Fréttir frá 2014

11 19. 2014

Jólastyrkur fyrir atvinnulausa 2014

jolahvadEins og undanfarin ár geta atvinnulausir félagsmenn, er greiða reglulega félagsgjald af atvinnuleysisbótum og halda óskertum áunnum réttindum sínum, sótt um styrk fyrir jólin.
Styrkur þessi er óháður öðrum styrkjum.
Jólastyrkur 2014 er kr. 19.200 fyrir félagsmanninn, auk þess kr. 19.200 með hverju barni undir 18 ára aldri og eru sannanlega á framfæri félagsmanns, þ.e. eiga sama lögheimili.
Hámarks upphæð Jólastyrksins er kr. 59.047 (frítekjumark Vinnumálastofnunar)


Reglur um Jólastyrk 2014

  • Að félagsmaður hafi verið án atvinnu undangengna 6 mánuði.
  • Að félagsmaður hafi greitt félagsgjald af fullum atvinnuleysisbótum.
  • Að félagsmaður hafið verið fullgreiðandi félagsmaður í 12 mánuði fyrir atvinnumissi.

Skila verður inn umsóknum eigi síðar en 15.desember 2014
Styrkurinn verður greiddur út 20.desember 2014
Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu rafis.is undir : Styrkir/Umsóknir og eyðublöð (smella hér)

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?