Fréttir frá 2022

02 15. 2022

Sameiginleg móttaka 2F

2F 1300 x 400

Á föstudaginn opnaði sameiginleg móttaka fyrir öll aðildarfélög og aðildarsambönd að Húsi Fagfélaganna að Stórhöfða 29 – 31.

Með þessu skrefi er stigið enn stærra skref til að auka samvinnu í iðnaðarsamfélaginu að Stórhöfða. Markmiðið er að auka enn betur þjónustu við félagsmenn þeirra félaga og sambanda sem eiga aðild að Húsi Fagfélaganna. Að sama skapi er þessi aukna samvinna liður í því að tryggja að rödd iðnaðarsamfélagsins heyrist enn frekar í samfélaginu.

Að Húsi Fagfélaganna standa:

·         Rafiðnaðarsamband Íslands

·         VM – Félag vélstjóra og málmiðnaðarmanna

·         Byggiðn – Félag byggingamanna

·         Félag iðn- og tæknigreina (FIT)

·         Samiðn – Samband iðnðfélaga

·         MATVÍS

 

Hér má sjá formenn þeirra sem eiga aðild að Húsi fagfélaganna klippa á borða í tilefni dagsins:

klippt 2f small

Á myndinni eru frá vinstri Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður RSÍ, Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður VM, Finnbjörn A. Hermannsson formaður Byggiðnar, Hilmar Harðarson formaður FIT og Óskar H. Gunnarsson formaður MATVÍS.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?