverri hvílu. Allt hreinlæti skal vera svo sem fyrir er mælt í viðkomandi heilbrigðissamþykkt eða eftir úrskurði héraðslæknis.

Að jafnaði skal vista starfsmenn í eins manns herbergjum.

3.5.4. Fjarvistarálag

Sé starfsmaður sendur á vegum fyrirtækis til vinnu innanlands fjarri útgerðarstað greiðist fjarvistarálag ein klst. fyrir hverja nótt umfram fjórar.

3.5.5. Dagpeningagreiðslur á ferðalögum erlendis

Dagpeningagreiðslur til starfsmanna vegna ferða erlendis fylgi ákvörðunum Ferðakostnaðarnefndar ríkisins hafi fyrirtæki ekki sérstakar reglur um greiðslu ferðakostnaðar.

Óski starfsmaður þess að dagpeningagreiðslur séu greiddar út fyrir upphaf ferðar á að verða við því.

Þurfi starfsmaður að ósk fyrirtækis að ferðast á ólaunuðum frídögum, skal hann þegar heim er komið fá frí sem samsvarar 8 dagv.klst fyrir hvern frídag sem þannig glatast, enda hafi ekki verið tekið tillit til þess við ákvörðun launa. Um töku þessara frídaga vísast til 6. mgr. gr. 2.7.2.

Var efnið hjálplegt?

Frítökuréttur – Hvíldartími2021-11-30T11:39:11+00:00
 • Frítökuréttur skapast þegar dagleg lágmarkshvíld (11 klst.) er skert.
 • Þá er aukinn frítökuréttur vegna samfelldrar vinnu umfram xx klukkustundir
 • Við starfslok skal ónýttur frítökuréttur starfsmanns gerður upp og teljast hluti ráðningartíma.
 • Frítökuréttur sem starfsmaður safnar sér skal koma fram á launaseðli hans og skal veittur í hálfum eða heilum dögum.

Samningur Samtaka atvinnulífsins og RSÍ 2019-2022

2.8.1. Daglegur hvíldartími

Vinnutíma skal haga þannig að á hverjum sólarhring, reiknað frá byrjun vinnudags, fái starfsmaður a.m.k. 11 klst. samfellda hvíld. Verði því við komið skal dagleg hvíld ná til tímabilsins milli kl. 23:00 og 06:00.

Óheimilt er að skipuleggja vinnu þannig að vinnutími fari umfram 13 klst.

2.8.2. Frávik og frítökuréttur

Lengja má vinnulotu í allt að 16 klst. Verði því við komið skal starfsmaður fá 11 klst. hvíld í beinu framhaldi af vinnunni án skerðingar á rétti til fastra launa.

Fái starfsmaður ekki 11 klst. hvíld á sólarhring m.v. venjubundið upphaf vinnudags (vinnusólarhringinn) skal veita uppbótarhvíld sem hér segir: Sé starfsmaður sérstaklega beðinn að mæta til vinnu áður en 11 klst. hvíld er náð ber honum uppbótarhvíld sem nemur 1½ klst. (dagvinna) fyrir hverja klst. sem hvíldin skerðist. Heimilt er að greiða út ½ klst. (dagvinna) af frítökuréttinum.

Vinni starfsmaður það lengi á undan hvíldardegi að ekki náist 11 stunda hvíld miðað við venjubundið upphaf vinnudags reiknast frítökuréttur skv. 2. mgr. Komi starfsmaður til vinnu á hvíldardegi er greitt fyrir unninn tíma auk þess sem frítökuréttur reiknast skv. 2. mgr.

Framangreind ákvæði eiga þó ekki við á skipulegum vakta-skiptum en þá er heimilt að stytta hvíldartíma í allt að átta klst.

Áunninn frítökuréttur vegna vinnu á sama sólarhring getur þó aldrei orðið meiri en sem nemur einum vinnudegi á föstum launum.

Uppsafnaður frítökuréttur skv. framangreindu skal koma fram á launaseðli og veittur í hálfum og heilum dögum utan annatíma í starfsemi fyrirtækis í samráði við starfsmenn. Við starfslok skal ónýttur frítökuréttur starfsmanns gerður upp og teljast hluti ráðningartíma.

Án samþykkis starfsmanns er óheimilt að skipuleggja vinnu þannig, að uppsafnaður frítökuréttur sé tekinn út á tímum þegar starfsmaður er á ferðalögum á vegum atvinnurekanda eða við störf fjarri heimili/aðsetri nema í eðlilegu framhaldi söfnunar.

Útköll

Ef starfsmaður er kallaður til vinnu eftir að venjulegum vinnu-degi er lokið skal fara með eins og hér segir:

Ljúki útkalli fyrir kl. 00:00 myndast ekki frítökuréttur ef starfsmaður nær samanlagt 11 klst. hvíld frá upphafi reglulegs vinnudags til upphafs þess næsta (vinnusólarhringnum).

Ef útkalli lýkur á tímabilinu frá kl. 00:00 – 06:00 reiknast ekki frítökuréttur ef 11 klst. samfelld hvíld næst fyrir eða eftir útkallið. Að öðrum kosti skal frítökuréttur miðast við muninn á lengstu hvíld og 11 klst.


Dæmi um útfærslu frítökuréttar skv. gr. 2.8.

Dæmi 1:

Starfsmaður vinnur til kl. 02:00. og byrjar aftur kl. 08:00. Hann fær einungis 6 klst hvíld. Skv. kjarasamningi á hann inni frítökurétt 11 – 6 eða 5 x 1,5 klst = 7,5. Skv. 2. mgr. gr. 2.7.3. fær hann greitt til viðbótar unnum tíma 2 klst. í yfirv. (vegna 6 klst. hvíldar í stað 8 klst.). Sama gildir ef frídagur er daginn eftir.

Dæmi 2:

Starfsmaður vinnur til kl. 02:00. og byrjar aftur kl. 13:00. Hann fær 11 klst. hvíld. Frítökuréttur er því enginn. Skv. 2. mgr. gr. 2.7.3. fær hann greitt til viðbótar unnum tíma 2 klst. í yfirv. (vegna 6 klst. hvíldar í stað 8 klst. innan sólarhringsins)

Dæmi 3:

Starfsmaður vinnur í einn sólarhring, eða frá kl. 08:00 til 08:00 og fer þá heim að sofa. Ef það er vinnudagur daginn eftir ávinnst enginn frítökuréttur. Starfsmaður heldur þá föstum launum þann dag. Skv. viðbótarreglunni hér að ofan fær hann greitt til viðbótar unnum tíma 8 klst. í yfirv. (vegna 0 klst. hvíldar í stað 8 klst. innan sólarhringsins). Sé hins vegar frídagur daginn eftir á starfsmaður inni einn frídag á föstum launum (áunnin frítökuréttur vegna vinnu á sama sólarhring getur ekki orðið meiri en sem nemur 1 degi á föstum launum, sbr. 5. mgr. gr. 2.7.2.).

Dæmi 4:

Starfsmaður vinnur 32 klst. samfellt, eða frá 08:00 til 16:00 næsta dag. Til viðbótar unnum tímum fær hann 8 klst. í yfirvinnu sbr. dæmi 3 auk þess sem hann ávinnur sér frídag á föstum daglaunum (vantar 11 klst. upp á hvíldina en frítökurétturinn takmarkast þó við laun í einn dag sbr. 5. mgr. gr. 2.7.2.)

Dæmi 5:

Starfsmaður vinnur frá kl. 08:00 til kl. 17:00. Hann er kallaður út og vinnur frá kl. 21:00 til 23:00. Útkallinu lýkur fyrir miðnætti og því öðlast hann ekki frítökurétt þar sem samanlögð hvíld nær 11 klst.

Dæmi 6:

Starfsmaður vinnur frá kl. 08:00 til kl. 17:00. Hann er kallaður út og vinnur frá 01:00 til 03:00. Hann kemur aftur til vinnu kl. 08:00. Lengsta hvíld er 8 klst. og því vantar 3 klst. upp á 11 klst. hvíldina. Frítökuréttur er því 4,5 klst. (3 klst. x 1,5).

Dæmi 7:

Starfsmaður vinnur frá kl. 08:00 til 19:00. Hann er kallaður út og vinnur frá kl. 01:00 til 03:00. Hann er beðinn um að koma til vinnu kl. 08:00 næsta dag. Þótt samanlögð hvíld nái 11 klst. þá gildir sú regla ekki því útkallinu lýkur eftir miðnætti. Lengsta hlé er 6 klst. og því vantar 5 klst. upp á 11 klst. hvíld. Frítökuréttur er 7,5 klst. (5 klst x 1,5) en að auki skal greiða 2 klst. í yfirvinnu þar sem að 2 klst vantaði upp á að 8 klst. samfelldri hvíld væri náð.

Var efnið hjálplegt?

Fyrirtækjasamningar2021-11-30T11:45:25+00:00

Nokkur grundvallaratriði um gerð fyrirtækjasamninga:

Í kjarasamningum er dagvinnutímabil skilgreint og við ráðningu starfsmanns er dagvinnutími staðfestur. Vinnutími sem fellur utan hans er yfirvinnutími. Til að breyta dagvinnutíma starfsmanns þar að segja honum upp skv. uppsagnarfresti.

Flutningur á dagvinnutímabili

Hægt er að gera fyrirtækjasamning um flutning á dagvinnutímabili sem er þá nokkurs konar vaktavinnusamningur og á þá að greiða vaktaálag, sem grundvallast á hversu mikið á að hliðra til dagvinnutímabilum. Gera verður samning um þetta og hann verður að vera innan marka gildandi kjarasamnings, í honum þurfa að vera ákvæði um innan hvaða marka tilfærslan eigi að vera og með hversu löngum fyrirvara vinnuveitandi þurfi að tilkynna færslu á dagvinnutímabili. Það getur ekki skeð fyrirvaralaust, ef það er gert þá á að greiða yfirvinnuálag. Eðlilegt er að a.m.k. í byrjun mánaðar sé ljóst hvernig vinnufyrirkomulag verður út þann mánuð.

Hér á eftir er sýnt dæmi um hvernig reikna má út hve mikið dagv.tímalaun hækka að lágmarki sé samið um flutning á dagvinnutímabili. Algengast er að fastur vinnutími í vinnuvikunni sé 40 dagv.t. og 8 yfirv.t. Vinnudagurinn hefst oftast kl. 8.00 og lýkur þá kl 18.00 en kl. 16.00 á föstudögum. Ef mögulegt á að vera að færa vinnutímann um einn tíma á einhverjum tímabilum t.d. til kl. 9.00 – 19.00, þá eiga laun á þeim tímabilum, að vera hærri sem svarar mismun á einni yfirvinnuklst. og dagv.klst. Það er verið að skipta á dagv.st. frá kl. 8.00 – 9.00 fyrir yfirv.st. frá kl. 18.00 – 19.00.

(Við skulum gefa okkur að dagv.taxti sé kr. 1.000 og yfirv. 1.800)

Mism. á dagv.st. og yfirv.st. er 1.800 – 1.000 = 800 kr. Þessari upphæð þarf að bæta inn í launin þann tíma sem tilfærsla á sér stað og er í raun vaktaálag.

Algengast er á almennum vinnumarkaði rafiðnaðarmanna, að samið sé um meðalkaup fyrir fast vinnutímabil eins og t.d. hér að ofan. Við skulum hugsa okkur að vinnuveitandi vilji hafa möguleika á að flytja dagvinnutímabilið á ofangreindan hátt fyrirfram ákveðnar 10 vikur á ári, þá verður meðalkaupið :

Vikudagv.l. eru 40.000 + 8 yfirv.st. x 1.800 = 54.400 kr. eru föst laun fyrir vinnuvikuna
800 x 5 klst. x 10 vikur = 40.000 kr. á ári.

40.000 / 46 vinnuv. á ári = 869.56 + 54.400 = 55.269.56 kr. föst vikulaun allt árið /48 klst. = 1.151.50 kr. í meðallaun. Yfirvinnulaun umfram 48 klst. á viku eru kr. 1.800.-

Vinnutími þessa starfsmanns er því kl. 8.00 – 18.00 og til 16.00 föstudaga í 36 vikur á ári og kl. 9.00 – 19.00 og til 17.00 föstudaga í 10 vikur. Öll vinna sem fellur utan þessara tímabila á að greiðast með yfirvinnulaunum. Þær vikur sem upp á vantar í vinnuárið eru orlofsvikur og löghelgir frídagar. Ef semja á um víðtækari flutning á dagvinnutíma hækkar greiðslan í hlutfalli við fjölda tíma.

Sveigjanlegur vinnutími

Sumir vinnuveitendur telja sig getað flutt óunna vinnutíma milli tímabila, vikna eða mánaða. T.d. ef ofangreindur starfsmaður væri látinn vinna 30 stundir eina viku þá telja þeir sig eiga inni hjá starfsmanni 18 tíma á meðallaunum og geti látið hann vinna t.d. 48 + 18 tíma næstu viku eða einhvertíma seinna án þess að þurfa að greiða yfirvinnulaun. Það er með öllu óásættanlegt og gefur vinnuveitendum margskonar möguleika til þess að hafa af starfsmönnum sínum umsamin réttindi.

Vinnuveitanda stendur til boða vinnuframlag starfsmanns á umsömdu tímabili gegn endurgjaldi. Vilji hann ekki eða geti ekki nýtt sér þann tíma, þá verður það ekki til þess að hann eignist innstæðu hjá starfsmanni sínum. Það að yfirvinnulaun eru 80% hærri en daglaun er sektarákvæði til þess að stuðla að því að vinna fari sem mest fram á dagvinnutímabili.

RSÍ gekk úr Karphúsinu þann 6. marz 1997. og sleit öllum viðræðum við VSÍ, þar til kröfur af þessu tagi hefðu verið teknar út af samningaborðinu. Á það var fallist af hálfu VSÍ og samningar tókust 2 dögum síðar. Hér er um að ræða ófrávíkjanleg lágmörk sem eru í öllum kjarasamningum RSÍ.

Í fyrirtækjasamningum og einstaklingssamningum hefur verið samið um alls konar útfærslur á vinnutíma. En grundvallaratriði er að reikna út hversu mikið meðallaun verða að hækka. Sveigjanleikinn verður oftast til þess að yfirvinna tapast. Hversu mikið tapast og hve mikið eiga þá launin að hækka til þess að starfsmaður fái rétt endurgjald fyrir sitt vinnuframlag. Fyrirtækin reyna oft að skipta á yfirvinnutíma fyrir frí í einn dagvinnutíma, það er brot á kjarasamningi, sjá síðasta samning RSÍ.

Oft vantar inn í launaútreikninga endurgjald vinnuveitanda fyrir þau óþægindi sem sveigjanleikinn veldur starfsmanni (hér getur skapast vandræði með að ná í börnin í skóla, koma þeim í tónlistaskóla eða á íþróttaæfingu), einnig á starfsmaður rétt á hærri launum vegna þess hagræðis sem þetta fyrirkomulag er fyrirtækinu og hækkun þjónustustigs.

Flutningur á orlofi

Vinnuveitendur hafa í auknum mæli sótt á um að hluti orlofs sé fluttur út fyrir umsaminn orlofstíma án endurgjalds og vilja setja það inn í fyrirtækjasamninga. Föst venja er að allt orlof sem flutt er út fyrir umsaminn orlofstíma sé lengt um fjórðung. Algengt er í kjarasamningum rafiðnaðarmanna að búið sé að stytta sumarorlof um 3 daga úr 27 í 24 og í stað þess fái starfsmaður viku orlof að vetri. Engin ástæða er fyrir starfsmann að sætta sig að orlofstími sé fluttur út fyrir umsamið orlofstímabil, án þess að fyrir það komi endurgjald fyrirtækis og reyndar er það brot á kjarasamningi. Hér er um aukið hagræði innan fyrirtækis að ræða og starfsmaður á allan rétt á því að njóta þess í hærri launum.

Ráðningarsamningar og fyrirtækjasamningar um aukið hagræði

Af marggefnu tilefni hvetjum við félagsmenn okkar að gera alltaf skriflega ráðningarsamninga þar sem öll launa- og starfskjör koma greinilega fram. Í kjarasamningum er kveðið á um skyldu til að gera ráðningarsamninga. Við viljum einnig minna á margítrekaðar yfirlýsingar forystumanna vinnuveitenda um að starfsfólk fyrirtækja eigi að geta náð verulegum launahækkunum út í fyrirtækjunum með því að taka höndum saman við viðkomandi fyrirtæki um að auka hagræðingu og auka þjónustustig.

Ef starfsmenn ljá máls á ofantöldum atriðum, þá eru þeir að auka hagræði innan fyrirtækisins og eiga rétt á endurgjaldi fyrir það, umfram þær tilfærslur sem verða á milli yfirvinnu- og dagvinnulauna. Ef fyrirtækið vill ekki greiða fyrir aukið hagræði, þá er engin ástæða að bregða frá ákvæðum í almennum kjarasamningi.

Einnig er rétt að ítreka það að í samningi um ofantalin atriði, verða að vera ákvæði um með hvaða fyrirvara fyrirtækið verður að tilkynna tilfærslur á vinnutíma, útilokað er að samþykkja fyrirvaralausar tilfærslur.

 • Rafiðnaðarsamband Íslands hvetur félagsmenn að ráðfæra sig alltaf við starfsfólk sambandsins ef þeir standa í viðræðum um fyrirtækjasamninga.
 • Samkvæmt lögum er óheimilt að semja um lakari kjör en eru í löglega gerðum kjarasamningum. Fyrirtækjasamningar eða einstaklingskjarasamningar sem í eru ákvæði sem fela í sér lakari kjör en eru í almennum kjarasamningum RSÍ, leysa aðila ekki frá hugsanlegum bakkröfum.
 • Hér á öðrum stað á heimasíðunni eru hvernig reikna eigi út laun ef einstaklingar gera svokallaða undirverktakasamninga (gerviverktakasamninga). Allt er þetta í góðu lagi, bara svo framarlega að þú sért ekki að semja af þér.
 • Umsamin réttindi þín er árangur áratuga baráttu félaga þinna í stéttarfélögunum oft á tíðum eftir löng verkföll. Þú hefur ekkert leyfi til þess að fleygja þeim frá þér án þess að til komi endurgreiðsla fyrir, með því ertu að svíkja þá og lækka launin þín að óþörfu.

Var efnið hjálplegt?

Hver er gildistími kjarasamnings?2024-03-11T09:09:53+00:00
 • Kjarasamningurinn gildir frá 1.febrúar 2024 til 1. febrúar 2028.

Var efnið hjálplegt?

Hver er launahækkunin?2024-03-11T10:01:56+00:00
 • Almenn launahækkun frá 1.2. 2024 er 3,25% að lágmarki 23.750 kr.
 • Almenn launahækkun frá 1.1.2025 er 3,50% að lágmarki 23.750 kr.
 • Almenn launahækkun frá 1.1.2026 er 3,50% að lágmarki 23.750 kr.
 • Almenn launahækkun frá 1.1.2027 er 3,50% að lágmarki 23.750 kr.

Var efnið hjálplegt?

Hvernig breytast orlofsmálin?2024-03-11T10:17:44+00:00
 • Frá 1. maí 2024:
  Lágmarksorlof starfsfólks með viðurkennda iðnmenntun og tæknifólks sem raðast á hæfniprep 12. og ofar eru 25 virkir dagar. Orlofslaun skulu vera 10,64% af ölu kaupi, hvort sem er fyrir dagvinnu, yfirvinnu eða öðrum launum.
  Hækkun orlofs tekur gildi 1. maí 2024 þannig að hærri orlofsprósenta er greidd frá þeim tíma. Aukið orlof kemur þannig til töku á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2025.

  • Starfsmaður sem unnið hefur í 5 ár í sömu starfsgrein á rétt á orlofi í 25 virka daga og orlofslaunum sem nema 10,64%.
  • Starfsmaður sem unnið hefur 5 ár í sama fyrirtæki eða í 10 ár í sömu starfsgrein á rétt á orlofi í 28 virka daga og orlofslaunum sem nema 12,07%.
 • Gildir frá 1. mai 2025 vegna starfsfolks með viðurkennda iðnmenntun og tæknifólks sem raðast a hæfniprep 1.2. og ofar:
  • Starfsmaður sem unnið hefur i 3 ár í sama fyrirtæki eða 5 ár í sömu starfsgrein á rétt á orlofi í 28 virka daga og orlofslaunum sem nema 12,07%.
  • Starfsmaður sem unnið hefur í 5 ár í sama fyrirtæki á rétt orlofi í 30 virka daga og orlofslaunum sem nema 13,04%.
 • Hækkun orlofs tekur gildi 1. maí 2025 þannig á hærri orlofsprósenta er greidd frá beim tíma. Aukið orlof kemur þannig til töku á orlofsárinu sem hefst 1. mai 2026.
  • Starfsmaður sem unnið hefur í 10 ár í sama fyrirtæki á rétt á orlofi í 30 virka daga 0g orlofslaunum sem nema 13,04%.
  • Starfsmaður sem öðlast hefur aukinn orlofsrétt vegna starfs hjá sama vinnuveitanda öðlast hann að nýju hjá nýjum vinnuveitanda eftir þriggia ára starf, enda hafi rétturinn verið sannreyndur.
 • Gildir frá 1. maí 2024:
  • Starfsmaður sem öðlast hefur aukinn orlofsrétt vegna starfs hjá sama atvinnurekanda fær hann að nýju hjá nýjum vinnuveitanda eftir tveggia ára starf, enda hafi rétturinn verið sannreyndur.
  • Námstími iðnnema í fyrirtaki telst til vinnu í starfsgrein eða til vinnu innan sama fyrirtækis.

Var efnið hjálplegt?

Hvernig breytist yfirvinna 1 og 2 í nýja samningnum?2024-03-11T10:22:17+00:00
 • Yfirvinna
  • Frá og með 1. febrúar 2024 er virkur vinnutími samkvæmt kjarasamningi þessum 36 klst. að meðaltali á viku og deilitala dagvinnutímakaups 156.
  • Yfirvinna 2 greiðist fyrir virkan vinnutima umfram 40 klst. á viku að meðaltali á launatimabili / mánuõi (173,33 virkar klst. m.v. meðalmánuð).
  • Þann 1. janúar 2025 verður eftirfarandi breyting á ákvæðum kjarasamninganna um yfirvinnu 1 0g 2:
   Yfirvinna 2 greiðist fyrir virkan vinnutíma umfram 39,5 klst. á viku að mealtali á launatimabili
   / mánuði (171,17 virkar klst. m.v. mealmánuð).
  • Þann 1. janúar 2027 verður eftirfarandi breyting á ákvæðum kjarasamninganna um yfirvinnu 1 0g 2.
   Yfirvinna 2 greiðist fyrir virkan vinnutíma umfram 39 klst. á viku að meðaltali á launatímabili / mánuõi (169 virkar klst. m.v. meðalmánuð).

Var efnið hjálplegt?

Launaseðill2021-11-30T13:10:35+00:00

Launaseðil á að gefa út við hverja launaútborgun. Hann er kvittun fyrir greiðslu launa og launatengdra gjalda.

Launaseðillinn á að sýna sundurliðun unninna vinnutíma og skiptingu launa í launaliði og frádrætti.

Launaliðir á launaseðli eru allar launagreiðslur: dagvinnulaun og laun fyrir vinnu utan dagvinnutíma, vaktaálag, orlofslaun, launauppbætur og fleira.

Frádráttarliðir á launaseðli eru staðgreiðsla skatta og önnur opinber gjöld, lífeyrissjóðsgjöld, iðgjald til stéttarfélags og fleira eftir atvikum.

Upplýsingar um frítökurétt, sem skapast vegna skerðingar á lágmarkshvíld, eiga að koma fram á launaseðli.

Frádráttur af launum

Staðgreiðsla

Við hverja útborgun þarf að staðgreiða skatta og opinber gjöld. Þessi greiðsla er ákveðið hlutfall af launum sem atvinnurekanda er skylt að halda eftir af kaupi og skila til skattayfirvalda og viðeigandi sjóða.

Við útreikning á staðgreiðslu er tekið tillit til persónuafsláttar sem starfsmaður á rétt á og kemur fram á skattkorti.
Skattkort á vef RSK
Staðgreiðsla á vef RSK

Er staðgreiðslu af launum þínum skilað eins og vera ber?
Yfirlit er að finna á þjónustusíðu RSK. Nota þarf veflykil RSK eða rafræn skilríki.

Lífeyrisgreiðslur

Lágmarksframlag launamanns í lífeyrissjóð er 4% af heildarlaunum og upphæð frádráttar á að koma fram á launaseðli.

Atvinnurekandi á að greiða lífeyrisframlag til þess lífeyrissjóðs em starfsmaður á aðild að ásamt eigin mótframlagi. Hið sama gildir ef starfsmaður safnar viðbótarlífeyrissparnaði sem á þá að greiða í þann sjóð eða á þann reikning sem starfsmaður kýs, ásamt mótframlagi atvinnurekanda, kveði samningar á um það.

Félagsgjöld

Atvinnurekanda ber að draga iðgjald til stéttarfélags af launum starfsmanns og greiða til viðeigandi stéttarfélags. Gjaldið er misjafnt eftir félögum en algengt hlutfall er 0,7 til 1%.

Var efnið hjálplegt?

Lífeyrismál2021-10-28T14:17:36+00:00

Að hefja töku ellilífeyris

Þegar launafólk fer að nálgast efri ár á vinnumarkaði er ekki úr vegi að viðkomandi kynni sér réttindi sín hjá lífeyrissjóðum og ríkinu. Við hvetjum félaga okkar til að leita til þess lífeyrissjóðs sem viðkomandi greiddi síðast í, til þess að kynna sér stöðu sína. Lífeyrisjóðurinn  Birta, svarar öllum fyrirspurnum vegna þeirra rafiðnaðarmanna sem þangað greiða en jafnframt hefur hver sjóðfélagi aðgang að “Mínum síðum” þar sem allar upplýsingar um réttindi og greiðslu í sjóðinn er að finna. Meira hér…

 • Hafi launamaður greitt síðast til Birtu lífeyrissjóðs þá er rétt að viðkomandi sæki um lífeyri hjá Birtu en eyðublöð vegna þessa er að á rafrænum umsóknarvef og hér. Almennt þarf umsókn að berast eigi síðar en 20. hvers mánaðar til að viðkomandi fái greitt næstu mánaðarmót á eftir.
 • Rétt er að vekja athygli á að ekki er hægt að sækja um afturvirkar greiðslur. Lífeyrir er greiddur frá þeim tíma sem umsókn berst.
 • Réttindi miðast við 67 ára aldur, heimilt er að hefja töku lífeyris frá 60 ára aldri en þá með skerðingu. Jafnframt er heimilt að fresta töku lífeyris til 72 ára aldurs með álagi. Ekki er reiknað álag eftir 72 ára aldur.
 • Umsækjandi þarf jafnframt að sækja um hjá Tryggingastofnun (TR). TR krefst þess að búið sé að sækja um hjá lífeyrissjóði áður en til greiðslu kemur frá TR. Á umsóknareyðublað hjá lífeyrissjóði þarf að merkja við hvort óskað sé eftir því að viðkomandi lífeyrissjóður sendi staðfestingu til TR á því að sótt hafi verið um hjá lífeyrissjóði. Við hvetjum félagsmenn til þess að kynna sér málin hjá TR á vef þeirra, www.tr.is.
 • Hafi viðkomandi greitt í séreignarsjóð á starfsævinni þá getur launamaður hafið töku séreignarsparnaðar eftir að 60 ára aldri er náð. Viðkomandi getur ákveðið hvort hann dreifir séreigninni á ákveðinn árafjölda eða skammtað sér ákveðna upphæð á mánuði þar til séreign er uppurin. Séreignasjóður Birtu.

Var efnið hjálplegt?

Matar- og kaffihlé í yfirvinnu2021-11-30T15:11:01+00:00

Í kjarasamningi RSÍ og SA/SART  2019-2022 er fjallað um matar- og kaffitíma í yfirvinnu.

3.1.2. Matar- og kaffitímar í yfirvinnu

Matarhlé í yfirvinnu er kl. 19:00 – 20:00. (Gildir frá og með 1. apríl 2020: Þar sem neysluhlé hafa verið stytt eða aflögð og viðverutími á vinnustað styttur af þeim sökum getur kvöldmatarhlé færst fram allt til kl. 18:00 enda sé þá tekið matarhlé og vinnu fram haldið að hléi loknu.) Matartími að nóttu skal vera kl. 03:00 til 04:00. Kaffihlé í yfirvinnu er kl. 22:30 – 22:50 og kl. 06:30 – 06:50.

Öll matar- og kaffihlé í yfirvinnu og helgidagavinnu greiðast sem vinnutími og sé unnið í þeim greiðist tilsvarandi lengri sem unninn. Um lengd neysluhléa um helgar fer með sama hætti og virka daga.

Var efnið hjálplegt?

Mætingaskylda á verkstæði/verkstað2021-11-30T15:25:35+00:00

Í kjarasamningi RSÍ og SART/SA 2019-2022 var gerð bókun um mætingaskyldu á verkstað í tengslum við bakvaktir.

Bókun um bakvaktir

Samningsaðilar eru sammála um að nauðsynlegt er að skilgreina nánar fyrirkomulag þjónustu sem starfsmenn veita fyrirtækjum utan vinnutíma þar sem starfsmenn leysa verkefni án þess að mæta til vinnu á verkstað. Aðilar eru sammála um að leggja þurfi í greiningarvinnu, hefja skal vinnu í september 2015 og skuli allri vinnu lokið fyrir 31. desember 2015 með samkomulagi um viðmið sem stuðst skuli við þegar samið er um þóknun fyrir slíka vinnu. [2015]

Ennfremur er í kafla 1.3 samningsins um kostnaðarliði eftirfarandi grein:

1.3.1. Gjald vegna skyldu til mismunandi vinnustaðamætinga og greiðsla fyrir almennan vinnufatnað er innifalin í launum starfsmanns.

Var efnið hjálplegt?

Orlofs- og desemberuppbót2023-12-01T14:32:05+00:00

Orlofsuppbótin greiðist þann 1.júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu.

Desemberuppbót skal greiða í desember, í síðasta lagi 15. desember. En algengast er að uppbótin sé greidd út samhliða greiðslu launa fyrir nóvembermánuð.
Full uppbót greiðist fyrir fullt ársstarf sem teljast 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Upphæðin miðast við starfshlutfall og starfstíma og eiga þeir starfsmenn sem hafa starfað í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í vinnu fyrstu vikuna í desember rétt á uppbótinni miðað við starfshlutfall og starfstíma.

Dæmi:

Starfsmaður vinnur fullt starf og hefur unnið í 45 vikur eða meira á starfsárinu fær greiddar kr. 98.000

Starfsmaður sem hefur unnið í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum fær greiddar kr. 26.133 (12/45*98.000= kr. 26.133).

ATH. að upphæðir í sérkjarasamningum geta verið þær sömu eða hærri og því nauðsynlegt að kynna sér efni sérkjarasamninga þegar það á við.

Orlofsuppbót 2023

 • Orlofsuppbót á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2022 á almenna markaðnum………….. kr. 56.000

Desemberuppbót 2023

 • Desemberuppbót 2023 á almenna markaðnum……. kr. 103.000

Var efnið hjálplegt?

Orlofsréttur2021-09-14T11:40:34+00:00

Orlof er að jafnaði 20 dagar óháð því hversu lengi hefur verið unnið hjá vinnuveitanda. Um launað orlof gildir oftast reglan tveir dagar fyrir hvern unninn mánuð.

Samningur Samtaka atvinnulífsins og RSÍ 2019-2022

4.1. Orlof

Um orlof skal fara að lögum nr. 30/1987.

Samkvæmt þeim skal lágmarksorlof vera tveir dagar fyrir hvern unninn mánuð eða 24 virkir dagar á ári. Orlofslaun skulu vera 10,17% af öllu kaupi, hvort sem er fyrir dagvinnu, yfirvinnu eða öðrum launum.

Starfsmaður sem unnið hefur í 5 ár í sömu starfsgrein á rétt á orlofi í 25 virka daga og orlofslaunum sem nema 10,64%.

Starfsmaður sem unnið hefur í 10 ár í sömu starfsgrein á rétt á orlofi í 27 virka daga og orlofslaunum sem nema 11,59%.

Gildir frá 1. maí 2021:

Starfsmaður sem unnið hefur 10 ár í sömu starfsgrein á rétt á orlofi í 28 virka daga og orlofslaunum sem nema 12,07%. Hækkun orlofs tekur gildi 1. maí 2021 þannig að hærri orlofsprósenta er greidd frá þeim tíma. Aukið orlof kemur þannig til töku á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2022.

Starfsmaður sem unnið hefur í 5 ár í sama fyrirtæki á rétt á orlofi í 28 virka daga og orlofslaunum sem nema 12,07%.

Starfsmaður sem unnið hefur í 10 ár í sama fyrirtæki á rétt á orlofi í 30 virka daga og orlofslaunum sem nema 13,04%.

Starfsmaður sem öðlast hefur aukinn orlofsrétt vegna starfs hjá sama vinnuveitanda öðlast hann að nýju hjá nýjum vinnuveitanda eftir þriggja ára starf, enda hafi rétturinn verið sannreyndur.

Námstími iðnnema í fyrirtæki telst til vinnu í starfsgrein eða til vinnu innan sama fyrirtækis.

4.2. Orlofstími

Veita ber a.m.k. 20 virka daga á tímabilinu 2. maí til 15. september.

Heimilt er að veita orlof umfram 20 daga utan skilgreinds orlofstímabils 2. maí til 15. september nema um annað hafi samist. Ef starfsmaður óskar eftir taka orlof utan framangreinds tímabils ber að verða við því að því leyti sem unnt er vegna starfseminnar.

Þeir sem samkvæmt ósk atvinnurekanda fá ekki 20 orlofsdaga á sumarorlofstímabili eiga rétt á 25% álagi á það sem vantar 20 daga.

Stefnt skal að því að orlof skuli tekið á tímabilinu frá 1. júní til 15. september.

4.3. Veikindi og slys í orlofi

Veikist starfsmaður í orlofi innanlands, í landi innan EES svæðisins, Sviss, Bandaríkjunum eða Kanada það alvarlega að hann geti ekki notið orlofsins skal hann á fyrsta degi tilkynna það atvinnurekanda t.d. með símskeyti, rafpósti eða á annan sannanlegan hátt nema force major aðstæður hindri en þá um leið og því ástandi léttir.

Fullnægi starfsmaðurinn tilkynningarskyldunni, standi veikindin lengur en í 3 sólarhringa og tilkynni hann atvinnurekanda innan þess frests hvaða læknir annist hann eða muni gefa út læknisvottorð, á hann rétt á uppbótarorlofi jafnlangan tíma og veikindin sannanlega vöruðu. Undir framangreindum ástæðum skal starfsmaður ávallt færa sönnur á veikindi sín með læknisvottorði. Atvinnurekandi á rétt á að láta lækni vitja starfsmanns er veikst hefur í orlofi. Uppbótarorlof skal eftir því sem kostur er veitt á þeim tíma sem starfsmaður óskar á tímabilinu 2. maí til 15. september, nema sérstaklega standi á. Sömu reglur og að ofangreinir gilda um slys í orlofi.

Var efnið hjálplegt?

Ráðningarsamningur2021-11-30T16:00:43+00:00

Efni ráðningarsamninga (Sýnishorn af ráðningarsamningi)

Í ráðningarsamningi eða skriflegri staðfestingu ráðningar, þ.e. ráðningarbréfi, skal a.m.k. eftirfarandi koma fram sbr. ákvæði kjarasamninga, sbr. og fyrrgreinda tilskipun 91/533/EBE:

 1. Deili á aðilum þ.m.t. kennitölur.
 2. Vinnustaður og heimilisfang vinnuveitanda. Sé ekki um fastan vinnustað að ræða, eða stað þar sem vinnan fer jafnaðarlega fram, skal koma fram að starfsmaður sé ráðinn á mismunandi vinnustöðum.
 3. Titill, staða, eðli eða tegund starfs sem starfsmaður er ráðinn í eða stutt útlistun eða lýsing á starfinu.
 4. Fyrsti starfsdagur.
 5. Lengd ráðningar sé hún tímabundin.
 6. Orlofsréttur.
 7. Uppsagnarfrestur af hálfu vinnuveitanda og starfsmanns.
 8. Mánaðar- eða vikulaun, t.d. með tilvísun til launataxta, mánaðarlaun sem yfirvinna er reiknuð af, aðrar greiðslur eða hlunnindi svo og greiðslutímabil.
 9. Lengd venjulegs vinnudags eða vinnuviku.
 10. Lífeyrissjóður.
 11. Tilvísun til gildandi kjarasamnings og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Í lið 6-9 að ofan má vísa í kjarasamning.

Þó ekki sé um það fjallað í kjarasamningum er að auki er æskilegt að eftirfarandi komi fram:

 • Menntun, starfsreynsla, áunnin réttindi frá fyrri atvinnurekanda og hver sé næsti yfirmaður.
 • Reglur um tilkynningar á veikindum eða öðrum vinnuhindrunum og hvenær þörf er á læknisvottorði.

Var efnið hjálplegt?

Réttindi félagsmanna RSÍ í atvinnuleit2022-08-31T16:31:58+00:00

Félagar í RSÍ eiga rétt á því að greiða félagsgjald af atvinnuleysisbótum og viðhalda þannig réttindum á sama hátt og greitt væri af viðkomandi vegna launatekna, í alla sjóði. Vinnumálastofnun sér um að greiða áfram til stéttarfélaga í þessu skyni, en ósk um það þarf að koma frá umsækjendum sjálfum.

Vari atvinnuleysi félagsmanns það lengi að réttur til atvinnuleysisbóta hjá Atvinnuleysistryggingasjóði sé fullnýttur í tímalengd, eins og rétturinn er hverju sinni, er heimilt að veita viðkomandi sömu félagsréttindi í allt að tvö ár þrátt fyrir að ekki berist greiðslur félagsgjalda eða iðgjöld í tilheyrandi sjóði. Að þeim tíma liðnum heldur félagsmaður rétti til félagsaðildar án þess að eiga rétt á styrkjum úr sjóðum félagsins/sambandsins að því gefnu að viðkomandi hafi ekki öðlast rétt í öðru stéttarfélagi.

Til að viðhalda ofangreindum rétti ber félagsmanni að leggja fram staðgreiðsluyfirlit frá RSK þegar óskað er eftir.

Atvinnuleysisbætur

Vinnumálastofnun sér um afgreiðslu atvinnuleysisbóta eða bætur vegna skerts starfshlutfalls – á höfuðborgarsvæðinu er skrifstofan að Grensásvegi 9.

(Gildir frá 1.janúar 2022)

 • Atvinnuleysisbætur eru 70% af launum – þó aldrei hærri en kr. 494.585 á mánuði í 6 mánuði, eftir þann tíma taka við grunnatvinnuleysisbætur.
 • Grunnatvinnuleysisbætur eru kr. 313.729 á mánuði.
 • Hlutabætur eru greiddar í samræmi við skert starfshlutfall.
 • Bætur vegna barna undir 18 ára aldri eru kr. 18.824 á mánuði með hverju barni.
 • Frítekjumark er 98.640 krónur á mánuði í 100% atvinnuleysi.

Þeir sem fá atvinnuleysisbætur þurfa að gæta þess að greiða áfram til stéttarfélaga til að halda réttindum sínum – Vinnumálastofnun sér um greiðslu félagsgjalda til RSÍ sé þess óskað á umsókn.

Námskeið og endurmenntun í atvinnuleit

Vinnumálastofnun veitir ýmsa styrki í atvinnuleysi t.d. námsstyrki, sjá nánar á www.vmst.is

Réttindi félaga í RSÍ í atvinnuleit:
Atvinnulausir félagar í RSÍ fá námskeið hjá Rafmennt frítt.
IÐAN býður upp á fjölbreytt námskeið sem standa félögum RSÍ til boða á sérkjörum og starfsfólk Rafmenntar veitir nánari upplýsingar um niðurgreiðslur og afslætti fyrir RSÍ-félaga. Rafmennt, sími 5400160.

Útreikningur atvinnuleysisbóta

Þegar samanlagðar tekjur af hlutastarfi og atvinnuleysisbætur eru hærri en sem nemur óskertum rétti til atvinnuleysisbóta að viðbættu frítekjumarki eru atvinnuleysisbætur skertar um helming þeirra tekna sem umfram eru. Hið sama gildir um tekjur fyrir tilfallandi vinnu, elli- eða örorkulífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun, elli- eða örorkulífeyrisgreiðslur úr almennum lífeyrissjóðum og fjármagnstekjur.

Eingöngu skal taka tillit til þeirra tekna sem hinn tryggði hefur haft á þeim tíma er hann fær greiddar atvinnuleysisbætur, sætir biðtíma eða viðurlögum skv. lögum um atvinnuleysistryggingar.

Athygli er vakin á að umsækjendur um atvinnuleysistryggingar þurfa að gera grein fyrir öllum þeim tekjum sem þeir kunna að hafa á sama tíma og þeir eru á atvinnuleysisbótum, einnig ef tekjur eru lægri en frítekjumark.

Frítekjumark vegna tekna samhliða atvinnuleysisbótum er kr. 98.640. 

Skerðing atvinnuleysisbóta er á eftirfarandi hátt:

 1. Atvinnuleitandi er í hlutastarfi – Atvinnuleysisbætur skerðast um starfshlutfall og um helming samanlagðra tekna (tekjur úr starfi og atvinnuleysisbætur) sem eru umfram óskertan rétt til atvinnuleysisbóta að viðbættu frítekjumarki.
 2. Tekjur vegna tilfallandi vinnu – Atvinnuleysisbætur skerðast um helming þeirra samanlagðra tekna (tekjur úr starfi og atvinnuleysisbætur) sem eru umfram óskertan rétt til atvinnuleysisbóta að viðbættu frítekjumarki.
 3. Elli- eða örorkulífeyrisgreiðslur – Atvinnuleysisbætur skerðast um helming þeirra samanlagðra tekna (elli- eða örorkulífeyrisgreiðslur og atvinnuleysisbætur) sem eru umfram óskertan rétt til atvinnuleysisbóta að viðbættu frítekjumarki.
 4. Greiðslur úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga vegna óvinnufærni að hluta – Atvinnuleysisbætur skerðast um hlutfall óvinnufærni skv. læknisvottorði og helming þeirra samanlagðra tekna (greiðslur úr sjúkrasjóðum og atvinnuleysisbætur) sem eru umfram óskertan rétt til atvinnuleysisbóta að viðbættu frítekjumarki.
 5. Fjármagnstekjur (t.d. húsaleigutekjur, vaxtagreiðslur, arður) – Atvinnuleysisbætur skerðast um helming þeirra samanlagðra tekna (fjármagnstekjur og atvinnuleysisbætur) sem eru umfram óskertan rétt til atvinnuleysisbóta að viðbættu frítekjumarki.
 6. Aðrar greiðslur sem umsækjandi fær samhliða atvinnuleysisbótum og eru til framfærslu umsækjanda -Atvinnuleysisbætur skerðast um helming þeirra samanlagðra tekna (greiðslur sem eru til framfærslu og atvinnuleysisbætur) sem eru umfram óskertan rétt til atvinnuleysisbóta að viðbættu frítekjumarki.

Verktakavinna

 • Atvinnuleysisbætur eru ekki greiddar þá daga sem þú sinnir verktakavinnu.
 • Ef þú ætlar að taka að þér verkefni sem verktaki þarft þú að tilkynna um þá daga í gengum Mínar síður þá daga sem verkefni stendur yfir.
 • Tilkynningin þarf að eiga sér stað áður en verkefnið hefst.
 • Farir þú í verktakavinnu þarftu að tilkynna það þann dag sem þú sinnir verkefninu jafnvel þó vinnan við það vari minna en 8 klst.
 • Ekki er heimilt að safna upp tímum vegna verktakavinnu.

Sbr. umsækjandi sem kennir 2 x 2 klst. í viku = afskráning í 2 daga.

Eftirfarandi tekjur skerða ekki atvinnuleysisbætur:

 • Umönnunarbætur barna.
 • Styrkir úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga sem ekki eru ætlaðir til framfærslu hins tryggða sbr. styrkir til líkamsræktar, námskeiða o.s.frv.
 • Styrkir úr opinberum sjóðum eða sambærilegum sjóðum sem hinn tryggði fær til þróunar eigin viðskiptahugmyndar.
 • Séreignarsparnaður.
 • Uppgjör síðasta launagreiðanda nema ef um uppgjör á orlofi er að ræða og umsækjandi hefur ekki ráðstafað óteknu orlofi.
 • Aðrar greiðslur sem eru greiddar fyrir tímabil sem umsækjandi þáði ekki atvinnuleysisbætur.
 • Slysa- og sjúkrabætur sem greiddar eru fyrir slys/veikindi á tímabili sem umsækjandi þáði ekki atvinnuleysisbætur.
 • Félagslegir styrkir frá sveitarfélögum.
 • Mæðra- og feðralaun.
 • Barnalífeyrir.

Jafnframt segir í 36. gr. laga nr. 54/2006:

„Þegar um er að ræða aðrar áður ótaldar greiðslur sem ekki eru ætlaðar til framfærslu hins tryggða skal Vinnumálastofnun meta í hverju tilviki hvort þær skuli koma til frádráttar atvinnuleysisbótum skv. 1. mgr.“

Atvinnuleysisbætur eru ekki greiddar samhliða eftirfarandi greiðslum:

 • Endurhæfingarlífeyrir.
 • Foreldragreiðslur vegna langveikra og alvarlega fatlaðra barna.
 • Slysadagpeningar skv. lögum um almannatryggingar (TR).
 • Sjúkradagpeningar skv. lögum um sjúkratryggingar (TR).
 • Sjúkradagpeningar úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga vegna óvinnufærni að fullu.
 • Fæðingarorlofsgreiðslur.
 • Greiðslur vegna orlofs eða starfsloka.
 • Námslán.

Lífeyrissjóður:
Umsækjandi greiðir að lágmarki 4% af atvinnuleysisbótum í lífeyrissjóð og Atvinnuleysistryggingasjóður greiðir 11,5% mótframlag.
Auk þess umsækjanda heimilt að greiða í séreignarsjóð en Atvinnuleysistryggingasjóður greiðir ekki mótframlag vegna þess.

Stéttarfélög:
Sá sem fær greiddar atvinnuleysisbætur getur óskað eftir því að halda áfram að greiða til stéttarfélags síns og sér þá Vinnumálastofnun um að koma greiðslunni til hlutaðeigandi stéttarfélags. Einungis eru greidd félagsgjöld.

Tekjutenging:
Grunnatvinnuleysisbætur eru greiddar samtals í hálfan mánuð frá fyrstu skráningu áður en tekjutenging atvinnuleysisbóta tekur gildi.

Hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta er 494.585 kr. á mánuði.

Útreikningur tekjutengingar miðast við:

Launamenn: Tekjutenging atvinnuleysisbóta nemur 70% af meðaltali heildarlauna og er miðað við sex mánaða tímabil sem hefst tveimur mánuðum áður en umsækjandi varð atvinnulaus.

Sjálfstætt starfandi: Tekjutenging atvinnuleysisbóta nemur 70% af meðaltali heildarlauna og skal þá miða við tekjuárið á undan því ári sem umsækjandi varð atvinnulaus.

 

 

Var efnið hjálplegt?

Sjálfstætt starfandi – Verktaka2021-10-28T14:39:19+00:00

Þau sem taka að sér að vinna verk fyrir aðra og vinna á eigin ábyrgð, í ótraustu ráðningarsambandi, eru sjálfstætt starfandi. Árið 2021 er um 9% vinnuafls á íslenskum vinnumarkaði í þesskonar ráðningarsambandi og fer stækkandi líkt og um heim allan.

Fyrir sjálfstætt starfandi þarf að huga vel að tímakaupi og samsetningu þess þegar samið er um verkefni. Ofan á tímakaup er nauðsynlegt að gera ráð fyrir ýmsum liðum:

 • Tryggingjaldi 6,10% sem rennur til ríkisins og fjármagnar m.a. greiðslur úr fæðingarorlofssjóði. (Þar af er tryggingagjaldið sjálft 4,65%, atvinnutryggingagjald 1,35%, og síðan bætast við gjald í ábyrgðasjóð launa (0,05%) og markaðsgjald (0,05%).
 • Lífeyrissjóðsgreiðslur 15,5% – skylt skv. lögum.
 • Endurhæfingarsjóður 0,1% – skylt skv. lögum.
 • Félagsgjald í Félag innan RSÍ 1% af launum.
 • Orlofssjóður 0,25%
 • Menntasjóður 1,1% í menntasjóð, menntasjóður rekur endurmenntunarkerfi og greiðir styrki fyrir nám/námskeið af ýmsum toga.
 • Sjúkrasjóður 1% og myndast við það réttindi til styrkja eins og gleraugnastyrk, líkamsræktarstyrk ofl. Nánar hér.
 • Orlofslaun 11,59% til að fjármagna fríin.
 • 3,1% til að fjármagna veikindadaga.
 • 4,3% til að fjármagna löghelga frídaga.
 • 4,1% Desember og orlofsuppbót.

Samtals amk. 48,39% sem bætast þarf við tímakaup. Til viðbótar má nefna tryggingar sem þarf að skoða í tengslum við vinnuna, hugsanlegan vinnufatnað, verkfæri og þessháttar.

Lágmarkslaun sjálfstætt starfandi

Landslög segja að ekki megi greiða lægri laun en lágmarkskjör löglega gerðs kjarasamnings segja til um. Þá gildir einu hvort viðkomandi launamaður sé í verkalýðsfélagi eða ekki. Sama gildir um vinnuveitanda það skiptir engu hvort hann sé í samtökum vinnuveitenda eða ekki.

Ef umsamin lágmarkslaun eru td kr. 1.000 í dagvinnulaun skv. kjarasamningi þá mega kjör sjálfstætt starfandi ekki vera lægri en að viðbættum 48,39%, eða kr. 1.483,90 á tímann í dagvinnu, réttindi tapast ef þau eru lægri.

Til viðbótar við þá upphæð vantar álag vegna umsýslu, uppsagnarfrests og dauðs tíma.

 • Umsýsla er hluti álagningar sem vinnuveitandi fær vegna þess tíma sem hann ver í að ganga frá launaseðlum og gera upp launatengd gjöld.
 • Álag vegna uppsagnarfrests er misjafnt. Hann er eftir lengd uppsagnarfrests og vitanlega fer einnig eftir atvinnuástandi í viðkomandi starfsgrein.
 • Dauðan tíma er erfitt að meta til ákveðinnar upphæðar, hér spilar inn atvinnuástand og eðli vinnunnar. Þeir sem eru í þjónustu við tiltekin tæki þurfa oft að bíða einhvern tíma milli verkefna.
 • Verðmæti veikindaréttar og slysaréttar er misjafnt.

Sjálfstætt starfandi þurfa til viðbótar við það sem að ofan er bent á, að greiða virðisaukaskatt af útseldri vinnu.

Var efnið hjálplegt?

Stytting vinnuvikunnar2021-08-20T14:31:55+00:00

Í kjarasamningum sem gerðir voru árið 2019 og kallaðir eru Lífskjarasamningar var samið um styttingu vinnutímans.

Stytting vinnuvikunnar

Starfsmenn eiga rétt á að fram fari viðræður um vinnutímastyttingu í 36 virkar vinnustundir á viku að jafnaði samhliða niðurfellingu kaffitíma skv. gr. 3.1.2 í kjarasamningi. Stjórnendur fyrirtækja geta einnig óskað eftir viðræðum.

Ef samkomulag verður á milli aðila vegna bættrar nýtingar vinnutíma og aukinnar framleiðni skiptist ávinningur milli starfsmanna og atvinnurekanda, hlutdeild starfsmanna felst í viðbótarstyttingu virks vinnutíma um 13 mín á dag eða 65 mín á viku.

Viðbótarstytting virks vinnutíma:

Náist samkomulag um styttingu vinnuvikunnar verður virkur vinnutími 36 klst. á viku, án skerðingar mánaðarlauna (deilitala dagvinnutímakaups 156 í stað 160 með 2,56% hækkun dagvinnutímakaups).

Yfirvinna 1 greiðist áfram af fyrstu 4 klst á viku að jafnaði umfram 36 klst í dagvinnu eða 17,33 klst á mánuði.

Stéttarfélögin sem standa að þessum kjarasamningum eru tilbúin að veita aðstoð við útfærslu og vera félagsmönnum sínum innan handar við styttingu vinnuvikunnar.

Samningur Samtaka atvinnulífsins og RSÍ 2019-2022

5.11. Stytting vinnutíma

Á grundvelli meirihlutasamþykkis í atkvæðagreiðslu eiga starfsmenn rétt á að fram fari viðræður um vinnutímastyttingu í 36 virkar vinnustundir á viku að jafnaði samhliða niðurfellingu kaffitíma skv. gr. 3.1.2 í kjarasamningi. Stjórnendur fyrirtækja geta einnig óskað eftir viðræðum.

Í viðræðum verða gerðar tillögur um fyrirkomulag hléa með það að markmiði að ná fram gagnkvæmum ávinningi og bæta nýtingu vinnutíma þar sem því verður við komið.

Ef formlegir kaffitímar verða felldir niður er ávinningi vegna bættrar nýtingar vinnutíma og aukinnar framleiðni skipt milli starfsmanna og atvinnurekanda, hlutdeild starfsmanna felst í viðbótarstyttingu virks vinnutíma:

Viðbótarstytting virks vinnutíma:

Náist samkomulag um niðurfellingu kaffitíma verður virkur vinnutími 36 klst. á viku, án skerðingar mánaðarlauna (deilitala dagvinnutímakaups 156 í stað 160 með 2,56% hækkun dagvinnutímakaups. Yfirvinnutímakaup breytist ekki).

Fyrirkomulag styttingar virks vinnutíma geta verið útfærð á marga vegu, t.d:

  1. Tekin eru sveigjanleg hvíldarhlé frá vinnu, eitt eða fleiri
  2. Hádegishlé lengt
  3. Hver vinnudagur styttur, umsaminn fjöldi vinnudaga styttur eða einn dagur vikunnar styttur
  4. Styttingu safnað upp í frí heila eða hálfa daga
  5. Blönduð leið

Þar sem virkur vinnutími er styttur í 36 klst. á viku og deilitala til útreiknings tímakaups verður 156 greiðist yfirvinna 2 fyrir vinnu umfram 40 klst. á viku að meðaltali á mánuði / launatímabili.

Fulltrúar samningsaðila hafa fulla aðkomu að samningsviðræðum skv. þessari grein.

Um gildistöku og atkvæðagreiðslu samkomulags fer eftir grein 5.9.

5.12. Meðferð ágreinings

Náist ekki samkomulag á vinnustað um styttingu vinnutíma skv. gr. 5.11. er jafnt starfsmönnum og atvinnurekanda heimilt að skjóta þeim ágreiningi til samningsaðila, hlutaðeigandi stéttarfélags og Samtaka atvinnulífsins.

Komi upp ágreiningur innan fyrirtækis um skilning eða fram-kvæmd fyrirtækjasamnings og ekki tekst að leysa hann með viðræðum á milli aðila á vinnustað er starfsmönnum og atvinnurekanda rétt að leita aðstoðar hlutaðeigandi stéttarfélags og Samtaka atvinnulífsins eða fela þeim aðilum málið til úrlausnar.

Náist ekki samkomulag um mat á áhrifum uppsagnar skv. lokamálslið 2. mgr. gr. 5.9. getur hvor aðili skotið honum til úrskurðar óháðs aðila sem aðilar koma sér saman um. 65% kostnaðar greiðist af fyrirtæki og 35% af starfsmönnum.

5.13. Staðlaður, valkvæður fyrirtækjaþáttur (gildir frá 1.1.2022)

Hafi ekki verið gert samkomulag á grundvelli þessa kafla um fyrirkomulag vinnutíma geta starfsmenn fyrirtækis kosið um upptöku staðlaðs fyrirtækjaþáttar kjarasamnings.

Í staðlaða fyrirtækjaþættinum felst 36 stunda og 15 mínútna virkur vinnutími á viku að jafnaði (virkur vinnutími að jafnaði 7 klst. og 15 mín. á dag). Náist ekki samkomulag um fyrirkomulag styttingar verður virkur vinnutími á dag 7 klst. og 15 mínútur.

Deilitala til útreiknings tímakaups verður 157,08 og greiðist yfirvinna 2 fyrir vinnu umfram 40,25 klst. á viku að meðaltali á mánuði / launatímabili.

Dagleg viðvera á vinnustað er virkur vinnutími að viðbættum tíma sem starfsmaður er ekki við störf.

Upptaka staðlaðs fyrirtækjaþáttar hefur ekki áhrif á vinnutíma á vinnustöðum þar sem virkur vinnutími er styttri en 36 stundir og 15 mínútur.

Staðlaður fyrirtækjaþáttur tekur gildi í upphafi þarnæstu mánaðamóta eftir samþykkt hans hafi tillaga um upptöku hans verið samþykkt í leynilegri atkvæðagreiðslu skv. 5. kafla kjarasamnings sem trúnaðarmaður starfsmanna stendur fyrir.

Sé gert samkomulag um annað fyrirkomulag vinnutíma á grundvelli þessa kafla fellur staðlaður fyrirtækjaþáttur niður á sama tíma.

Var efnið hjálplegt?

Upplýsingar fyrir launagreiðendur2024-05-14T11:24:14+00:00

Greiðslupplýsingar:

Rafiðnaðarsambands Íslands: (reiknast af heildarlaunum)

 • Félagsgjald 1% (sjá lista hér neðar)
 • Sjúkrasjóður (S982) 1%
 • Orlofssjóður (O982) 0,25%
 • Endurmenntunarsjóður 1,2% rafvirkjar 1,1% aðrir (frá 1.6.2014)

Grafía

 • Prenttæknisjóður 1,1%
 • Fræðslusjóður fast gjald kr 1.560
Samningur við sveitarfélög (ekki Reykjavíkurborg)
 • Félagssjóður 1%
 • Sjúkrasjóður 1%
 • Orlofssjóður 0.44%
 • Endurmenntunarsjóður 0.4%
 • Námssjóður 2% (hækkun frá 01.08.2023)
 • Skilagrein skal senda á namssjodur@2f.is


Félagsnúmer:

 • Félag íslenskra rafvirkja Félagsgjald (F433) Endurmenntunarsjóður (E433)
 • Rafiðnaðarfélag Norðurlands Félagsgjald (F432) Endurmenntunarsjóður (E433)
 • Rafiðnaðarfélag Suðurnesja Félagsgjald (F439) Endurmenntunarsjóður (E433)
 • Félag rafiðnaðarmanna á Suðurl. Félagsgjald (F438) Endurmenntunarsjóður (E433)
 • Félag rafeindavirkja Félagsgjald (F434) Endurmenntunarsjóður (E434)
 • Félag íslenskra símamanna Félagsgjald (F636) Endurmenntunarsjóður (E636)
 • Félag tæknifólks í rafiðnaði Félagsgjald (F054) Endurmenntunarsjóður (E054)
 • Grafía – stéttarfélag í prent og miðlunargreinum Félagsgjald (F412) Prenttæknisjóður (P412)
 • Bankaupplýsingar: 0526-26-400800.
  Gjöld til stéttarfélaganna innan RSÍ, sem Birta lífeyrissjóður innheimtir, skal leggja inn á þennan reikning. Kennitala Birtu lífeyrissjóðs er: 430269-0389

Var efnið hjálplegt?

Uppsagnarfrestur2021-08-23T14:14:22+00:00

Uppsagnarfrestur er sá tími sem líður frá því að starfsmanni er sagt upp störfum og þar til hann hættir.

Samningur Samtaka atvinnulífsins og RSÍ 2019-2022

13. KAFLI Uppsögn frá störfum

13.1. Fjarvistir

Mæti rafiðnaðarmaður hálfri klst. of seint til vinnu sinnar þrjá daga eða oftar í sömu viku, án þess að hafa til þess gildar ástæður, er vinnuveitanda heimilt að segja honum upp starfi fyrirvaralaust, enda hafi viðkomandi rafiðnaðarmaður áður fengið aðvörun en eigi bætt ráð sitt. Sama gildir ef um lang-varandi fjarvistir frá vinnu er að ræða, án leyfis eða gildrar afsökunar.

Ákvæði þessarar málsgreinar gildi á vinnusvæðum, þar sem stimpilklukka er fyrir starfsmenn, eða að viðkomandi sé aðvaraður skriflega svo gengið verði úr skugga um að um raunverulega vanrækslu sé að ræða.

13.2.  Uppsagnarfrestur

Uppsagnarfrestur af beggja hálfu vinnuveitanda og rafiðnaðarmanna skal vera einn mánuður. Þegar rafiðnaðarmenn eru ráðnir til ákveðins tíma þarf ekki uppsagnarfrest nema rafiðnaðarmaðurinn hafi unnið fjórar vikur eða lengur samfleytt.

13.3. Uppsagnarfrestur skv. l. nr. 19/1979                                      

Að öðru leyti skal um uppsagnarfrest farið skv. l. nr. 19/1979.

1.gr.

Nú hefur verkafólk unnið eitt ár samfellt hjá aðilum, sem fást við atvinnurekstur innan sömu starfsgreinar, og ber því þá eins mánaðar uppsagnarfrestur frá störfum enda hafi uppsögn hjá fyrri atvinnurekendum borið að með löglegum hætti.

Verkafólki, sem ráðið hefur verið hjá sama atvinnurekanda í þrjú ár samfleytt, ber tveggja mánaða uppsagnarfrestur.

Eftir fimm ára samfellda ráðningu hjá sama atvinnurekanda ber verkafólki þriggja mánaða uppsagnarfrestur.

Verkafólk telst hafa unnið innan atvinnugreinar eða verið ráðið hjá atvinnurekanda í eitt ár, ef það hefur unnið samtals a.m.k. 1550 stundir á síðustu 12 mánuðum, þar af a.m.k. 130 stundir síðasta mánuðinn fyrir uppsögn. Jafngildar unnum klst. teljist í þessu sambandi fjarvistir vegna veikinda, slysa, orlofs verk-falla og verkbanna, allt að 8 klst. fyrir hvern fjarvistardag.

Hins vegar teljast álags- og ákvæðisgreiðslur eða aðrar þess háttar greiðslur ekki jafngildi unninna vinnustunda.

Launþega, sem rétt á til uppsagnarfrests samkvæmt þessari grein, skal skylt að tilkynna með sama fyrirvara ef hann óskar að hætta störfum hjá atvinnurekanda sínum. Uppsögn skal vera skrifleg og miðast við mánaðamót.

2. gr.

Nú fer verkamaður fyrir tilmæli atvinnurekanda, sem hann vinnur hjá, til starfs um tíma hjá öðrum atvinnurekanda, og skal þá sá tími talinn unnar vinnustundir hjá hinum fyrrtalda atvinnurekanda, að því er réttindi þau snertir, sem um getur í 1. gr.

3. gr.

Nú fellur niður atvinna hjá atvinnurekanda, svo sem vegna þess að hráefni er ekki fyrir hendi hjá fiskiðjuveri, upp- og útskipunarvinna er ekki fyrir hendi hjá skipaafgreiðslu, fyrir-tæki verður fyrir ófyrirsjáanlegu áfalli, svo sem vegna bruna eða skiptapa, og verður atvinnurekanda þá eigi gert að greiða bætur til launþega sinna, þó að vinna þeirra nemi eigi 130 klst. á mánuði, enda missi launþegar þá eigi uppsagnarrétt sinn meðan slíkt ástand varir.

Nú hefur verkamaður misst atvinnu sína af ofangreindum ástæðum og honum býðst annað starf, sem hann óskar að taka, og er hann þá ekki bundinn af ákvæðum 5. málsgr. 1. gr. um uppsagnarfrest, enda tilkynni hann strax atvinnu-rekandanum ef hann ræður sig hjá öðrum til frambúðar.

13.4. Framkvæmd uppsagna

13.4.1. Almennt um uppsögn

Uppsagnarfrestur er gagnkvæmur. Allar uppsagnir skulu vera skriflegar og gerðar á sama tungumáli og ráðningarsamningur starfsmanns. (Sjá grein 13.7. um hópuppsagnir.)

13.4.2. Viðtal um ástæður uppsagnar

Starfsmaður á rétt á viðtali um starfslok sín og ástæður uppsagnar. Beiðni um viðtal skal koma fram innan fjögurra sólarhringa frá því uppsögn er móttekin og skal viðtal fara fram innan fjögurra sólarhringa þar frá.

Starfsmaður getur óskað þess þegar að loknu viðtali eða innan fjögurra sólarhringa að ástæður uppsagnar séu skýrðar skriflega. Fallist atvinnurekandi á þá ósk hans, skal við því orðið innan fjögurra sólarhringa þar frá.

Fallist atvinnurekandi ekki á ósk starfsmanns um skriflegar skýringar á starfsmaður, innan fjögurra sólarhringa, rétt á öðrum fundi með vinnuveitanda um ástæður uppsagnar að viðstöddum trúnaðarmanni sínum eða öðrum fulltrúa stéttarfélags síns ef starfsmaður óskar þess.

13.4.3. Takmörkun uppsagnarheimildar skv. lögum

Við uppsagnir skal gæta ákvæða laga sem takmarka frjálsan uppsagnarrétt vinnuveitanda, m.a. ákvæða um trúnaðarmenn og öryggistrúnaðarmenn, barnshafandi konur og foreldra í fæðingarorlofi, starfsmenn sem tilkynnt hafa um fæðingar- og foreldraorlof og starfsmenn sem bera fjölskylduábyrgð.

Einnig verður að gæta ákvæða 4. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur, laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna, laga um starfsmenn í hlutastarfi, laga um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum og samráðsskyldu laga um hópuppsagnir.

Þegar starfsmaður nýtur uppsagnarverndar skv. lögum, ber vinnuveitanda að rökstyðja skriflega hvaða ástæður liggja að baki uppsögn.

13.4.4. Viðurlög

Brot gegn ákvæðum þessa kafla geta varðað bótum skv. almennum reglum skaðabótaréttarins.

Var efnið hjálplegt?

Veikindaréttur2021-09-14T11:22:36+00:00

Veikindaréttur sem tryggður er í kjarasamningi byggir nær oftast á því hversu lengi starfsmaður hefur unnið hjá viðkomandi fyrirtæki. Þegar veikindaréttur er fullnýttur, gefst möguleiki á að sækja um sjúkradagpeninga hjá RSÍ ef veikindi standa yfir lengur en veikindaréttur sem tryggður er í kjarasamningi.

Samningur Samtaka atvinnulífsins og RSÍ 2019-2022

8.1.1. Starfsmaður ávinnur sér rétt til launa í veikinda- og slysa-forföllum sem hér segir:

Á fyrsta starfsári hjá sama atvinnurekanda, tveir dagar á föstum launum fyrir hvern unninn mánuð.

Eftir eins árs samfellt starf hjá sama atvinnurekanda, einn mánuður á föstum launum.

Eftir þriggja ára samfellt starf hjá sama atvinnurekanda, tveir mánuðir á föstum launum.

Eftir fimm ára samfellt starf hjá sama atvinnurekanda tveir mánuðir á föstum launum og einn mánuður á dagvinnu-launum.

8.1.2. Heildarréttur á 12 mánaða tímabili

Réttur til launa vegna veikinda- og slysaforfalla skv. gr. 8.1.1. er heildarréttur á 12 mánaða tímabili án tillits til tegundar veikinda.

Skýring:

Veikindaréttur miðast við greidda veikindadaga á 12 mánaða launatímabili. Þegar starfsmaður verður óvinnufær er við upphaf veikinda litið til þess hversu margir dagar hafa verið greiddir á síðustu 12 launamánuðum og dragast þeir frá áunnum veikindarétti. Hafi starfsmaður verið launalaus á tímabili telst það tímabil ekki með við útreikning.

8.1.3. Vinnuslys og atvinnusjúkdómar

Forfallist starfsmaður af völdum slyss við vinnuna eða slasast á beinni leið til eða frá vinnustað og eins ef starfsmaður veikist af atvinnusjúkdómi, skal hann halda dagvinnulaunum í þrjá mánuði umfram það sem um er getið í gr. 8.1.1. Samningur Samtaka atvinnulífsins og RSÍ 47

Skýring:

Óvinnufærni af völdum slyss getur hvort heldur komið fram strax eftir slys eða síðar. Um sönnun og orsakatengsl fer samkvæmt almennum reglum.

Ofangreindur réttur er sjálfstæður réttur og gengur ekki á veikindarétt starfsmannsins.

8.1.4. Launahugtök

Föst laun

Með föstum launum er átt við dagvinnulaun auk fastrar reglu-bundinnar yfirvinnu. Yfirvinna í skilningi þessarar greinar telst föst og reglubundin hafi hún verið samfelld síðustu fjóra mánuði.

Dagvinnulaun

Með dagvinnulaunum er hér átt við föst laun fyrir vinnu á dagvinnutímabili, ásamt föstum aukagreiðslum öðrum en kostnaðargreiðslum.

8.1.5. Veikindaréttur starfsmanna í ákvæðisvinnu

Föst laun starfsmanna í ákvæðisvinnu, í skilningi greinar 8.1.4., er fast tímakaup hans, dagvinnutímakaup og yfirvinnutímakaup ef við á. Til viðbótar þeim rétti er aukinn veikindaréttur skv. gr. 1.8., lið 6.0., og telst það vera fullnaðargreiðsla vegna veikinda- og slysaréttar ákvæðisvinnumanna.

8.1.6. Flutningur áunninna réttinda

Starfsmaður sem öðlast hefur tveggja mánaða veikindarétt eftir þriggja ára samfellt starf hjá sama atvinnurekanda og ræður sig innan 12 mánaða hjá öðrum atvinnurekanda heldur föstum launum í 10 daga enda hafi starfslok hjá fyrri atvinnu-rekanda verið með eðlilegum hætti. Betri rétt öðlast starfs-maður eftir sex mánaða samfellt starf hjá nýjum atvinnu-rekanda sbr. gr. 8.1.1.

Starfsmaður sem öðlast hefur þriggja mánaða veikindarétt eftir fimm ára samfellt starf hjá sama atvinnurekanda heldur með sömu skilyrðum rétti til fastra launa í einn mánuð ráði hann sig til annars atvinnurekanda innan 12 mánaða. Betri rétt öðlast starfsmaður eftir þriggja ára samfellt starf hjá nýjum atvinnurekanda sbr. gr. 8.1.1.

8.1.7. Læknisvottorð

Vinnuveitandi getur krafist læknisvottorðs er sýni að starfs-maður hafi verið óvinnufær vegna veikinda eða slyss. Samningur Samtaka atvinnulífsins og RSÍ 48

Vinnuveitandi greiði læknisvottorð, að því tilskildu að veikindi hafi verið tilkynnt vinnuveitanda þegar við upphaf veikinda.

Var efnið hjálplegt?

Veikindi barna2021-09-14T11:24:50+00:00

Kjarasamningur tryggir ákveðin réttindi vegna veikinda barna.

Samningur Samtaka atvinnulífsins og RSÍ 2019-2022

8.2. Veikindi barna og leyfi af óviðráðanlegum ástæðum

8.2.1. Fyrstu sex mánuði í starfi hjá vinnuveitanda er foreldri heimilt að verja tveimur dögum fyrir hvern unninn mánuð til aðhlynningar sjúkum börnum sínum undir 13 ára aldri, enda verði annarri umönnun ekki við komið. Sama á við um börn undir 16 ára aldri í alvarlegum tilvikum sem leiða til sjúkrahúsvistar í a.m.k. einn dag. Eftir 6 mánaða starf verður rétturinn 12 dagar á hverju 12 mánaða tímabili. Foreldri heldur dagvinnulaunum sínum, svo og vaktaálagi þar sem það á við.

Með foreldri í 1. mgr. er einnig átt við fósturforeldri eða forráðamann, sem er framfærandi barns og komi þá í stað foreldris.

8.2.2. Starfsmaður á rétt á leyfi frá störfum þegar um óviðráðan-legar (force majeure) og brýnar fjölskylduástæður er að ræða vegna sjúkdóms eða slyss sem krefjast tafarlausrar nærveru starfsmanns.

Starfsmaður á ekki rétt á launum frá atvinnurekanda í framan-greindum tilfellum, samanber þó gr. 8.2.1.

Var efnið hjálplegt?

Veikindi í orlofi2021-09-14T11:28:47+00:00

Komi upp veikindi eða slys í orlofi er tryggður réttur í kjarasamningi til uppbótar í orlofi.

Samningur Samtaka atvinnulífsins og RSÍ 2019-2022

4.3. Veikindi og slys í orlofi

Veikist starfsmaður í orlofi innanlands, í landi innan EES svæðisins, Sviss, Bandaríkjunum eða Kanada það alvarlega að hann geti ekki notið orlofsins skal hann á fyrsta degi tilkynna það atvinnurekanda t.d. með símskeyti, rafpósti eða á annan sannanlegan hátt nema force major aðstæður hindri en þá um leið og því ástandi léttir.

Fullnægi starfsmaðurinn tilkynningarskyldunni, standi veikindin lengur en í 3 sólarhringa og tilkynni hann atvinnurekanda innan þess frests hvaða læknir annist hann eða muni gefa út læknisvottorð, á hann rétt á uppbótarorlofi jafnlangan tíma og veikindin sannanlega vöruðu. Undir framangreindum ástæðum skal starfsmaður ávallt færa sönnur á veikindi sín með læknisvottorði. Atvinnurekandi á rétt á að láta lækni vitja starfsmanns er veikst hefur í orlofi. Uppbótarorlof skal eftir því sem kostur er veitt á þeim tíma sem starfsmaður óskar á tímabilinu 2. maí til 15. september, nema sérstaklega standi á. Sömu reglur og að ofangreinir gilda um slys í orlofi.

Var efnið hjálplegt?

Verkfæragjald2022-02-18T09:38:27+00:00

9.1.2. Verkfæragjald rafvirkja
Verkfæragjald rafvirkja er 6,0% af tímakaupi í dagvinnu frá 1. apríl 2020 og greiðist sama fjárhæð fyrir alla unna tíma. Orlofslaun eru greidd á verkfæragjald. Tilgreina skal verkfæragjald sérstaklega á launaseðli.
Heimilt er atvinnurekanda að semja um að hann leggi til verkfæri samkvæmt verkfæraskrá og falla þá verkfærapeningar niður, enda sé viðkomandi sveinn því samþykkur.

9.1.3. Á verkstæði skulu starfsmenn hafa aðgang að læstri hirslu.

Bókun vegna verkfæragjalds rafvirkja:
Það er sameiginlegur skilningur samningsaðila að ekki sé greitt verkfæragjald í veikindum eða á lögbundnum frídögum (rauðum dögum).

Var efnið hjálplegt?

Vinna innan og utan bakvakta2021-09-14T11:48:56+00:00

Dagvinna skal vera unnin á tímabilinu frá kl. 07:00 til kl. 18:00 mánudaga til föstudaga og skal vera samfelld. Ef vinna er skipulögð þannig að ekki sé unnið 8 klst. fimm daga vikunnar skal það koma fram í ráðningarsamningi. Yfirvinna tekur við þegar dagvinnu lýkur. Þess utan getur verið að kalla þurfi út starfsfólk eða að samið er um bakvaktir. Á tímum fjarvinnulausna hefur það færst í aukana að mögulegt er að leysa verkefni fjarri vinnustað hvenær sem er sólarhringsins. Af gefnu tilefni er sérstaklega tekið á þessum atriðum í kjarasamningum.

Samningur Samtaka atvinnulífsins og RSÍ 2019-2022

2.4. Bakvaktir

2.4.1. Heimilt er að semja við starfsmann um að hann sé á bakvakt og reiðubúinn að sinna útkalli.

2.4.2. Á bakvakt skal viðkomandi vera reiðubúinn að sinna útkalli.

2.4.3. Ef starfsmaður þarf að vera reiðubúinn að sinna útkalli með skömmum fyrirvara (innan klukkustundar) fær hann greitt sem svarar 33% dagvinnustundar fyrir hverja klst. á bakvakt.

Ef starfsmaður þarf að vera reiðubúinn að sinna útkalli innan tveggja klukkustunda fær hann greitt sem svarar 25% dagvinnustundar fyrir hverja klst. á bakvakt.

Ef starfsmaður þarf að vera reiðubúinn að sinna útkalli innan tveggja til fjögurra klukkustunda fær hann greitt sem svarar 16,5% dagvinnustundar fyrir hverja klst. á bakvakt.

Fyrir bakvakt á helgidögum (öðrum en sunnudögum) og stórhátíðardögum greiðist 50% hærra bakvaktarálag en skv. ofanskráðu.

2.4.4. Fyrir útkall á bakvakt skal starfsmaður fá greitt fyrir unnin tíma þó að lágmarki þrjár klst., nema dagvinna hefjist innan tveggja stunda frá því að hann kom til vinnu, þó fari aldrei saman bakvaktagreiðslur og yfirvinnugreiðslur.

2.4.5. Almennt skal við það miðað að bakvaktir séu ekki skipulagðar til skemmri tíma en 6 klst. á virkum dögum og 8 klst. um helgar. Í þeim tilvikum sem skemmri bakvaktir eru skipulagðar skal ekki greiða lægra bakvaktarálag en 33% af dagvinnustund.

2.4.6. Fyrir upphaf bakvaktar skal ganga þannig frá búnaði, að lágmarks möguleikar verði á því að til útkalls komi á eftirfarandi bakvakt.

Skýring: Með bakvakt skuldbindur starfsmaður sig til að mæta til vinnu vegna útkalls. Bakvaktarálag er mishátt eftir því hversu bundinn starfsmaður er á bakvakt. Því telst það ekki bakvakt ef skuldbinding er ekki fyrir hendi.

2.4.7. Bakvaktir skal boða með minnst tíu daga fyrirvara og bakvaktaskrá skal að öllu jöfnu ekki gilda í skemmri tíma en tvær vikur.

2.5. Ónæði vegna síma

Séu símanúmer starfsmanna gefin upp af hálfu fyrirtækisins skal við launaákvörðun tekið tillit til þeirrar vinnu sem af því hlýst.

2.6. Þjónusta utan bakvakta með fjarlausnum og símhringingum

2.6.1. Sé starfsmanni sem ekki er á bakvakt gert að sinna þjónustu með fjarlausnum eða símhringingum í frítíma sínum skal samið um þóknun vegna þess ónæðis sem af því hlýst. Tilgreina skal þóknun í ráðningarsamningi.

2.6.2. Með fjarlausnum er átt við vinnu sem starfsmaður getur unnið utan vinnustaðar með tölvubúnaði.

2.6.3. Við mat á þóknun skal meðal annars litið til þess:

a. Hversu líklegt er að starfsmaður verði fyrir röskun vegna þjónustunnar.

b. Hversu mikið vinnuframlag er farið fram á að hálfu starfsmanns vegna þjónustunnar þegar hennar er krafist.

c. Hversu tafarlausra viðbragða er krafist af hendi starfsmanns.

d. Á hvaða tíma sólahrings starfsmaður kann að vera beðinn um að veita þjónustuna.

Var efnið hjálplegt?

Vinnustaðaskírteini2022-02-18T09:41:07+00:00

Vinnustaðaskírteini hafa verið notuð um langt skeið en tilgangurinn með þeim er að vinna gegn svartri atvinnustarfsemi og undirboðum á vinnumarkaði.

 • Atvinnurekandi útbýr vinnustaðaskírteini.
 • Í fjölmörgum atvinnugreinum er skylda að bera vinnustaðaskírteini – sjá skirteini.is

Var efnið hjálplegt?

Hver er launahækkunin?2024-03-11T10:01:56+00:00
 • Almenn launahækkun frá 1.2. 2024 er 3,25% að lágmarki 23.750 kr.
 • Almenn launahækkun frá 1.1.2025 er 3,50% að lágmarki 23.750 kr.
 • Almenn launahækkun frá 1.1.2026 er 3,50% að lágmarki 23.750 kr.
 • Almenn launahækkun frá 1.1.2027 er 3,50% að lágmarki 23.750 kr.

Var efnið hjálplegt?

Hvernig breytist yfirvinna 1 og 2 í nýja samningnum?2024-03-11T10:22:17+00:00
 • Yfirvinna
  • Frá og með 1. febrúar 2024 er virkur vinnutími samkvæmt kjarasamningi þessum 36 klst. að meðaltali á viku og deilitala dagvinnutímakaups 156.
  • Yfirvinna 2 greiðist fyrir virkan vinnutima umfram 40 klst. á viku að meðaltali á launatimabili / mánuõi (173,33 virkar klst. m.v. meðalmánuð).
  • Þann 1. janúar 2025 verður eftirfarandi breyting á ákvæðum kjarasamninganna um yfirvinnu 1 0g 2:
   Yfirvinna 2 greiðist fyrir virkan vinnutíma umfram 39,5 klst. á viku að mealtali á launatimabili
   / mánuði (171,17 virkar klst. m.v. mealmánuð).
  • Þann 1. janúar 2027 verður eftirfarandi breyting á ákvæðum kjarasamninganna um yfirvinnu 1 0g 2.
   Yfirvinna 2 greiðist fyrir virkan vinnutíma umfram 39 klst. á viku að meðaltali á launatímabili / mánuõi (169 virkar klst. m.v. meðalmánuð).

Var efnið hjálplegt?

Desember og orlofsuppbót2024-03-11T10:05:11+00:00
 • Desemberuppbót fyir hvert almanaksár miðað við fullt starf er:
  • Áárinu 2024 106.000 kr.
  • Á árinu 2025 110.000 kr.
  • Á árinu 2026 114.000 kr.
  • Á árinu 2027 118.000 kr.
 • Orlofsuppbót fyir hvert orlofsár (1. maí til 30. apríl) miðað við fullt starf er:
  • Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2024 verði orlofsuppbót kr. 58.000.
  • Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2025 verði orlofsuppbót kr. 60.000.
  • Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2026 verði orlofsuppbót kr. 62.000.
  • Á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2027 verði orlofsuppbót kr. 64.000.

Var efnið hjálplegt?

Hvernig breytast orlofsmálin?2024-03-11T10:17:44+00:00
 • Frá 1. maí 2024:
  Lágmarksorlof starfsfólks með viðurkennda iðnmenntun og tæknifólks sem raðast á hæfniprep 12. og ofar eru 25 virkir dagar. Orlofslaun skulu vera 10,64% af ölu kaupi, hvort sem er fyrir dagvinnu, yfirvinnu eða öðrum launum.
  Hækkun orlofs tekur gildi 1. maí 2024 þannig að hærri orlofsprósenta er greidd frá þeim tíma. Aukið orlof kemur þannig til töku á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2025.

  • Starfsmaður sem unnið hefur í 5 ár í sömu starfsgrein á rétt á orlofi í 25 virka daga og orlofslaunum sem nema 10,64%.
  • Starfsmaður sem unnið hefur 5 ár í sama fyrirtæki eða í 10 ár í sömu starfsgrein á rétt á orlofi í 28 virka daga og orlofslaunum sem nema 12,07%.
 • Gildir frá 1. mai 2025 vegna starfsfolks með viðurkennda iðnmenntun og tæknifólks sem raðast a hæfniprep 1.2. og ofar:
  • Starfsmaður sem unnið hefur i 3 ár í sama fyrirtæki eða 5 ár í sömu starfsgrein á rétt á orlofi í 28 virka daga og orlofslaunum sem nema 12,07%.
  • Starfsmaður sem unnið hefur í 5 ár í sama fyrirtæki á rétt orlofi í 30 virka daga og orlofslaunum sem nema 13,04%.
 • Hækkun orlofs tekur gildi 1. maí 2025 þannig á hærri orlofsprósenta er greidd frá beim tíma. Aukið orlof kemur þannig til töku á orlofsárinu sem hefst 1. mai 2026.
  • Starfsmaður sem unnið hefur í 10 ár í sama fyrirtæki á rétt á orlofi í 30 virka daga 0g orlofslaunum sem nema 13,04%.
  • Starfsmaður sem öðlast hefur aukinn orlofsrétt vegna starfs hjá sama vinnuveitanda öðlast hann að nýju hjá nýjum vinnuveitanda eftir þriggia ára starf, enda hafi rétturinn verið sannreyndur.
 • Gildir frá 1. maí 2024:
  • Starfsmaður sem öðlast hefur aukinn orlofsrétt vegna starfs hjá sama atvinnurekanda fær hann að nýju hjá nýjum vinnuveitanda eftir tveggia ára starf, enda hafi rétturinn verið sannreyndur.
  • Námstími iðnnema í fyrirtaki telst til vinnu í starfsgrein eða til vinnu innan sama fyrirtækis.

Var efnið hjálplegt?

Hver er gildistími kjarasamnings?2024-03-11T09:09:53+00:00
 • Kjarasamningurinn gildir frá 1.febrúar 2024 til 1. febrúar 2028.

Var efnið hjálplegt?

Reiknivélar RSÍ

Kjarasamningar – PDF útgáfur.

If there are any discrepancy then the Icelandic version will prevail!

Eldri samningar RSÍ – SA/SART

Go to Top