12 10. 2014
- Ítarupplýsingar

Hlutverk VIRK - Starfsendurhæfingarsjóðs:
VIRK mótar, samþættir og hefur eftirlit með þjónustu á sviði starfsendurhæfingar sem miðar markvisst að atvinnuþátttöku einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa.
Um VIRK - Starfsendurhæfingarsjóð gilda lög um atvinnutengda starfsendurhæfingu og starfsemi starfsendurhæfingarsjóða nr. 60/2012.
Framtíðarsýn VIRK til 2020:
- VIRK hefur í samstarfi við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir skilað samfélagslegum ávinningi þar sem dregið hefur verulega úr nýgengi á örorku.
- VIRK byggir á gagnreyndri þekkingu, rannsóknum og reynslu sem tryggir samþætta, árangursríka og örugga þjónustu á sviði starfsendurhæfingar
- VIRK hefur í samvinnu við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir unnið að því að ryðja úr vegi hindrunum gegn aukinni atvinnuþátttöku einstaklinga með skerta starfsgetu
- VIRK er virt þekkingarsetur og er leiðandi í rannsóknum og þróun á sviði starfsendurhæfingar
Hér er að finna nánari upplýsingar: