Um RSÍ

16_thing

Rafiðnaðarsamband Íslands er landssamband stéttarfélaga rafiðnaðarmanna. RSÍ var stofnað árið 1970 af 400 félagsmönnum. Í dag er heildarfjöldi félagsmanna um 6.300 sem skiptast í 8 aðildarfélög. Fjölmennastir eru rafvirkjar eða um 2.550, þá rafeindavirkjar um 700, símamenn eru um 500, tæknimenn í rafiðnaði eru um 1.650, prent- og miðlunargreinar 900, kvikmyndagerðarmenn um 35.

Sambandið er starfsgreinasamband sem í eru allir launþegar sem starfa í rafiðnaðargeiranum, hvort sem þeir hafa löggilt sveinspróf eða ekki. Allur félagslegur rekstur er í höndum sambandsins ásamt umsjón eigna, sjóða og gerð kjarasamninga. Starfsemi sambandsins felst í að gæta hagsmuna félagsmanna og fjölskyldna þeirra, bæði gagnvart atvinnurekendum og stjórnvöldum.

Formaður og jafnframt framkvæmdastjóri RSÍ er Kristján Þórður Snæbjarnarson. Dagleg stjórnun er í höndum framkvæmdastjóra í nánu samráði við framkvæmdastjórn. Þar sitja auk formanns, Margrét Halldóra Arnarsdóttir varaform, Jakob Tryggvason gjaldkeri, Finnur Víkingsson ritari, Hörður Bragason meðstjónandi, Georg Páll Skúlason meðstjónandi, Guðrún S. Bergþórsdóttir meðstjórnandi, Steinar Guðjónsson meðstjórnandi og Jón Óskar Gunnlaugsson meðstjórnandi.  Í miðstjórn sitja auk framkvæmdastjórnar 22 einstaklingar. Miðstjórn RSÍ er æðsta vald sambandsins milli ársfunda og hittist að jafnaði 10 sinnum á ári.

Launakannanir Gallup fyrir RSÍ

Upplýsingar um skilagreinar launagreiðanda

Afhverju er ég í RSÍ ?

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?