Laun undirverktaka

05 20. 2009

Laun undirverktaka

Undirverktaki, launaverktaki – ertu að semja af þér? Veistu hvernig heildarlaunakostnaður skiptist?

Útborguð laun starfsmanns 100
Það sem vinnuveitandi heldur eftir af launum starfsmanns
Tryggingargjald + lágm.slysatr. 5,44% 105,44
Ábyrgðartrygging  + iðnaðarmálagj. 1,4% 106,92
Veikindi og slys 3,1% 110.23
Löghelgir frídagar 4,3% 114,97
Desember og orlofsuppbót 4,1% 119,68
Til stéttarfélags
Eftirmenntunarsjóður 1% 120,87
Sjúkrasjóður 1% 122,06
Orlofssjóður 0,25% 122,35
Mótframlag í séreignarsjóð  2% 124,79
Til lífeyrissjóðs 8% 134,57
Inn á orlofsreikning 11,59% 150,16

(Þessu til viðbótar greiðir launþegi félagsgjald til stéttarfélags og hluti launþega í lífeyrissjóð)

Lágmarkslaun undirverktaka

Landslög segja að ekki megi greiða lægri laun en lágmarkskjör löglega gerðs kjarasamnings segja til um. Þá gildir einu hvort viðkomandi launamaður sé í verkalýðsfélagi eða ekki. Sama gildir um vinnuveitanda það skiptir engu hvort hann sé í samtökum vinnuveitenda eða ekki.

Ef umsamin lágmarkslaun eru td kr. 1.000 í dagvinnulaun þá mega kjör undirverktaka ekki vera lægri en 50.16% hærri eða kr. 1.501.60 á tímann í dagvinnu, ef þau eru lægri þá er hann að glata réttindum.

Til viðbótar við þá upphæð vantar álag vegna umsýslu, uppsagnarfrests og dauðs tíma.

  • Umsýsla er hluti álagningar sem vinnuveitandi fær vegna þess tíma sem hann ver í að ganga frá launaseðlum og gera upp launatengd gjöld.
  • Álag vegna uppsagnarfrests er misjafnt. Hann er eftir lengd uppsagnarfrests og vitanlega fer einnig eftir atvinnuástandi í viðkomandi starfsgrein.
  • Dauðan tíma er erfitt að meta til ákveðinnar upphæðar, hér spilar inn atvinnuástand og eðli vinnunnar. Þeir sem eru í þjónustu við tiltekin tæki þurfa oft að bíða einhvern tíma milli verkefna.
  • Verðmæti veikindaréttar og slysaréttar er ákaflega misjafnt
  • Undirverktakar glata forgangsrétti sínum við gjaldþrot
  • Afsölum okkur þeim réttindum sem íslenskir launamenn eru búnir að ávinna sér í fórnfúsri baráttu með löngum verkföllum

Að lokum má minn á að rétt er að athuga hvernig virðisaukaskattur er færður  og hvernig launakostnaður er færður í bókhaldi gagnvart skattyfirvöldum.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?