Varmahlíð í Skagafirði og Furulundur 8N á Akureyri laus um helgina 18. - 21. febrúar 2022.
Húsið á Skúlagötu 23. í Stykkishólmi er laust helgina 25.- 28. febrúar næstkomandi.
Á föstudaginn opnaði sameiginleg móttaka fyrir öll aðildarfélög og aðildarsambönd að Húsi Fagfélaganna að Stórhöfða 29 – 31.
Með þessu skrefi er stigið enn stærra skref til að auka samvinnu í iðnaðarsamfélaginu að Stórhöfða. Markmiðið er að auka enn betur þjónustu við félagsmenn þeirra félaga og sambanda sem eiga aðild að Húsi Fagfélaganna. Að sama skapi er þessi aukna samvinna liður í því að tryggja að rödd iðnaðarsamfélagsins heyrist enn frekar í samfélaginu.
Að Húsi Fagfélaganna standa:
· Rafiðnaðarsamband Íslands
· VM – Félag vélstjóra og málmiðnaðarmanna
· Byggiðn – Félag byggingamanna
· Félag iðn- og tæknigreina (FIT)
· Samiðn – Samband iðnðfélaga
· MATVÍS
Hér má sjá formenn þeirra sem eiga aðild að Húsi fagfélaganna klippa á borða í tilefni dagsins:
Á myndinni eru frá vinstri Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður RSÍ, Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður VM, Finnbjörn A. Hermannsson formaður Byggiðnar, Hilmar Harðarson formaður FIT og Óskar H. Gunnarsson formaður MATVÍS.
Miðstjórn Rafiðnaðarsambands Íslands harmar þá ákvörðun Seðlabanka Íslands að grípa til óhóflegrar hækkunar á stýrivöxtum bankans. Hærri vextir munu hafa verulega neikvæð áhrif á kjör launafólks. Ljóst er að há verðbólga er fyrst og fremst tilkomin vegna tveggja meginþátta. Mikil hækkun fasteignaverðs hér á landi vegur þungt í verðbólgumælingum auk þess sem tímabundin hækkun olíu og hrávöruverðs. Útlit er fyrir að næstu mánuði muni innflutt verðbólga verða enn meiri þar sem möguleg áhrif verðhækkana eru ekki komin fram.
Það verður að verja heimilin fyrir þessum áföllum. Fyrstu kaupendur hafa þurft að kaupa fasteignir háu verði, skuldsetning er því mjög mikil. Þessi hópur er sérstaklega viðkvæmur fyrir sveiflum á vaxtakjörum og tryggja þarf að hann lendi ekki í greiðsluerfiðleikum við þessar aðstæður. Þar þurfa markaðsaðilar, bankar og lífeyrissjóðir, að stíga inn og tryggja að vaxtahækkun Seðlabanka Íslands lendi ekki á lántökum af fullum krafti.
Fréttir undanfarna daga af gríðarlegum hagnaði bankanna sýnir og sannar að það er borð fyrir báru hjá þeim til þess að draga úr okri gagnvart viðskiptavinum. Það sama má segja um lífeyrissjóðina, ávöxtun á árinu 2021 var góð þriðja árið í röð, samkvæmt Landssamtökum lífeyrissjóða. Á sama tíma hafa lífeyrissjóðir jafnframt hækkað vaxtaálög á sjóðsfélaga sína til að vega upp á móti lágum stýrivöxtum. Nú hljóta þeir sjóðir sem þetta hafa gert að stíga til baka með þær óeðlilegu hækkanir enda um einu öruggustu fjárfestingu að ræða fyrir lífeyrissjóðina.
Miðstjórn RSÍ skorar á lífeyrissjóðina okkar sem og bankana að hækka ekki vaxtakjör á fasteignalánum sjóðsfélaga og viðskiptavina sinna.
Miðstjórn RSÍ skorar á Ríkisstjórn Íslands að bregðast við stöðunni af festu og sanngirni. Styðja þarf við fasteignaeigendur t.d. með upptöku vaxtabóta. Verja þarf leigjendur og tryggja aukinn húsaleigustuðning og öryggi með langtímaleigusamningum. Taka þarf á skortstöðu á fasteignamarkaði. Setja þarf upp raunverulegar girðingar til að tryggja að fagfjárfestar kaupi ekki upp þær fáu íbúðir sem byggðar hafa verið á undanförnum árum án þess að koma þeim í leigu á markaði.
Miðstjórn RSÍ hvetur Seðlabanka Íslands til þess að leita raunverulegra leiða til að stemma stigu við hækkun verðbólgu. Gömlu kreddurnar og hótanir um hækkun stýrivaxta án þess að taka á vandamálum mun ekki duga til í dag frekar en á síðustu tveimur áratugum. Hærra vaxtastig eykur rekstrarkostnað heimila og fyrirtækja og eykur þar með þörf til að auka tekjur.
Stjórn FÍR vill minna á framboðsfrest sem er til kl 16:00 15. febrúar. Skila þarf framboði til kjörstjórnar á skrifstofu RSÍ.
Í kjöri eru sæti formanns, ritara, meðstjórnanda og níu sæti í trúnaðarráði samanber grein 24 í lögum FÍR. Öllum fullgildum félagsmönnum er frjálst að bjóða sig framm áður en framboðsfrestur rennur út og eru öll framboð einstaklings framboð samanber grein 36 í lögum FÍR. (nánar smella hér)