Í Miðdal er glæsilegt tjaldsvæði með góðu þjónustuhúsi með salernis- og sturtuaðstöðu. Gott leiksvæði er við tjaldsvæðið þar sem eru leiktæki fyrir börn; ærslabelgur, körfuboltavöllur og minigolf.
Verðskrá fyrir tjaldstæði sumarið 2021
Sumarið 2020 er nauðsynlegt að bóka tjaldstæði fyrirfram, áður en komið er á svæðið. Þetta er gert á orlofshúsavef RSÍ. Vegna Covid-19 og smithættu er nauðsynlegt að grípa til takmarkana á ýmsum þáttum á tjaldsvæðum RSÍ. Aðstæður geta breyst og því þurfa félagar að fylgjast með reglum á svæðunum.
Gisting | Verð | |
Félagsmaður | 4.200 kr. | helgin pr. tjaldeiningu með rafmagni |
Nóttin virka daga | 2.100 kr. | nóttin hvern virkan dag pr. tjaldeiningu |
Gestir félagsmanns | ||
Gestur félagsmanns | 6.200 kr. | helgin pr. tjaldeiningu með rafmagni |
Nóttin virka daga | 3.100 kr. | nóttin hvern virkan dag pr. tjaldeiningu |
Verðskrá þessi gildir jafnt fyrir tjöld, tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla.
Þegar tjaldsvæði er bókað fyrir gesti á orlofsvef er greitt sama gjald og um félagsmann sé að ræða. Viðbótargjald greiðist hjá umsjónarmanni við komu.