Samanburður milli ára – konfekt og kaffi hækka um tugi prósenta
Verð á jólamat hefur hækkað nokkuð í verði síðan í desember 2013 í flestum verslunum. Þó má finn all nokkur dæmi um verðlækkanir. Verslanirnar Bónus, Víðir og Samkaup-Úrval hafa frekar lækkað verð en hækkað. Hjá Nettó, Iceland og Fjarðarkaup hefur verð frekar hækkað en lækkað.
Í næstu viku verður haldið áfram með fundarferð um landið. Bæst hefur í fundaráætlun okkar en fundur verður á Höfn í Hornafirði á mánudag. Hvetjum við félagsmenn til þess að fjölmenna á fundina. Þeir fundir sem eftir eru eru listaðir hér upp. Við bendum þó á að við munum mögulega bæta við fleiri fundum.
Eins og undanfarin ár geta atvinnulausir félagsmenn, er greiða reglulega félagsgjald af atvinnuleysisbótum og halda óskertum áunnum réttindum sínum, sótt um styrk fyrir jólin.
Styrkur þessi er óháður öðrum styrkjum.
Jólastyrkur 2014 er kr. 19.200 fyrir félagsmanninn, auk þess kr. 19.200 með hverju barni undir 18 ára aldri og eru sannanlega á framfæri félagsmanns, þ.e. eiga sama lögheimili.
Hámarks upphæð Jólastyrksins er kr. 59.047 (frítekjumark Vinnumálastofnunar)