Um Rafiðnaðarsamband Íslands

Rafiðnaðarsamband Íslands er landssamband stéttarfélaga sem nær yfir iðn- og tæknistörf í rafiðnaði, raforkuiðnaði, raftækniðnaði, miðlun, útgáfu, upplýsingatækni og skapandi greinum. RSÍ var stofnað árið 1970 af 400 félagsmönnum. Í dag er heildarfjöldi virkra félagsmanna um 6.550 sem skiptast í 8 aðildarfélög.

Sambandið er starfsgreinasamband sem í er allt launafólk sem starfar í iðn- og tæknistörfum í rafiðnaði, raforkuiðnaði, raftækniiðnaði, miðlun, útgáfu, upplýsingatækni og skapandi greinum og sambandið ákveður að veita viðtöku, hvort sem þeir hafa löggilt sveinspróf eða ekki. Allur félagslegur rekstur er í höndum sambandsins ásamt umsjón eigna, sjóða og gerð kjarasamninga. Starfsemi sambandsins felst í að gæta hagsmuna

Árlega eru haldnir sambandsstjórnarfundir þar sem kjörnir fulltrúar í sambandsstjórn koma saman og fjalla um málefni líðandi stundar auk þess sem farið er yfir ársreikninga RSÍ. Sambandsstjórn getur gert breytingar á hinum ýmsu reglugerðum telji stjórnin þörf á á sambandsstjórnarfundum. Sambandsstjórn RSÍ er æðsta vald sambandsins á milli þinga RSÍ.

Þing RSÍ eru haldin fjórða hvert ár. Aðildarfélög RSÍ skipa þingfulltrúa í samræmi við fjölda félagsfólks í hverju félagi fyrir sig. Þing RSÍ er æðsta vald sambandsins og getur breytt lögum þess sem og öllum reglugerðum sem í gildi eru. Þing RSÍ er stefnumarkandi í öllum þeim málum sem það tekur fyrir. Á þingum er kosið í stjórnir sambandsins: Miðstjórn og sambandsstjórn auk varamanna.

Miðstjórn RSÍ 2019

Formaður og jafnframt framkvæmdastjóri RSÍ er Kristján Þórður Snæbjarnarson. Dagleg stjórnun er í höndum framkvæmdastjóra í nánu samráði við framkvæmdastjórn. Í framkvæmdastjórn sitja auk formanns RSÍ, Jón Óskar Gunnlaugsson varaformaður RSÍ, Jakob Tryggvason gjaldkeri, Finnur Víkingsson ritari, Hörður Bragason meðstjórnandi, Georg Páll Skúlason meðstjórnandi, Andri Reyr Haraldsson meðstjórnandi, Steinar Guðjónsson meðstjórnandi og Haraldur Örn Sturluson meðstjórnandi.  Í miðstjórn sitja, 22 einstaklingar, að framkvæmdastjórn meðtalinni. Miðstjórn RSÍ er æðsta vald sambandsins milli árlegra sambandsstjórnarfunda og hittist að jafnaði 10 sinnum á ári.

Skrifstofur RSÍ eru staðsettar á Stórhöfða 29-31 í Reykjavík og er starfsemin í nánu samstarfi við 2F – Hús fagfélaganna með sameiginlegum rekstrarþáttum fleiri stéttarfélaga í húsunum. 2F – Hús fagfélaganna

RSÍ brást við heimsfaraldri með sérstakri fræðslugátt um viðbrögð og aðgerðir á meðan að takmarkanir voru í gildi. Covidvefur RSÍ

Nýr vefur RSÍ leit dagsins ljós á árinu 2022, eldri vefur er aðgengilegur hér.