Nú er hátíð að ganga í garð og allt lítur út fyrir það að landsmenn allir fái hvít jól. Starfsmenn RSÍ senda félagsmönnum og fjölskyldum þeirra okkar bestu jólakveðjur.
Opnunartími Skrifstofu RSÍ verður sem hér segir yfir hátíðarnar:
Jólakjötið hefur hækkað um allt að 41% síðan í fyrra
Verð á jólamat hefur hækkað um tugi prósenta á milli ára. Þegar bornar eru saman verðkannanirnar sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í desember 2010 og desember 2011, koma í ljós miklar hækkanir í öllum vöruflokkum. Verð á reyktu kjöti hefur t.d. hækkað um allt að 41% í sumum verslunum.
Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðkönnun á jólamat í 7 matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu sl. mánudag. Kannað var verð á 72 algengum matvörum sem verða á borðum landsmanna yfir jólahátíðina. Bónus var með lægsta verðið í 42 tilvikum af 72. Samkaup-Úrval var með hæsta verðið í 35 tilvikum af 72, en Hagkaup var með hæsta verðið í 33 tilvikum. Flestar vörurnar sem skoðaðar voru í könnuninni voru fáanlegar í verslunum Hagkaups eða í 69 tilvikum af 72 og í Fjarðarkaupum 68. Fæstar vörurnar voru fáanlegar hjá Nóatúni eða aðeins 52 af 72 og í Bónus 53. Verslanirnar Víðir og Kostur neituðu þátttöku í könnun verðlagseftirlitsins.
Örlítið dregur úr atvinnuleysi á meðal félagsmanna okkar á milli mánaða en í nóvember mánuði voru 124 félagsmenn skráðir í virkri atvinnuleit, í október voru þeir 129. Í febrúar á þessu ári voru þeir hins vegar 174. Hlutfall atvinnuleitenda er því rétt um 2,5% í rafiðnaði. Skiptingu á milli aðildarfélaga má sjá hér:
Miðstjórn RSÍ hafnar fortakslaust þeirri aðferðarfræði sem ríkisstjórnin hyggst beita við fjármögnun ríkissjóðs með þeim hætti að skattleggja hreinar eignir samtryggingar lífeyrissjóða. Fjármunir lífeyrissjóða er eign sjóðsfélaga en ekki lífeyrissjóða, þeim ber að ávaxta þá fjármuni sem sjóðsfélagar leggja í sjóðina.
Jólaball Rafiðnaðarsambands Íslands 2011 verður haldið í Gullhömrum, Þjóðhildar stíg 2, sunnudaginn 18. desember kl. 14-16.
Nokkuð hefur dregið úr atvinnuleysi á meðal félagsmanna okkar en í októbermánuði voru 129 félagsmenn skráðir í virkri atvinnuleit. Í febrúar á þessu ári voru þeir hins vegar 174. Skiptingu á milli aðildarfélaga má sjá hér: