Nú nýverið tilkynnti Landsnet að verðskrá fyrirtækisins mun hækka um 9% til almennings en um 20% til stórnotenda. Hækkun sem þessi skilar sér í hækkun á þeirri raforku sem heimili landsins kaupa og mun sá þáttur raforkunnar sem snýr að flutningi hækka um 9%. Þetta hefur jafnframt þau áhrif að verðbólga mun aukast og þar með þurfa heimili landsins öll, sama hvort sem vextir eru verðtryggðir eða óverðtryggðir, að greiða hærri vexti af lánum sínum.
Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðsamanburð á ferskum fiskafurðum í 21 fiskbúð og verslunum sem eru með fiskborð, víðsvegar um landið sl. mánudag. Kannað var verð á 24 algengum fiskafurðum, sem oft eru á borðum landsmanna. Algengast var að verðmunurinn á hæsta og lægsta verði væri á milli 40-60%. Melabúðin, Fiskbúðin Höfðabakka og Samkaup-Úrval neituðu þátttöku í könnuninni.
Algengar bökunarvörur hækka um allt að 20% milli ára.
Þær bökunarvörur sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á þann 13. nóvember sl. hafa hækkað í verði frá sambærilegri könnun sem gerð var í
nóvember í fyrra hjá Bónus, Krónunni, Nettó, Fjarðarkaupum, Hagkaupum og Nóatúni. Áberandi eru miklar verðhækkanir í öllum vöruflokkum hjá
öllum verslunum. Vinsæl bökunarvara eins og Ljóma smjörlíki hefur hækkað um 12-18%, Pillsbury hveiti hefur hækkað um 8-20% og Dr. Oetker
rauð kokteilber hafa hækkað um 7-22%.