Um Rafiðnaðarsamband Íslands

Rafiðnaðarsamband Íslands er landssamband stéttarfélaga sem nær yfir iðn- og tæknistörf í rafiðnaði, raforkuiðnaði, raftækniðnaði, miðlun, útgáfu, upplýsingatækni og skapandi greinum. RSÍ var stofnað árið 1970 af 400 félagsmönnum. Í dag er heildarfjöldi virkra félagsmanna um 6.550 sem skiptast í 8 aðildarfélög.

Sambandið er starfsgreinasamband sem í er allt launafólk sem starfar í iðn- og tæknistörfum í rafiðnaði, raforkuiðnaði, raftækniiðnaði, miðlun, útgáfu, upplýsingatækni og skapandi greinum og sambandið ákveður að veita viðtöku, hvort sem þeir hafa löggilt sveinspróf eða ekki. Allur félagslegur rekstur er í höndum sambandsins ásamt umsjón eigna, sjóða og gerð kjarasamninga. Starfsemi sambandsins felst í að gæta hagsmuna

Árlega eru haldnir sambandsstjórnarfundir þar sem kjörnir fulltrúar í sambandsstjórn koma saman og fjalla um málefni líðandi stundar auk þess sem farið er yfir ársreikninga RSÍ. Sambandsstjórn getur gert breytingar á hinum ýmsu reglugerðum telji stjórnin þörf á á sambandsstjórnarfundum. Sambandsstjórn RSÍ er æðsta vald sambandsins á milli þinga RSÍ.

Þing RSÍ eru haldin fjórða hvert ár. Aðildarfélög RSÍ skipa þingfulltrúa í samræmi við fjölda félagsfólks í hverju félagi fyrir sig. Þing RSÍ er æðsta vald sambandsins og getur breytt lögum þess sem og öllum reglugerðum sem í gildi eru. Þing RSÍ er stefnumarkandi í öllum þeim málum sem það tekur fyrir. Á þingum er kosið í stjórnir sambandsins: Miðstjórn og sambandsstjórn auk varamanna.

Miðstjórn RSÍ 2019

Formaður og jafnframt framkvæmdastjóri RSÍ er Kristján Þórður Snæbjarnarson. Dagleg stjórnun er í höndum framkvæmdastjóra í nánu samráði við framkvæmdastjórn. Í framkvæmdastjórn sitja auk formanns RSÍ, Jón Óskar Gunnlaugsson varaformaður RSÍ, Jakob Tryggvason gjaldkeri, Finnur Víkingsson ritari, Hörður Bragason meðstjórnandi, Georg Páll Skúlason meðstjórnandi, Andri Reyr Haraldsson meðstjórnandi, Steinar Guðjónsson meðstjórnandi og Haraldur Örn Sturluson meðstjórnandi.  Í miðstjórn sitja, 22 einstaklingar, að framkvæmdastjórn meðtalinni. Miðstjórn RSÍ er æðsta vald sambandsins milli árlegra sambandsstjórnarfunda og hittist að jafnaði 10 sinnum á ári.

Skrifstofur RSÍ eru staðsettar á Stórhöfða 29-31 í Reykjavík og er starfsemin í nánu samstarfi við 2F – Hús fagfélaganna með sameiginlegum rekstrarþáttum fleiri stéttarfélaga í húsunum. 2F – Hús fagfélaganna

Skipulag, lög & reglugerðir
Skýrslur um starfsemi RSÍ
Eyðublöð og umsóknarform RSÍ

Starfsfólk á Stórhöfða

Kristján
Kristján
Kristján Þórður Snæbjarnarson
Formaður RSÍ
Kjarasamningar og samskipti út á við; ASÍ, nefndarstörf og norræn samskipti.
Jón Óskar
Jón Óskar
Jón Óskar Gunnlaugsson
Varaformaður RSÍ
Formaður Rafiðnaðarfélags Suðurnesja – RFS
Jakob
Jakob
Jakob Tryggvason
Gjaldkeri RSÍ
Formaður Félags tæknifólks – FTF
Adam
Adam Kári Helgason
Kjara- og vinnustaðaeftirlit
Björn
Björn Eysteinsson
Kjarasamningar og réttindi
Björn
Björn Ágúst Sigurjónsson
Umsjónarmaður fasteigna RSÍ
Erla
Erla Sigríður Erlingsdóttir
Þjónustusvið
Eyjólfur
Eyjólfur Óli Jónsson
Umsjónarmaður Miðdal
Hrönn
Hrönn Magnúsdóttir
Þjónustusvið
Ragnar
Ragnar Valur Ragnarsson
Umsjónmaður Skógarnes

2F – Hús fagfélaganna: Kjarasvið

Elmar
Elmar Hallgríms Hallgrímsson
Framkvæmdastjóri
Ari
Ari Ólafsson Thorlacius
Kjarasvið
Benóný
Benóný Harðarson
Forstöðumaður kjarasviðs
Georg
Georg Páll Skúlason
Formaður Grafíu, Kjarasvið
Gunnar
Gunnar Halldór Gunnarsson
Kjarasvið
Vilhjálmur
Vilhjálmur Sveinsson
Kjarasvið
Lilja
Lilja Sæmundsdóttir
Kjarasvið

2F – Hús fagfélaganna: Þjónustusvið

Sigrún
Sigrún Sigurðardóttir
Forstöðumaður þjónustusviðs
Gerður
Gerður Helgadóttir
Þjónustusvið
Helga
Helga Björg Steingrímsdóttir
Þjónustusvið
Helga
Helga Árnadóttir
Þjónustusvið
Elzbieta
Elzbieta Sajkowska
Þjónustusvið

2F – Hús fagfélaganna: Rekstrar- og fjármálasvið

Pálmi
Pálmi Finnbogason
Forstöðumaður rekstrar- og fjármálasvið
Álfhildur
Álfhildur Guðmundsdóttir
Rekstrar- og fjármálasvið
Elsa María
Elsa María Rögnvaldsdóttir
Lögfræðingur
Harpa
Harpa Snæbjörnsdóttir
Rekstrar- og fjármálasvið
Marta
Marta Kristjánsdóttir
Rekstrar- og fjármálasvið
Þorsteinn
Þorsteinn Hilmarsson
Rekstrar- og fjármálasvið

VIRK ráðgjafar á Stórhöfða 31

Hlín
Hlín Guðjónsdóttir
Ráðgjafi VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs
Guðrún
Guðrún Elínborg Guðmundsdóttir
Ráðgjafi VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs
Hildur
Hildur Petra Friðriksdóttir
Ráðgjafi VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs
Rakel
Rakel Björk Gunnarsdóttir
Ráðgjafi VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs
Unnur
Unnur B. Árnadóttir
Ráðgjafi VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs