Jafnlaunastefna

Stefnuskjal

Tilgangur og gildissvið

Jafnlaunastefnan gildir fyrir allt starfsfólk sem gerður hefur verið ráðningarsamningur við.

Jafnlaunastefna

Rafiðnaðarsamband Íslands (RSÍ) skuldbindur sig til að greiða jöfn laun og sömu kjör fyrir jafnverðmæt störf og
sambærilega frammistöðu óháð kyni, kynþætti eða öðrum órökstuddum viðmiðum. Jafnlaunastefnan nær til alls
starfsfólks.

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á jafnlaunakerfi skrifstofu RSÍ þ.á m. jafnlaunastefnu. Framkvæmdastjóri er
jafnframt ábyrgur fyrir innleiðingu og viðhaldi jafnlaunakerfisins í samræmi við staðalinn ÍST 85.

Til að framfylgja jafnlaunastefnu skuldbindur RSÍ sig til að skjalfesta, innleiða, viðhalda og bæta stöðugt stjórnun
jafnlaunakerfisins í samræmi við kröfur staðalsins og ákvarða hvernig kröfur hans verða uppfylltar. RSÍ hefur
innleitt verklag og skilgreint viðmið við ákvörðun launa þar sem hver og einn fær greitt fyrir starf sitt út frá
verðmæti þess óháð kyni eða öðrum ómálefnalegum ástæðum.

Markmið RSÍ er að vera eftirsóttur vinnustaður og að allir hafi jöfn tækifæri í starfi.

Til þess að ná markmiði skuldbindur RSÍ sig til að:

  • Innleiða vottað jafnlaunakerfi sem byggist á jafnlaunastaðlinum ÍST 85, það skjalfest og því viðhaldið.
  • Framkvæma launagreiningu a.m.k. einu sinni á ári þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og
    athugað hvort mælist munur á launum og kynna helstu niðurstöður fyrir starfsfólki.
  • Bregðast við frávikum með stöðugum umbótum og eftirliti.
  • Gera innri úttekt og halda rýni stjórnenda árlega.
  • Fylgja viðeigandi lögum, reglum og kjarasamningum sem í gildi eru á hverjum tíma og staðfesta á fundi
    hlítni við lög.
  • Kynna stefnuna árlega fyrir starfsfólki RSÍ og skal stefnan einnig vera aðgengileg á ytri vef RSÍ.

Tilvísanir:
ÍST 85: 2012 – 4.1 Almennar kröfur
ÍST 85: 2012 – 4.2 Jafnlaunastefna
ÍST 85: 2012 – 4.3.2 Lagalegar kröfur og aðrar kröfur
ÍST 85: 2012 – 4.3.3 Markmið og áætlanir
ÍST 85: 2012 – 4.4.4 Skjalfesting
ÍST 85: 2012 – 4.5.3 Frábrigði, úrbætur og forvarnir
ÍST 85: 2012 – 4.5.5 Innri úttekt
ÍST 85: 2012 – 4.6 Rýni stjórnenda

Ritstjórn:
Kristján Þórður Snæbjarnarson
Sigrún Sigurðardóttir
Jakob Tryggvason

Síðustu breytingar og/eða athugasemdir