loegfraeeingurinn

09 14. 2010

Hæg þróun

Forsvarsmenn tæknifyrirtækja hafa margir því yfir að fyrirtækin séu nauðbeygð til að flytja starfsemi sína af landi brott. Ástæðan séu óstöðugur gjaldmiðill og háir vextir.

 Mörg svæði í öðrum löndum bjóða fyrirtækjunum margskonar ívilnanir, vilji þau flytja starfsemi sína þangað. Aðrar þjóðir og þá helst ákveðin svæði, ganga langt fram í því að laða til sín hátæknifyrirtæki og skapa þeim aðlaðandi umhverfi. Þetta vantar hér á landi. Íslensk stjórnvöld verða að taka frumkvæði og taka á þessu verkefni af metnaði.

Íslendingar hafa varið svipuðu hlutfalli og aðrar þjóðir í rannsóknir. Meðal hinna norðurlandanna er verið að auka rannsóknarfé og styðja betur við hátækniiðnaðinn. Einnig verðum við að styðja enn betur við háskólana og þá sérstaklega starfstengt framhaldsnám. T.d. ræða Danir það nú að stighækka á næstu árum það hlutfall sem rennur til rannsókna og nær tvöfalda það árið 2015.

En hér heima hverfa erlend fyrirtæki frá vegna vandræðagangs í stjórnsýslunni. Það tekur mánuði jafnvel ár að fá niðurstöður frá skipulagsnefndum og samningum milli sveitarfélaga, eins og við sjáum svo glögglega þessa dagana á Suðurnesjum. Sama á við um skattgreiðslur og skil á virðisauka. Þetta er ekkert nýtt þetta hefur komið margoft fyrir á undanförnum árum. Vinnumarkaðurinn getur ekki búið við sérlausnum stjórnmálamenna byggðum á einhverjum prinsippum án tillits til heildarhagsmuna. Grundvöllur leikreglna verður að vera öguð og skýr stefna.

Undanfarin misseri hefur okkur verið gert að horfa á eftir góðum fyrirtækjum sem eiga langa sögu í íslensku atvinnulífi. Þar voru að verki frumkvöðlar sem með mörgum góðum starfsmönnum hafa á undanförnum árum lagt á sig aukna vinnu og lægri laun til þess að komast í gegnum byrjunarerfiðleika fyrirtækjanna. Þessi fyrirtæki vilja vera áfram hérna, en ástandið hér heima er þeim óbærilegt.

Vaxandi fjöldi rafiðnaðarmanna er að horfa á eftir störfum sínum fluttum til annarra landa. Þeir hafa tekið þátt í að byggja þessi fyrirtæki upp. Rafiðnaðargeirinn og samtök rafiðnaðarmanna hafa varið hundruðum milljónum króna á hverju ári til þess að bæta menntunarstig íslenskra rafiðnaðarmanna. Í þessu fólki er fólgin gífurlegur auður fyrir íslenskt atvinnulíf. Þetta fólk skiptir sköpum við að skapa íslenskum fyrirtækjum samkeppnishæft umhverfi.

En nú stendur þetta fólk í vaxandi mæli frammi fyrir því að verða að velja á milli atvinnuleysis, lágt launaðra starfa, eða fylgja fyrirtækjunum erlendis, eins og mörgum þeirra stendur til boða. Það er verið að eyðileggja áratuga umfangsmikið og kostnaðarsamt uppbyggingarstarf.

Á undanförnum 2 árum hafa verið stofnuð með stuðningi Nýsköpunarstofnunar um 80 ný sprotafyrirtæki og þau eru í dag með um 400 manns í vinnu. Íslensk fyrirtæki stríða við svo miklar sveiflur í sínum rekstri að þau eru undirseld þeirri stefnu sem stjórnvöld hafa fylgt að bíða eftir næstu innspýtingu sem hafa verið mannaflsfrekar framkvæmdir.

Er okkar björg fólgin í því að verða með svo skert mannorð að við fáum ekki lán erlendis frá? Í þeirri stöðu að verða að fara að huga að alvöru lausnum, sem eru að setja niður stöðugan gjaldmiðil, viðráðanlega vexti, þannig að við gætum skapað verðmæti eins og annað fólk með því að gera hlutina aðeins betur en næsti maður. Það er nefnilega undirstaða viðskiptahugmyndar og eðlilegrar uppbyggingar atvinnulífs ásamt hugmyndum sem skapa 3 - 20 manns atvinnu þar sem unnið er að því að skapa verðmæti.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?