Orlofssvæðið á Skógarnesi við Apavatn Upplýsingar um veður (smella hér)
Svæðið er eingöngu ætlað félagsmönnum Rafiðnaðarsambandsins og gestum þeirra. Gildir það jafnt um tjaldsvæðið og orlofshúsin.
Sjá yfirlitsmynd af tjaldsvæði
Á Skógarnesi við Apavatn er eitt glæsilegasta orlofssvæði landsins. Svæðið er í eigu Rafiðnaðarsambands Íslands.
Uppbygging svæðisins hefur staðið yfir undanfarin ár og er sífellt að breytast.
Úrdráttur úr reglum tjaldsvæðisins á Skógarnesi:
Verðlisti á tjaldstæðið sumarið 2021
Sumarið 2021 er nauðsynlegt að bóka tjaldstæði fyrirfram, áður en komið er á svæðið. Þetta er gert á orlofshúsavef RSÍ. Vegna Covid-19 og smithættu er nauðsynlegt að grípa til takmarkana á ýmsum þáttum á tjaldsvæðum RSÍ. Aðstæður geta breyst og því þurfa félagar að fylgjast með reglum á svæðunum.
Gisting | Verð | |
Félagsmaður | 4.200 kr. | helgin pr. einingu með rafmagni |
Nóttin virka daga | 2.100 kr. | nóttin hvern virkan dag pr. einingu |
Gestir félagsmanns | ||
Gestur félagsmanns | 6.200 kr. | helgin pr. einingu með rafmagni |
Nóttin virka daga | 3.100 kr. | nóttin hvern virkan dag pr. einingu |
Verðskrá þessi gildir jafnt fyrir tjöld, tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla.
Þegar tjaldsvæði er bókað fyrir gesti á orlofsvef er greitt sama gjald og um félagsmann sé að ræða. Viðbótargjald greiðist hjá umsjónarmanni við komu.
Á svæðinu er glæsilegt og skjólgott tjaldsvæði búið öllum þeim þægindum sem hægt er að bjóða á tjaldsvæði s.s.
snyrtingar, sturtur, gasgrill, útivaskar undir þaki, þvottaaðstaða, heitt og kalt vatn, leiktæki, körfu, fótboltavellir, púttvöllur og 9 holu par 3 golfvöllur, 100fm blöðru-trambólin ofl. ofl.
Í ljósi aðstæðna í samfélaginu vegna Covid-19 verður að svo stöddu ekki boðið upp á sameiginlega grillaðstöðu, frisbí diska og golfkylfur. Verði breyting þar á munum við að sjálfsögðu auglýsa það.
Veiði er leyfð í vatninu frá bökkum þess og allt að 60 faðma frá landi.
Hægt verður að fá lánaða báta í byrjun júní leyfi aðstæður í samfélaginu það vegna Covid-19.
Tjaldsvæðið er opið frá hvítasunnu og út september ár hvert, fer þó eftir veðri og frosti í jörðu á vorin.
Nokkur ummæli félagsmanna:
„ Við fjölskyldan erum helst um hverja helgi á tjaldsvæðinu sem ég fullyrði að er það besta á landinu"
„Frábært svæði, krakkarnir vilja ekki fara annað í útilegu og helst um hverja helgi"
„Aðstaðan er glæsileg þarna, maður fyllist stolti að vera hluti af þessu"
Olofshúsin á svæðinu eru 15 talsins og í þremur stærðum, 270fm, 90fm og 55fm.
Öll húsin eru glæsileg með svefnplássi frá 5 til 10 manns.
Í „Stóra húsinu" eru 6 svefnherbergi með svefnplássi fyrir 28 manns í rúmum.
Orðaleikur Skógarnesi
Svör:
Þúfa
Æði margir auðlegð af mér reyttu.
Seppunum ég þjóna þótti.
Þúfnabani á mig sótti.
Fé-þúfa
Hunda-þúfa
Tún-þúfa
Bjór
Mér er oft úr hálsi í hálsa helt, því miður.
Að elta mig var áður siður.
Í ólar var ég ristur niður.
Flösku-bjór
Skinn-bjór
Leður/sel-bjór
Borð
Á mig er raðað mönnum hér af mörgum stéttum.
Salt ég verð af sjávarskvettum.
Svigna undan dýrum réttum.
Tafl-borð
Fjöru-borð
Matar-borð
Gámur
Með hina og aðra hluti milli hafna fer ég.
Matinn ört að munni ber ég.
Meðal jólasveina er ég.
Flutninga-gámur
Matar-gámur
Skyr-gámur
Stöng
Ég á merki allra þjóða uppi að bera.
Stökkmenn oft ég upp get hafið.
Ég er býli úr rústum grafið.
Fána-stöng
Stangarstökks-stöng
Eyðibýlið-stöng
Teinn
Um mig snældur öðru hvoru eru að snúast.
Ég varð góða Baldri að bana.
Úr brúnni skamma ég hásetana.
Snældu-teinn
Mistil-teinn
Kaf-teinn
Hryggur
Hér og hvar um hálendið er hægt að sjá mig.
Í Staðarsveit þú um mig ekur.
Á mér í sauðarbaki tekur.
Fjalls-hryggur
Öldu-hryggur
Sauðar(spjald)-hryggur
Tröð
Mig hefur nagað fjöldi fjár og fótum troðið.
Ég var leið frá hliði að hlaði.
Hjá þér veld ég svitabaði.
Fjár (ör)-tröð
Heimreiðar-tröð
Mar-tröð
Grind
Vatnsföturnar voru mér til vinstri og hægri.
Í heimreiðum ég hlýt að vera.
Hold þitt verð ég allt að bera.
Vatnsburðar-grind
Hlið-grind
Beina-grind
Bjarg
Ég er veiðiaðferð, sem ótta vekur.
Að frændum dreg ég forða og vinum.
Frægur bær í Miðfirðinum.
Bjarg-sig
Bjarg-vættur
Bærinn - Bjarg