Ákvæðisvinna

05 20. 2009

Ákvæðisvinnustofa Rafiðna

RSÍ og SART hafa gert samning um að alla vinnu við nýlagnir skuli vinna í ákvæðisvinnu. Félögin standa að rekstri Ákvæðisvinnustofu Rafiðna sem sér um uppgjör á verkum  unnum samkvæmt ákvæðistaxtanum. Ákvæðistaxtinn hefur skilað töluverðum bónus til rafiðnaðarmanna í gegnum árin, auk þess að verkkaupar hafa með notkun taxtans góða tryggingu fyrir verði og gæðum raflagnarinnar. 

Árið 2004 var ákvæðisvinnugrundvöllurin tekinn í notkun á miðlægu kerfi þar sem rafvirkjar og rafverktakar hafa aðgang að. Þetta var gert til að auðveldara væri með allar uppfærslur sem snúa að ákvæðistaxtanum. Þetta hefur gefið góða raun og æ fleiri hafa notfært sér það.


Þeir sem hafa áhuga fyrir að fá aðgang að forritinu geta snúið sér til starfsmanns ákvæðisvinnustofu í síma 853-3383, póstfang andri@ar.is.  Heimasíða ákvæðisvinnustofu er www.ar.is. Aðsetur er að Stórhöfði 27, þriðja hæð. Þá hafa verið haldnir stuttir kynningarfundir hjá Rafmennt um ákvæðisvinnuforritið og taxtann og hafa margir rafverktakar og sveinar nýtt sér það. Þeir sem hafa áhuga á því geta því snúið sér til ofangreinds með því að hringja eða senda tölvupóst. Þetta er rafiðnaðarmönnum innan RSÍ og SART  að sjálfsögðu að kostnaðarlausu.

Ath.!!
Einingarverð ákvæðisvinnugrunns er 716,28  þann 1.janúar 2022

Einingarverð ákvæðisvinnugrunns er 683,3  þann 1.janúar 2021

Ákvæðisgrundvöllur rafiðna


Ákvæðisvinnunefnd rafiðna

 

Frá RSÍ: 
Oddur Bogason
Tómas Tómasson

Til vara: Sigurður Freyr Kristinsson

 

Frá SART: 
Sigurður Svavarsson 
Kristbjörn Óli

Til vara: Guðjón Guðmundsson

 

Framkvæmdastjóri Ákvæðisvinnustofu: 
Andri Reyr Haraldsson



Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?