bordar 1300x400 0818. Þing Rafiðnaðarsambands Íslands sendir félögum sínum í verkslýðshreyfingunni baráttukveðjur í yfirstandandi kjaraviðræðum. Það er með öllu ólíðandi að sækja þurfi réttláta launaleiðréttingu með verkfallsaðgerðum. Verkföll eru og verða alltaf neyðarúrræði.

rafidnadarsambandid18. þing Rafiðnaðarsambands Íslands hófst í gær og stendur yfir til laugardags. Í dag var Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ, endurkjörinn til næstu fjögurra ára. Þó nokkur breyting verður á stjórnum RSÍ að þessu sinni og er miðstjórn skipuð með eftirfarandi hætti:

rafidnadarsambandid18. þing Rafiðnaðarsambands Íslands krefst þess að Samtök atvinnulífsins hefji viðræður af fullri alvöru við samninganefndir okkar um þær kröfur sem lagðar hafa verið fram í yfirstandandi viðræðum. Markmið rafiðnaðarmanna er að hækka dagvinnulaun á þann hátt að mögulegt sé að lifa mannsæmandi lífi án þess að vinna þá miklu yfirvinnu sem raun ber vitni.

rafidnadarsambandidFréttatilkynning frá Rafiðnaðarsambandi Íslands, MATVÍS, Samiðn, Grafíu - stéttarfélagi í prent- og miðlunargreinum, Félagi hársnyrtisveina og Félagi vélstjóra og málmtæknimanna

Fulltrúar ofangreindra stéttarfélaga og sambanda hafa á undanförnum vikum átt í viðræðum við SA um endurnýjun kjarasamninga.   Á fundi viðræðunefndar með fulltrúum SA  í dag  var niðurstaðan að það hefði ekki tilgang að halda viðræðum áfram þar sem þær hafi engu skilað og var viðræðum því slitið.

asiVísitala neysluverðs hækkar um 0,14% milli mánaða og stendur vísitalan í 427 stigum sem jafngildir 1,4% verðbólgu á ársgrundvelli. Verðbólga hefur þannig verið undir markmiði Seðlabankans frá því í febrúar á síðasta ári líkt og lesa má úr nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Helst er það þróun á húsnæðisliðnum sem ýtir undir verðbólgu um þessar mundir en sé horft framhjá áhrifum húsnæðisverðs hækkaði vísitala neysluverðs um 0,05% milli mánaða sem jafngildir verðhjöðnun um 0,1%.

rafidnadarsambandidKæru félagar,

Gleðilegan baráttudag okkar launafólks!

Í dag er vert að renna yfir baráttusvið okkar launafólks og reyna að leggja mat á stöðu þeirrar kjarabaráttu sem við höfum staðið í á undanförnum mánuðum, árum og ekki síður áratugum. Við höfum í sameiningu gengið í gegnum súrt og sætt í okkar stéttarbaráttu. Okkur er boðið upp á eitt óstöðugasta hagkerfi sem þekkist í þróuðum vestrænum löndum. Okkur er sagt að við eigum að sætta okkur við það sem okkur er skammtað enda sé það miklu meira en nóg. Ef við ætlum okkur að taka meira til okkar þá sé ekkert annað í stöðunni en að taka það af okkur aftur eftir öðrum leiðum.

1mai15 1300x400 NY

Jöfnuður býr til betra samfélag

Kl.13:00  Safnast saman á Hlemmi

Kl.13:30  Gangan leggur af stað
                Lúðrasveit verkalýðsins og
                Lúðrasveitin Svanur
                spila í göngunni og á
                Ingólfstorgi

Kl. 14:10  Fundarstjóri Þórarinn Eyfjörð setur fundinn
                Gradualekór Langholtskirkju syngur
                Árni Stefán Jónsson formaðru SFR heldur ræðu
                Ljótikór syngur
                Hilmar Harðarson formaður Samiðnar heldur ræðu
                Reykjavíkurdætur syngja
                Kórar og fundarmenn syngja Maístjörnuna
                "Internationallinn" sunginn og leikinn
                Ræður er táknmálstúlkaðar
                Hulda Halldórsdóttir syngur á táknmáli með kórnum

Kl. 15:00  Hvatningarorð fundarstjóra
                frá aðstandendum fundarins

Kaffi á Stórhöfða 27. að fundi loknum.

(gengið inn að neðanverðu)

bordar 1300x400 05Á morgun, miðvikudag, verður haldinn annar fundur hjá Ríkissáttasemjara vegna kjaradeilu RSÍ og iðnaðarmannafélaganna. Síðasti fundur skilaði engum árangri en ákváðu aðilar að skoða ýmis málefni á milli funda og þreifa á því hvort einhver flötur væri á því að skoða málefni er snúa að vinnutíma, starfsþróun og slíkum atriðum. Sú vinna er í gangi en ekki ljóst hvort hún muni skila einhverju inn í samningana að þessu sinni.

rafis bordar 1300x400 04Í umræðuþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun var sorglegt að hlusta á umræðu þeirra viðmælenda sem þar voru. Margrét Kristmannsdóttir, fyrrv. varaformaður SA, var í spjalli við Sigurjón M. Egilsson. Til umræðu var sú flókna staða sem er á vinnumarkaði um þessar mundir. Gríðarleg reiði er á meðal íslensks launafólks vegna þeirrar auknu misskiptingar sem fær að þróast áfram hér á landi. Þeir ríku verða ríkari og þeir fátækari verða fátækari.

rafidnadarsambandidDagana 7. - 9. maí næstkomandi verður 18. þing Rafiðnaðarsambands Íslands haldið í Reykjavík. Á þingum RSÍ er hefð fyrir því að veita tvo til þrjá veglega styrki til góðra málefna.

Undirflokkar

whiteRafræn leynileg atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls er hafin meðal félagsmanna í aðildarfélögum Rafiðnaðarsambands Íslands sem starfa á almennum kjarasamningi RSÍ og Samtaka atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslur standa einnig yfir í öðrum félögum iðnaðarmanna.

Félagsmenn eru spurðir hvort þeir vilji að boðað verði allsherjarverkfall sem standi frá miðnætti aðfararnótt 10. júní til miðnættis að kvöldi 16. júní 2015 og til ótímabundins allsherjarverkfalls frá miðnætti aðfararnótt 24. ágúst 2015. Verkfall mun eingöngu koma til framkvæmda ef þörf krefur og ef kjarasamningar hafa ekki verið undirritaðir. Atkvæðagreiðslu lýkur þann 1. júní kl. 10.

Þeir félagsmenn sem starfa á almenna samningnum fá bréf sent heim til sín með upplýsingum um atkvæðagreiðsluna og kóða sem þeir geta notað til þess að greiða atkvæði. Fái einhver ekki bréf sem telur sig eiga rétt á að kjósa er hægt að hafa samband við skrifstofu RSÍ.

Rafiðnaðarsamband Íslands hvetur félagsmenn eindregið til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og sýna hug sinn í verki. Góð þátttaka og góð samstaða sendir mikilvæg skipaboð að samningaborðinu. Við viljum að íslenskur vinnumarkaður verði samkeppnishæfur við Norðurlöndin og að fólk geti lifað mannsæmandi fjölskyldulífi af dagvinnulaunum. Með því að nýta samtakamáttinn getum við náð markmiðum okkar og fengið sanngjarnar kjarabætur.

Hér má nálagast ýmsar upplýsingar um kjaraviðræður 2015.

Hér er hlekkur á kosningasíðu.          

Tökum öll þátt í atkvæðagreiðslunni!

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?