Hlutverk trúnaðarfólks samkvæmt 9. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur nr. 80/1938 er að gæta þess að gerðir samningar séu haldnir af atvinnurekanda og fulltrúum hans og að ekki sé gengið á félagslegan eða borgaralegan rétt verkamanna. Með þessu er átt við öll réttindi samkvæmt lögum eða reglum sem varða persónuleg réttindi manna, en það eru þau réttindi sem eru svo nátengd andlegu eða líkamlegu lífi manna að þau verða ekki frá því greind. Einnig má atvinnurekandi að sjálfsögðu ekki hrófla við neins konar fjárréttindum starfsmanna. Fjárréttindi er réttur yfir eða til fémæta, það er gæða, sem hafa fjárgildi og er þannig háttað í eðli sínu að þau geta greinst frá eiganda þeirra og gengið manna á milli.
Ýmis réttindi opinbers réttarlegs eðlis eru einnig friðhelg svo sem kosningaréttur og kjörgengi og væri atvinnurekanda allskostar óheimilt að meina starfsmönnum að neyta kosningaréttar eða beita þá þrýstingi í þeim efnum.
Fjallað er um verkefni trúnaðarfólks í kjarasamningum en einnig byggist hlutverk þeirra á þeim venjum sem skapast hafa um störf þeirra. Trúnaðarfólki ber að vinna að bættum kjörum vinnufélaga sinna, jafnframt því sem þeir eru talsmenn atvinnuöryggis, félagslegs öryggis, skynsamlegra stjórnarhátta á vinnustöðum og eru samráðsaðilar vegna breytinga á vinnustöðum.
Trúnaðarfólk eru einnig fulltrúar stéttarfélagsins á vinnustaðnum og sem slík eru þau tengiliðir félagsins og starfsmannanna.
Verkamenn skulu snúa sér til trúnaðarfólks með umkvartanir sínar og trúnaðarfólki ber að sinna þeim þegar í stað. Þeim er, í samráði við verkstjóra, heimilt að verja eftir því sem þörf krefur tíma til trúnaðarfólksstarfa og skulu laun ekki skerðast af þeim sökum. Trúnaðarfólki er heimilt í tengslum við ágreiningsefni að yfirfara gögn og vinnuskýrslur varðandi ágreiningsefnið og ber þeim að fara með þau gögn sem trúnaðarmál. Þau skulu á vinnustað hafa aðgang að læstri hirslu og síma í samráði við verkstjóra.
Þar sem trúnaðarfólki er einnig skylt að gæta þess að gerðir vinnusamningar séu haldnir og að ekki sé gengið á félagslegan eða borgaralegan rétt starfsfólks er eðlilegt að þau hafi fullt samráð og samvinnu við stéttarfélagið um ágreiningsefni sem upp koma til að leita leiða um lausn þeirra. Góð samskipti trúnaðarfólks og vinnufélaga eru grundvöllur árangursríks starfs. Nauðsynlegt er að trúnaðarfólk fræði nýliða á vinnustað um helstu reglur og venjur og um verkalýðsfélagið.
Fjallað er um hlutverk trúnaðarfólks í lögum stéttarfélaga. Þannig segir, svo dæmi sé tekið, í „17. gr. laga Eflingar-stéttarfélags að trúnaðarmenn skuli hafa eftirlit með því að lögum félagsins, samþykktum og samningum sé hlítt í hvívetna. Trúnaðarmenn eru tengiliðir milli félagsstjórnar Eflingar og starfsmanna félagsins og þess verkafólks sem vinnur á viðkomandi vinnustað og eiga þeir rétt á aðstoð stjórnar og starfsmanna í störfum sínum.“
Þegar rætt er um trúnaðarfólk er oftast átt við trúnaðarfólk í merkingu laga nr. 80/1938. Danskir fræðimenn hafa skilgreint hugtakið þannig að átt sé við þann starfsmann, sem er valinn af samstarfsmönnum sínum á vinnustað, til þess að vera talsmaður þeirra og fulltrúi gagnvart vinnuveitanda.
Jafnframt hlýtur það að vera grundvöllur þess að tala um trúnaðarfólk í tæknilegum skilningi að kjarasamningurinn sem kveður á um samskipti og kjör aðila á vinnustað, viðurkenni trúnaðarfólk, sem talsmann gagnvart atvinnurekanda, þannig að hann hafi ekki aðeins sérstöðu meðal starfsmanna, heldur einnig að hinum sérstöku reglum um réttarstöðu trúnaðarfólks sé beitt. Danski fræðimaðurinn Per Jacobsen skilgreinir hugtakið þannig að trúnaðarfólk sé launamaður, sem sé valinn af samstarfsmönnum sínum til þess að gæta hagsmuna þeirra gagnvart vinnuveitanda. Hann sé þannig tengiliður milli hins einstaka launamanns og stjórnar fyrirtækisins. Ef trúnaðarfólk er valið samkvæmt heimild í kjarasamningi eru þau einnig fulltrúar stéttarfélags á vinnustað og eiga þess vegna einnig að gæta hagsmuna stéttarfélagsins.
Leggja verður til grundvallar til að unnt sé að tala um trúnaðarfólk í lögfræðilegri merkingu það skilyrði að val þeirra byggist á heimild í lögum eða á samningi milli aðila og að trúnaðarfólk sé skipað af stéttarfélagi til að sinna starfanum.
Hugtakið „trúnaðarmaður“ kann þó að hafa víðtækari merkingu í einstökum samningum eða lögum. Þannig er ákvæði um það í samkomulagi um trúnaðarmenn milli fjármálaráðherra og félaga BSRB að þeir teljist trúnaðarmenn í skilningi laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna sem eru:
- Kjörnir trúnaðarmenn samkvæmt 28. gr. þeirra laga,
- Kjörnir trúnaðarmenn samkvæmt 2. gr. samkomulagsins, sem fjallar um sameiginlegan trúnaðarmann fyrir fleiri en einn vinnustað eða vakt,
- Kjörnir stjórnarmenn stéttarfélaga og heildarsamtaka þeirra,
- Kjörnir samninganefndarmenn stéttarfélaga.
Samkvæmt 9. gr. laga nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur skal velja trúnaðarfólk þannig að á hverri vinnustöð, þar sem að minnsta kosti 5 menn vinna, hafi stjórn stéttarfélags þess sem á staðnum er í viðkomandi starfsgrein rétt til að tilnefna 2 menn til trúnaðarmannsstarfa, úr hópi þeirra, sem á staðnum vinna. Skal atvinnurekandi samþykkja annan þeirra sem trúnaðarmann stéttarfélagsins á vinnustöðinni. Þegar lögin voru til meðferðar á Alþingi á sínum tíma var þessi ruðningsréttur atvinnurekenda hart gagnrýndur af andstæðingum frumvarpsins, og töldu þeir enga ástæðu til þess að láta atvinnurekendur hafa áhrif á það hvaða trúnaðarmenn verkalýðsfélögin kysu. Aðrir vildu að starfsmennirnir sjálfir veldu sína trúnaðarmenn án afskipta stéttarfélagsins.
Í 9. gr. er gert ráð fyrir að trúnaðarmaður sé valinn úr hópi starfsmanna á vinnustöð. Þetta er eðlileg regla, því trúnaðarmaður verður að þekkja vel til aðstæðna á vinnustöð og verkamennina sjálfa, til þess að geta rækt starf sitt vel. Einnig þurfa að minnsta kosti 5 menn að vinna á vinnustöð til þess að unnt sé að velja trúnaðarmann. Þetta nær þó ekki til landbúnaðarverkafólks né áhafna skipa eða báta, sem ekki er skylt að lögskrá á.
Í 2. mgr. 9. gr. laganna um stéttarfélög og vinnudeilur er að finna skilgreiningu á hugtakinu vinnustöð, en það er sérhvert atvinnufyrirtæki, þar sem hópur manna vinnur undir stjórn sérstaks verkstjóra eða flokksstjóra, svo sem verksmiðjur, fiskverkunarstöðvar, skipaafgreiðslur, skip, bifreiðastöðvar og fleira.
Í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði er kveðið á um að starfsmönnum sé heimilt að kjósa einn trúnaðarmann á hverjum vinnustað þar sem starfa 5 til 50 starfsmenn og tvo trúnaðarmenn séu starfsmenn fleiri en 50 til tveggja ára í senn. Að kosningu lokinni tilnefnir viðkomandi verkalýðsfélag trúnaðarmennina í starfið ásamt því að tilkynna forráðamönnum fyrirtækisins um hver hafi verið tilnefndur. Verði kosningu eigi við komið skulu trúnaðarmenn tilnefndir af viðkomandi verkalýðsfélagi til ekki lengri tíma en tveggja ára í senn. Sjá t.d. grein 13.1 í aðalkjarasamningi VR (2008) og grein 13.1 í aðalkjarasamningi Eflingar (2008).
Ruðningsréttur atvinnurekanda hefur hér verið tekinn út með samningum aðila. Ákvæði þetta kom inn með sólstöðusamningum frá 1997.
Venjan er sú að hvert verkalýðsfélag hefur sinn trúnaðarmann þar sem starfsmenn úr mörgum verkalýðsfélögum vinna á sama vinnustað, enda er það tekið fram í samningum. Þá er einnig algengt að trúnaðarmenn séu fyrir hverja deild og hverja vakt ef um slíkt vinnufyrirkomulag er að ræða.
Á smærri vinnustöðum, þar sem félagsmenn margra stéttarfélaga vinna saman, kýs fólk trúnaðarmann sem starfar fyrir alla. Verði ágreiningur milli stéttarfélaga um hvaða félagi trúnaðarmaðurinn skuli vera úr úrskurðar Alþýðusamband Íslands í málinu.
Þegar kjósa skal trúnaðarfólks, fer kosning oft fram skriflega. Það er engin skylda, en þykir heppilegt margra hluta vegna. Í ritinu “Trúnaðarmaðurinn á vinnustað”, sem MFA hefur gefið út er að finna þær leiðbeiningar um kjör trúnaðarfólks að ágætt sé að tveir menn stjórni kosningu og hafi umsjón með henni, til dæmis fráfarandi trúnaðarmaður svo og fulltrúi viðkomandi verkalýðsfélags. Þeir sem stjórna kosningu geta gert annað tveggja, leitað eftir uppástungum um væntanlegan trúnaðarmann eða lagt til að allir starfsmenn innan viðkomandi verkalýðsfélags á vinnustaðnum séu í kjöri. Sé fyrrtalda aðferðin notuð hlýtur sá kosningu sem flest atkvæði fær af þeim sem stungið var upp á. Sé kosning bundin við uppástungur ber aðeins að rita á atkvæðaseðilinn nafn eins þeirra sem stungið hefur verið upp á. Sé einungis stungið upp á einum er sá sjálfkjörinn í stöðu trúnaðarmanns. Ákveði starfsmenn að allir séu í kjöri rita kjósendur nafn þess sem þeir velja úr hópi starfsmanna á atkvæðaseðil. Fáist ekki afdráttarlaus niðurstaða með þeim hætti er oft kosið milli þeirra tveggja eða þriggja sem flest atkvæði fengu.
Atkvæðisréttur
Hvergi er að finna ákvæði, hvorki í kjarasamningum né lögum, sem takmarka rétt félagsmanna innan verkalýðsfélaga til að taka þátt í kosningu trúnaðarmanna. Meginreglan hlýtur því að vera sú að allir félagsmenn taki þátt í kosningunni. Heppilegast hlýtur að vera að allir starfsmenn taki þátt í kjöri. Sé verið að kjósa trúnaðarmann á vinnustað þar sem sumarafleysingafólk er fjölmennt, getur verið gott að kjósa trúnaðarmann á öðrum tíma.
Kjörgengi
Allir félagsmenn verkalýðsfélagsins á vinnustaðnum eru kjörgengir sem trúnaðarmenn. Er það því meginreglan, en leitast mun við að velja sem trúnaðarmenn þá sem fólk hefur trú á að muni standa sig í því hlutverki.
Ekki er hægt að mæla með verkstjóra í stöðu trúnaðarmanns. Verkstjóri er fulltrúi atvinnurekanda og ber fyrst og fremst skyldur gagnvart honum. Engu breytir þó verkstjóri sé félagsmaður í verkalýðsfélagi. Ekki ætti heldur að velja þann í stöðu trúnaðarmanns sem gegnir starfi verkstjóra í forföllum hans. Vilji svo til að trúnaðarmaður sé gerður að verkstjóra, er best að kjósa sem fyrst annan í stöðu trúnaðarmanns.
Tilkynning til atvinnurekanda um skipan trúnaðarfólks
Tilkynna skal stéttarfélagi hver hafi verið kosinn trúnaðarmaður og tilnefnir félagið hinn nýkjörna trúnaðarmann í starfið jafnframt því að tilkynna forráðamönnum viðkomandi fyrirtækis nafn þess sem tilnefndur var.
Rétt er að stéttarfélag tilkynni skriflega viðkomandi atvinnurekanda um kjör eða val trúnaðarmanna eftir að það hefur farið fram. Einungis þannig er tryggt að trúnaðarmenn verkalýðsfélaganna njóti verndar samkvæmt 11. gr. laga um stéttarfélög og vinnudeilur. Bréf um skipan trúnaðarmanns er eðlilegt að senda í ábyrgð eða láta atvinnurekanda staðfesta móttöku þess með áritun sinni á ljósrit. Er þá venjulega tilkynnt um skipan trúnaðarmanns til næstu tveggja ára, svo sem kjarasamningurinn kveður á um. Bréfið gæti verið svo hljóðandi: “Hér með tilkynnir (nafn stéttarfélags) að (nafn, heimilisfang og kennitala trúnaðarmanns) hefur verið valinn/kosinn trúnaðarmaður félagsins til næstu tveggja ára frá og með dagsetningu móttöku bréfs þessa að telja.” Það er einnig dagsett og undirritað.
Í dómi Félagsdóms 3/1990 (IX:329) var deilt um uppsögn trúnaðarmanns. Atvinnurekandi hélt því fram að maðurinn væri ekki trúnaðarmaður í skilningi laganna um stéttarfélög og vinnudeilur og honum hefði aldrei verið tilkynnt um kosningu hans svo sem kjarasamningar geri ráð fyrir. Jafnvel þótt hann hefði einhvern tíma verið kosinn trúnaðarmaður þá verði að endurnýja tilnefninguna á tveggja ára fresti samkvæmt ákvæðum kjarasamningsins. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að verkalýðsfélaginu hefði ekki tekist að sanna að maðurinn hefði verið trúnaðarmaður félagsins. Dómurinn tók fram að skrifleg tilkynning um tilnefningu um trúnaðarmann væri æskileg, en ekki nauðsynleg. Þessi dómur sýnir að nauðsynlegt er að vanda vel tilkynningar félaganna til atvinnurekenda um val eða kjör trúnaðarmanna.
Í Félagsdómi 1/2003 krafðist atvinnurekandi sýknu af kröfum um brot á ákvæðum laga um stéttarfélög og vinnudeilur um uppsagnarvernd trúnaðarmanna, á þeim grundvelli að starfsmanni sem sagt var upp störfum hafi ekki verið fullgildur trúnaðarmaður. Skylt hafi verið að leita samþykkis atvinnurekanda fyrir því að starfsmaður gegni trúnaðarmannsstöðu stéttarfélags á vinnustað, sbr. 1. mgr. 9. gr. laganna. Uppsögnin var tilkynnt viðkomandi starfsmanni í febrúar 2002. Í aðilaskýrslu formanns stéttarfélagsins kom fram að umræddur starfsmaður hefði verið kosinn trúnaðarmaður á fundi starfsmanna á árinu 1992 og hefði atvinnurekanda verið tilkynnt um það. Af hálfu atvinnurekanda voru ekki verið bornar brigður á þetta og samkvæmt gögnum málsins, þ.m.t. bréfaskriftum til stéttarfélagsins, var ljóst að atvinnurekandinn hafði litið á umræddan starfsmann sem trúnaðarmann stéttarfélagsins. Að þessu athuguðu þótti Félagsdómi haldlaus sú málsástæða að umræddur starfsmaður hafi ekki verið trúnaðarmaður samkvæmt 1. mgr. 9. gr. laga nr. 80/1938, enda stóðst ekki skilningur atvinnurekanda á þessu ákvæði í ljósi orðalags þess og greindra ákvæða kjarasamningsins.
Í lögum um hópuppsagnir nr. 63/2000 er kveðið á um að áformi atvinnurekandi hópuppsagnir skuli hann hafa samráð við trúnaðarmann starfsmanna eða annan fulltrúa sem þeir hafa til þess valið svo fljótt sem auðið er í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að áform hans komi til framkvæmda eða a.m.k. til að fækka í þeim hópi starfsmanna sem verður fyrir uppsögn.
Í lögum um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum nr. 72/2002 er kveðið á um að ráðningarsamningar starfsmanna skuli flytjast sjálfkrafa yfir til þess aðila sem yfirtekur með samningi þann rekstur sem fyrri atvinnurekandi hlutaðeigandi starfsmanna bar ábyrgð á. Slík yfirtaka getur átt sér stað með sölu eða leigu á fyrirtæki, samruna fyrirtækja, útvistun verkefna o.s.frv.
Samkvæmt lögunum ber atvinnurekanda að tilkynna trúnaðarmanni starfsmanna með góðum fyrirvara um það hvenær aðilaskiptin muni eiga sér stað, ástæður þeirra og hvaða áhrif þau munu hafa á hagsmuni og stöðu starfsmanna. Ef atvinnurekandi hefur í huga að gera tilteknar ráðstafanir af þessum tilefni vegna starfsmanna ber honum að hafa samráð við trúnaðarmann í því skyni að ná samkomulagi um þær ráðstafanir. Samráð skal hafa með góðum fyrirvara og áður en fyrirhugaðar ráðstafanir koma til framkvæmda. Samkvæmt lögunum hvílir þessi upplýsinga- og samráðsskylda á þeim atvinnurekanda sem framselur sinn atvinnurekstur en einnig þeim sem yfirtekur þann rekstur.
Samkvæmt lögum nr. 151/2006, um upplýsingar og samráð í fyrirtækjum er atvinnurekendum uppálagt að veita fulltrúum starfsmanna upplýsingar um þætti er varða nýliðna þróun og horfur varðandi starfsemi og fjárhagsstöðu fyrirtækis þeirra, stöðu og horfur í atvinnumálum og um allar ráðstafanir sem fyrirsjáanlegar eru, einkum ef atvinnuöryggi er ógnað. Hið sama gildir um ákvarðanir sem líklegt er að leiði til verulegra breytinga á skipulagi vinnunnar eða á ráðningarsamningum starfsmanna, þ.m.t. ákvarðanir sem eru byggðar á ákvæðum laga um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum og hópuppsagnir. Skulu þessar upplýsingar veittar á þeim tíma, á þann hátt og þess efnis sem heppilegast er svo að fulltrúar starfsmanna geti hafið viðeigandi athugun og undirbúið samráð ef þess gerist þörf.
Fulltrúum starfsmanna skal síðan gefast kostur á samráði með því að eiga fund með atvinnurekanda og fá viðbrögð frá honum við því áliti sem þeir kunna að setja fram. Jafnframt skal atvinnurekandi gera fulltrúum starfsmanna grein fyrir ástæðum viðbragða sinna.
Lögin gera ráð fyrir því að með kjarasamningum eða samningum milli atvinnurekanda og fulltrúa starfsmanna megi kveða nánar á um tilhögun og framkvæmd upplýsingagjafar og samráðs innan fyrirtækja.
Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða takmarkaðist gildissvið laganna fram til 1. mars 2008 við fyrirtæki þar sem starfa að jafnaði a.m.k. 100 starfsmenn. Eftir þann tíma miðast gildissvið laganna við fyrirtæki með að jafnaði a.m.k. 50 starfsmenn.
Lög um evrópsk samstarfsráð í fyrirtækjum nr. 61/1999 frá árinu 1999 sem lögfest voru hér á landi með vísan til tilskipunar Evrópusambandsins ná til fyrirtækja sem hafa a.m.k. 1000 starfsmenn samtals í ríkjum á EES-svæðinu, með starfsstöðvar í a.m.k. tveimur EES-ríkjum og með a.m.k. 150 starfsmenn í hvoru þeirra.
Ef þessi skilyrði eru uppfyllt geta fulltrúar starfsmanna eða stéttarfélög fyrir þeirra hönd, í því landi sem telja má að aðalstjórn fyrirtækjasamsteypunnar er staðsett, óskað eftir því að hafnar verði viðræður um stofnun slíks samstarfsráðs. Evrópsk samstarfsráð eru skipuð fulltrúum aðalstjórnar annars vegar og fulltrúum starfsmanna hins vegar frá öllum (eða a.m.k. velflestum) fyrirtækjum samsteypunnar innan Evrópu.
Evrópsk samstarfsráð eru vettvangur fyrir fulltrúa starfsmanna til að hafa áhrif á það hvernig aðalstjórn beitir valdi sínu og áhrifum gagnvart einstökum fyrirtækjum innan samsteypunnar og starfsmönnum þeirra. Af hálfu evrópskrar verkalýðshreyfingar hafa evrópsk samstarfsráð verið skilgreind sem aðferð fyrir launafólk og þeirra samtök til að vinna með fjölþjóðlegum hætti líkt og alþjóðafyrirtækin gera sjálf.
Vinnustaður | Trúnaðarmaður | Félag |
Advania Ísland ehf. | Eggert Sigurbergsson | Félag rafeindavirkja |
Alcoa Fjarðaál sf. | Tryggvi Þór Sigfússon | Félag Íslenskra rafvirkja |
Árvakur hf. | Elín Arnórsdóttir | Grafía |
B.B. rafverktakar ehf. | Karl Víðir Magnússon | Félag Íslenskra rafvirkja |
Blikksmiðurinn hf. | Hilmar Þór Hreinsson | Félag Íslenskra rafvirkja |
DK Hugbúnaður ehf. | Sigurður Ingi Kjartansson | Félag tæknifólks |
DTE ehf. | Katrín Ösp Guðjónsdóttir | Félag Íslenskra rafvirkja |
Eimskip Ísland ehf. | Ólafur Tryggvason | Félag tæknifólks |
Elkem Ísland ehf. | Sigurður Ármannsson | Félag Íslenskra rafvirkja |
ENNEMM ehf | Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir | Grafía |
Fagkaup ehf. | Sverrir Árnason | Félag Íslenskra rafvirkja |
Gaflarar ehf. | Arnar Þór Hilmarsson | Félag Íslenskra rafvirkja |
Harpa tónlistar- og ráðstefnuh | Róbert Steingrímsson | Félag tæknifólks |
Hitatækni ehf. | Borgþór Hjörvarsson | Félag Íslenskra rafvirkja |
HS Veitur hf. | Kristján Eldjárn Þorgeirsson | Félag rafiðnaðarmanna á Suðurlandi |
IÐNMENNT ses. | Jón Orri Guðmundsson | Grafía |
Isavia ANS ehf. | Halldór Jón Björgvinsson | Félag tæknifólks |
Isavia ANS ehf. | Jón Ragnar Gunnarsson | Félag rafeindavirkja |
Isavia ANS ehf. | Pálmar Axel Gíslason | Félag rafeindavirkja |
Isavia ohf. | Eiríkur Sigurðsson | Félag Íslenskra rafvirkja |
Íslenskir aðalverktakar hf. | Kristinn Þór Vilhjálmsson | Félag Íslenskra rafvirkja |
Kolibri ehf. | Friðlaugur Jónsson | Grafía |
Landsnet hf. | Egill Andri Bollason | Rafiðnaðarfélag Norðurlands |
Landsnet hf. | Gunnar Snær Gunnarsson | Félag Íslenskra rafvirkja |
Landspítali | Jón Oddur Guðmundsson | Félag Íslenskra rafvirkja |
Landspítali | Sigurður Ragnar Þorkelsson | Félag Íslenskra rafvirkja |
Landsprent ehf. | Stefán Þorsteinsson | Grafía |
Landsvirkjun | Óli Þór Jónsson | Rafiðnaðarfélag Norðurlands |
Landsvirkjun | Vilhjálmur Jónsson | Rafiðnaðarfélag Norðurlands |
Landsvirkjun | Jón Davíðsson | Rafiðnaðarfélag Norðurlands |
Landsvirkjun | Kristófer Kristjánsson | Félag Íslenskra rafvirkja |
Landsvirkjun | Óskar Þorsteinsson | Félag Íslenskra rafvirkja |
Landsvirkjun | Óskar Ingi Böðvarsson | Félag rafiðnaðarmanna á Suðurlandi |
Landsvirkjun | Árni Freyr Pálsson | Félag rafiðnaðarmanna á Suðurlandi |
Leikfélag Reykjavíkur ses. | Máni Huginsson | Félag tæknifólks |
Litlaprent ehf. | Reynir Sigurbjörn Hreinsson | Grafía |
Litróf ehf. | Ólafur Stefán Sigurjónsson | Grafía |
Ljósgjafinn ehf. | Ómar Hlynsson | Rafiðnaðarfélag Norðurlands |
Luxor tækjaleiga ehf. | Teitur Ingi Sigurðsson | Félag tæknifólks |
Marel Iceland ehf. | Davíð Guðmundsson | Félag Íslenskra rafvirkja |
Míla hf. | Jakob Þór Leifsson | Félag Íslenskra rafvirkjas |
Míla hf. | Elmar Freyr Torfason | Félag rafeindavirkja |
Míla hf. | Sæunn Hrund Björnsdóttir | F636 |
Mjólkursamsalan ehf. | Kristján Helgason | Félag rafiðnaðarmanna á Suðurlandi |
Netkerfi og tölvur ehf. | Kristján Árnason | Rafiðnaðarfélag Norðurlands |
Norðurál Grundartangi ehf. | Frantz Adolph Pétursson | Félag Íslenskra rafvirkja |
Norðurorka hf. | Halldór Gauti Kárason | Rafiðnaðarfélag Norðurlands |
Nortek ehf. | Þórhallur Pálmason | Rafiðnaðarfélag Norðurlands |
Olíudreifing ehf. | Guðni Helgi Helgason | Félag Íslenskra rafvirkja |
Origo Lausnir ehf. | Hörður Bragason | Félag rafeindavirkja |
Orka náttúrunnar ohf. | Guðbjartur Ægir Ágústsson | Félag Íslenskra rafvirkja |
Orkuvirki ehf. | Andri Már Guðmundsson | Félag Íslenskra rafvirkja |
Póllinn ehf. | Júlía Björk Þórðardóttir | Félag Íslenskra rafvirkja |
Prentmet Oddi ehf. | Haraldur Örn Arnarson | Grafía |
Prentmet Oddi ehf. | Davíð Gunnarsson | Grafía |
Rafal ehf. | Valgeir Valgeirsson | Félag Íslenskra rafvirkja |
Rafeyri ehf. | Björn Fannar Hafsteinsson | Rafiðnaðarfélag Norðurlands |
Rafeyri ehf. | Snævar Már Gestsson | Rafiðnaðarfélag Norðurlands |
Rafholt ehf | Björk Thorlacius Viðarsdóttir | Félag Íslenskra rafvirkja |
Rafholt ehf | Arnar Stefánsson | Rafiðnaðarfélag Suðurnesja9 |
Rafmenn ehf. | Birgir Heiðar Sigurðsson | Rafiðnaðarfélag Norðurlands |
Raftákn ehf. | Elmar Arnarson | Rafiðnaðarfélag Norðurlands |
Raftaug ehf. | Bjarni E Haukdal Vilhjálmsson | Félag rafiðnaðarmanna á Suðurlandi |
Raftíðni ehf | Óli Hjörvar Kristmundsson | Félag Íslenskra rafvirkja |
Rarik ohf. | Leifur Bjarnason | Félag Íslenskra rafvirkja |
Rarik ohf. | Karl Matthías Helgason | Félag Íslenskra rafvirkja |
Reykjafell ehf. | Aðalsteinn Stefánsson | Félag Íslenskra rafvirkja |
Reykjavíkurborg | Davíð James Róbertsson Berman | Rafiðnaðarfélag Suðurnesja9 |
Ríkisútvarpið ohf. | Ragnar Eyþórsson | Félag tæknifólks |
Ríkisútvarpið ohf. | Vernharður Bjarnason | Félag rafeindavirkja |
Rio Tinto á Íslandi ehf. | Jakob Már Þorsteinsson | Félag Íslenskra rafvirkja |
Rio Tinto á Íslandi ehf. | Axel Kristinn Gunnarsson | Félag rafeindavirkja |
RST Net ehf. | Hlynur Örn Gestsson | Félag Íslenskra rafvirkja |
Securitas hf. | David Trevor Park | Félag Íslenskra rafvirkja |
Síminn hf. | Oddur Bogason | Félag Íslenskra rafvirkja |
Síminn hf. | Dimitar Nikolov Nikolov | Félag Íslenskra rafvirkjas |
Síminn hf. | Eyjólfur Ólafsson | Félag rafeindavirkja |
Síminn hf. | Hjörtur Jóhann Hróðmarsson | Félag rafeindavirkja |
Síminn hf. | Haraldur Örn Sturluson | F636 |
Stéttafélagið ehf. | Símon Ingi Alfreðsson | Félag Íslenskra rafvirkja |
Svansprent ehf. | Sigurþór Örn Guðmundsson | Grafía |
Sýn hf. | Sigurjón Guðni Ólason | Félag tæknifólks |
Sýn hf. | Þórður Heiðar Jónsson | Félag rafeindavirkja |
Sýn hf. | Hlynur Ingvi Samúelsson | Félag rafeindavirkja |
TDK Foil Iceland ehf. | Hlynur Tulinius | Rafiðnaðarfélag Norðurlands |
Teledyne Gavia ehf. | Steinþór Jakobsson | Félag rafeindavirkja |
Tengill ehf. | Trausti Hólmar Gunnarsson | Félag Íslenskra rafvirkja |
Tengill ehf. | Lárus Björn Halldórsson | Félag Íslenskra rafvirkja |
Tengill ehf. | Andrés Magnússon | Félag rafeindavirkja |
TG raf ehf. | Gunnar Gústav Logason | Rafiðnaðarfélag Suðurnesja9 |
Veitur ohf. | Jón Ingi Ontiveros | Félag Íslenskra rafvirkja |
Vörumerking ehf. | Slobodan Anic | Grafía |
Guðmundur Þór Gíslason | F434 | Árvirkinn ehf. |
Kristín V Valdimarsdóttir | F636 | Já hf. |
Óskar Þorsteinsson | F433 | Landsvirkjun |
Nína Karen Grétarsdóttir | F636 | Míla ehf. |
Sveinn Björgvin Larsson | F433 | Míla ehf. |
Helgi Marteinn Ingason | F433 | Rafholt ehf |
Guðmundur Rúnarsson Steinsen | F433 | Rio Tinto Alcan á Íslandi hf. |
Grétar Karl Arason | F636 | Síminn hf. |
Jón Hafsteinn Jóhannsson | F636 | Síminn hf. |