Fréttir frá 2012

12 28. 2012

Skoðanakönnun vegna endurskoðunar kjarasamninga

Logo RSÍ 2Síðastliðinn föstudag var send út rafræn skoðanakönnun, í tölvupósti, þar sem félagsmenn eru spurðir út í afstöðu þeirra gagnvart endurskoðun kjarasamninganna og viðbrögðum í framhaldinu. Póstlisti RSÍ hefur að geyma stærstan hluta tölvupóstfanga félagsmanna RSÍ en þó ekki allra.

Því hvetjum við þá félagsmenn sem ekki hafa fengið sendan tölvupóst frá Rafiðnaðarsambandi Íslands, föstudag eða laugardag, að skrá niður upplýsingar í skráningarform sem birtist þegar smellt er á hlekkinn hér að neðan. Skráningin verður yfirfarin og komi í ljós að viðkomandi hafi ekki fengið sendan tölvupóst úr kerfinu þá verður viðkomandi í kjölfarið skráður inn í skoðanakannanakerfið og getur þá tekið afstöðu til þessara spurninga.

Við hvetjum félagsmenn okkar til þess að svara þessari könnun og koma þar með skoðun sinni á framfæri!

Smelltu hér og skráðu þig!

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?