Í þeim tilfellum þar sem taxtarnir eru að hækka meira en launaþróunartryggingin þá gildir hækkun taxtanna.
Verkfæragjald rafvirkja er 6,0% af tímakaupi í dagvinnu frá 1. apríl 2020 og greiðist sama fjárhæð fyrir alla unna tíma. Orlofslaun eru greidd á verkfæragjald. Tilgreina skal verkfæragjald sérstaklega á launaseðli.
Já það kemur skýrt fram í kjarasamningnum að orlof greiðist á öll laun rafiðnaðarmanna. Þar segir nákvæmlega “Orlofslaun skulu vera 10,17% af öllu kaupi, hvort sem er fyrir dagvinnu, yfirvinnu eða öðrum launum.”
ATH! Mismunandi orlofsprósenta á við um eftir ávinnslu starfsmanns.
Starfsmaður sem unnið hefur í 5 ár í sömu starfsgrein á rétt á orlofi í 25 virka daga og orlofslaunum sem nema 10,64%.
Starfsmaður sem unnið hefur í 10 ár í sömu starfsgrein á rétt á orlofi í 27 virka daga og orlofslaunum sem nema 11,59%.
Starfsmaður sem unnið hefur í 5 ár í sama fyrirtæki á rétt á orlofi í 28 virka daga og orlofslaunum sem nema 12,07%.
Starfsmaður sem unnið hefur í 10 ár í sama fyrirtæki á rétt á orlofi í 30 virka daga og orlofslaunum sem nema 13,04%.
Starfsmaður sem öðlast hefur aukinn orlofsrétt vegna starfs hjá sama vinnuveitanda öðlast hann að nýju hjá nýjum vinnuveitanda eftir þriggja ára starf, enda hafi rétturinn verið sannreyndur.
Námstími iðnnema í fyrirtæki telst til vinnu í starfsgrein eða til vinnu innan sama fyrirtækis.
Já, verkfæragjaldið greiðist ofan á dagvinnu og yfirvinnu.
Nei, vinnuveitandi þarf að semja sérstaklega við starfsmann um að breyta fyrirkomulaginu. Rafiðnaðarsveinn þarf að samþykkja þá breytingu.
Launahækkun getur verið mjög mismunandi og fer eftir því hversu há laun viðkomandi er með. Félagsmönnum RSÍ er bent á launareiknivél þar sem mögulegt er að slá inn tímakaup eða mánaðarlaun til að finna út launahækkun viðkomandi. Launareiknivélin byggir á töflu hér að neðan.
Launahækkunin gildir frá 1. maí 2015 og því þarf að gera upp síðustu tvo mánuði, maí og júní, miðað við þessar hækkanir. Júlímánuður greiðist með hækkun einnig!
Laun frá |
laun til |
Hækkun |
0 |
300.000 |
7,2% |
300.001 |
310.000 |
7,1% |
310.001 |
320.000 |
7,0% |
320.001 |
330.000 |
6,9% |
330.001 |
340.000 |
6,8% |
340.001 |
350.000 |
6,8% |
350.001 |
360.000 |
6,7% |
360.001 |
370.000 |
6,6% |
370.001 |
380.000 |
6,5% |
380.001 |
390.000 |
6,4% |
390.001 |
400.000 |
6,3% |
400.001 |
410.000 |
6,2% |
410.001 |
420.000 |
6,1% |
420.001 |
430.000 |
6,1% |
430.001 |
440.000 |
6,0% |
440.001 |
450.000 |
5,9% |
450.001 |
460.000 |
5,8% |
460.001 |
470.000 |
5,7% |
470.001 |
480.000 |
5,6% |
480.001 |
490.000 |
5,5% |
490.001 |
500.000 |
5,4% |
500.001 |
510.000 |
5,4% |
510.001 |
520.000 |
5,3% |
520.001 |
530.000 |
5,2% |
530.001 |
540.000 |
5,1% |
540.001 |
550.000 |
5,0% |
550.001 |
560.000 |
4,9% |
560.001 |
570.000 |
4,8% |
570.001 |
580.000 |
4,7% |
580.001 |
590.000 |
4,7% |
590.001 |
600.000 |
4,6% |
600.001 |
610.000 |
4,5% |
610.001 |
620.000 |
4,4% |
620.001 |
630.000 |
4,3% |
630.001 |
640.000 |
4,2% |
640.001 |
650.000 |
4,1% |
650.001 |
660.000 |
4,0% |
660.001 |
670.000 |
4,0% |
670.001 |
680.000 |
3,9% |
680.001 |
690.000 |
3,8% |
690.001 |
700.000 |
3,7% |
700.001 |
710.000 |
3,6% |
710.001 |
720.000 |
3,5% |
720.001 |
730.000 |
3,4% |
730.001 |
740.000 |
3,3% |
740.001 |
750.000 |
3,3% |
750.001 |
760.000 |
3,2% |
Laun fyrir ofan 750.001 kr hækka um 3,2% að hámarki sem og lágmarki.
Nei, það má ekki draga hækkun vegna sveinsbréfs eða hækkana í fyrirtækja- eða vinnustaðasamningum frá launaþróunartryggingu.
Frá og með 1. maí 2016 fellur ákvæði um greiðslu orlofs- og desemberuppbóta jafnharðan út úr kjarasamningnum. Ákveðið var að gera ekki sérstaka launatöflu vegna þessa núna en ljóst er að fyrirtækin geta ekki haldið áfram að greiða þetta með þessum hætti eftir 1. maí 2016.
Launahækkunin gildir frá 1. maí 2015 og þurfa fyrirtækin að gera síðustu mánuði upp frá þessum tíma.
Það er nauðsynlegt að reikna hvern starfsmann út miðað við unninn tíma, fjölda yfirvinnutíma og aðrar þær greiðslur sem ber að greiða honum. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að það sé greitt út sem ein greiðsla en óheimilt er að greiða þetta sem orlofs- og/eða desemberuppbót sökum þess að það ber að greiða orlof af þessari hækkun eins og öðrum launum.
Tímakaup er margfaldað með 173,33 og þá færðu út mánaðarlaun fyrir dagvinnu.
Tímakaup * 173,33 = mánaðarlaun
Þú deilir mánaðarlaunum í 173,33 hluta og þá færðu tímakaupið.
Mánaðarlaun / 173,33 = tímakaup
Taxtar nr. 10 - 30 eru taxtar sem mikið eru notaðir úti á vinnumarkaði og vísa mjög mörg fyrirtæki í ákveðna taxta í ráðningarsamningum starfsmanna. Þetta auðveldar fyrirtækinu og starfsmönnum að halda launamálum í röð og reglu.
Þessir taxtar sem skilgreindir eru og eru skýrðir út t.d. eins og “Rafiðnaðarsveinn - byrjunarlaun” eru lágmarkslaun á Íslandi fyrir þá sem hafa lokið sveinsprófi í rafiðngrein. Óheimilt er að greiða starfsmönnum sem uppfylla þessi skilyrði lægri laun en taxtinn segir til um.
Einnig eru sérstök lágmarkslaun fyrir rafiðnaðarsveina eftir 1 ár, 3 ár, 5 ár.
Þessu til viðbótar er til taxti fyrir 5 ára rafiðnaðarsvein sem hefur meistararéttindi.
Að auki eru taxtar fyrir rafiðnfræðinga, byrjunarlaun, eftir 1 ár, eftir 3 ár og eftir 5 ár.
Uppfylli starfsmaður umrædd menntunarskilyrði er ÓHEIMILT að greiða lægri laun! Þetta á við um sama hvort starfsmaður sé ráðinn á föstum mánaðarlaunum eða í tímavinnu.
Já, það þurfa ÖLL fyrirtæki að hækka laun sinna starfsmanna í samræmi við kjarasamninga sama hvort launin séu há eða lág.
Séu launin á lágmarkslaunum eða lágmarkstaxtar hækki upp fyrir launin þá þarf viðkomandi að hækka um þá prósentu eða fara upp í lágmarkstaxtann.
Já það er verið að hækka taxta rafiðnaðarmanna sérstaklega og færa þá nær greiddu kaupi! Þeir sem eru á lægstu laununum fá því sérstaka hækkun. Verkfæragjald bætist síðan ofan á taxtana!
Yfirvinna reiknast sem 1,0385% af mánaðarlaunum fyrir fulla dagvinnu og hækkar því í samræmi við dagvinnuna.
Ef þú færð greitt tímakaup þá margfaldar þú tímakaupið með 173,33 og finnur síðan 1,0385% af mánaðarlaunum.
Mánaðarlaun * 0,010385 = yfirvinnukaup
Einnig er hægt að finna yfirvinnukaup út frá tímakaupinu
Tímakaup * 173,33 * 0,010385 = yfirvinnukaup
Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér. | |
Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur? Samþykkja |