Fræðsla

Fjölbreyttir valkostir í fræðslumálum
Rafiðnaðarmenn hafa byggt upp og rekið fjölbreytt og umfangsmikið endurmenntunarkerfi, allt frá árinu 1975. Félagsmenn í Rafiðnaðarsambandinu eru aðilar að starfsmenntasjóðum sem samið hefur verið um í kjarasamningum.


                                                                          RAFMENNT
                                                        Reglur um styrki til félagsmanna

Rafmennt2

Reglur um styrki til framhaldsnáms eru fyrir einstaklinga sem vilja styrkja þekkingu og færni sína í starfi. Einnig eru styrkirnir til undirbúnings eða upphafs framhaldsnáms. Einkum er styrkt nám sem leiðir til viðurkenndra námseininga.

Upphæðir styrkja eru 140.000.- á tólf mánaða tímabili til hvers félagsmanns. Stjórn RAFMENNTAR endurskoðar úthlutunarreglur árlega.

Um styrkina gilda eftirfarandi reglur:

1.  Rétt til styrks frá RAFMENNT eiga þeir einir sem greitt hefur verið af til Menntasjóðs rafiðnaðarins síðustu 12            mánuði (eða 18 mánuði af síðustu 24 mánuðum).

2.  Nám á eftirtöldum sviðum eru styrkt:

  •  Nám í stærðfræði sem eru viðbót við framhaldsskólanám og geta talist til undirbúnings háskólanáms eða eru á     háskólastigi.
  •  Framhaldsnám á sviði raungreina, eðlis- og efnafræði sem eru viðbót við framhaldsskólanám og geta talist til undirbúnings háskólanáms eða eru á háskólastigi.
  • Nám til sveinsprófs í rafiðngreinum í kvöldskóla
  • Tungumálanám til undirbúnings háskólanáms og talist geta á háskólastigi.
  • Upphafsnám á brautum á háskólastigi.
  • Annað nám sem veitir réttindi og/eða styrkir félagsmann í störfum sínum.
  • Viðurkennd námskeið í fagnámi sem ekki eru haldin hjá RAFMENNT.

3.  Styrkur verður í formi niðurgreiðslu á þátttökugjöldum. Styrkur getur ekki numið hærri upphæð en helmingi kostnaðar.

4.  Ekki verða veittir styrkir til sambærilegs náms eða námskeiðs og er í boði hjá RAFMENNT.

5.  Heimilt er að veita styrki til að sækja sérhæfð fagnámskeið erlendis á sviðum sem ekki eru í boði innanlands. Upphæð styrks skal miðuð við ferða- og námskeiðskostnað en getur þó ekki numið hærri fjárhæð en 140.000 kr.

6.  Sótt er um styrki á mínum síðum á rafis.is og þeim skal fylgja greinargerð um námið sem umsækjandi hyggst sækja. Í greinargerðinni komi fram, um hvað námið fjalli, námslengd, námsgjöld og hvar og hvenær nám fer fram.

7.  Styrkjum er úthlutað mánaðarlega. Umsóknir skulu hafa borist a.m.k mánuði fyrr.

8.  Styrkþegi skal framvísa fullnægjandi staðfestingu á skráningu og greiðslu námskeiðsgjalds áður en styrkur fæst greiddur.

Stjórn Menntasjóðs rafiðnaðarins ákveður heildarfjárhæð sem er til ráðstöfunar vegna einstaklingsstyrkja á hverju ári.

Þessar reglur gilda frá 1. janúar 2022

Samþykkt á stjórnarfundi RAFMENNTAR 25. janúar 2022

Reglur um ferðastyrki eru hér og einnig hnappur til að senda inn fyrirspurn (smella hér)

 

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?