Mannvirkjastofnun hefur látið útbúa upplýsingarit um slys af völdum rafmagns. Ritið var unnið í góðu samstarfi við
hagsmunaaðila á rafmagnssviði, þ.e. Samorku, Rafiðnaðarsamband Íslands og Samtök rafverktaka. Ritið er ætlað
fagmönnum sem starfa á rafmagnssviði og inniheldur almennar upplýsingar um rafmagnsslys og rétt viðbrögð við þeim.
Ritið má nálgast hér.
Einnig eru í ritinu leiðbeiningar um skráningu rafmagnsslysa. Ef um vinnuslys er að ræða þá þarf að tilkynna það
til Vinnueftirlitsins en öll rafmagnsslys skal tilkynna til Mannvirkjastofnunar. Hægt er að tilkynna um
rafmagnsslys hér á heimasíðu Mannvirkjastofnunar.