Félagsmálaskóli alþýðu

08 31. 2015

Félagsmálaskóli alþýðu

FA logo
Félagsmálaskóli alþýðu er starfræktur af Alþýðusambandi Íslands og BSRB. MFA, Menningar- og fræðslusamband alþýðu, fer með rekstur og málefni skólans. Hlutverk hans er að auka þekkingu talsmanna stéttarfélaga og efla þá í starfi til þess að þeir séu betur í stakk búnir að vinna að bættum lífskjörum launafólks.

Skólanefnd Félagsmálaskóla alþýðu ber ábyrgð á rekstri skólans ásamt skólastjóra. Félagsmálaskólinn fær framlag úr ríkissjóði til reksturs skólans.

Markmið MFA er að bjóða uppá fræðslu og námskeið sem styrkja talsmenn í starfi til að þeir séu betur í stakk búnir að takast á við kröfur sem gerðar eru og stöðugar breytingar í samfélaginu. Lögð er áhersla á að námsframboð miðist við þarfir og aðstæður félaga hverju sinni. MFA býður upp á ráðgjöf og þarfagreiningu fyrir einstök félög og geta stéttarfélögin þannig nýtt sér námskeið og fræðslu til að móta starf og stefnu. Í samráði við þarfir félaga er hægt að þróa námskeið og námsefni.

Námsframboð Félagsmálaskólans má sjá hér.

Félagsmálaskólinn býður upp á námskeið fyrir:

  • Trúnaðarmenn
  • Stjórnarmenn
  • Starfsfólk stéttarfélaga

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?