Námsstyrkir fyrir félagsmenn
Reglur um einstaklingsstyrki eru fyrir þá sem sækja vilja viðurkennd námskeið í fagnámi sem ekki eru haldin innan Rafmenntar.
Um styrkina gilda eftirfarandi reglur:
1. Rétt til styrks frá Rafmennt eiga þeir einir sem greitt hefur verið af til Menntasjóðs rafiðnaðarins síðustu 12 mánuði (eða 18 mánuði af síðustu 24 mánuðum) og ekki hafa notið annarra styrkja eða niðurgreiðslu námskeiðsgjalda í menntakerfi rafiðnaðarins síðustu 18 mánuði. Eingöngu námskeið sem eru á fagsviði umsækjanda geta notið styrks úr eftirmenntunarsjóðum rafiðnaðarmanna.
2. Styrkur getur verið í formi niðurgreiðslu á námskeiðsgjaldi. Styrkur getur ekki numið hærri upphæð en helmingi námskeiðsgjalds og aldrei hærri upphæð en 140.000 kr. Styrkupphæð endurskoðar stjórn Rafiðnaðarskólans árlega.
3. Heimilt er að veita styrki til að sækja sérhæfð fagnámskeið erlendis á sviðum sem ekki eru í boði innanlands. Upphæð styrks skal miðuð við ferða- og námskeiðskostnað en getur þó ekki numið hærri fjárhæð en 140.000 kr. Styrkupphæð endurskoðar stjórn Rafmenntar árlega.
4. Ekki verða veittir styrkir til sambærilegs náms eða námskeiðs og er í boði hjá Rafmennt.
5. Ekki er styrkt nám sem að verulegu leyti er rekið með opinberu fé.
6. Styrkumsóknir skulu berast til Rafmenntar í tölvupósti, og þeim skal fylgja greinargerð um námskeiðið sem umsækjandi hyggst sækja. Í greinargerðinni komi fram, um hvað námskeiðið fjalli, námslengd, námskeiðsgjöld og hvar og hvenær námskeiðið er haldið, einnig komi fram lýsing á starfsviði umsækjanda.
7. Styrkjum er úthlutað tvisvar á ári, 1. janúar og 1. september. Umsóknir skulu hafa borist a.m.k mánuði fyrr.
8. Styrkþegi skal framvísa fullnægjandi staðfestingu á skráningu og greiðslu námskeiðsgjalds áður en styrkur fæst greiddur.
Stjórn Menntasjóðs rafiðnaðarins ákveður heildarfjárhæð sem er til ráðstöfunar vegna einstaklingsstyrkja á hverju ári.
Samþykkt í janúar 2020
(4. útgáfa).