Á fundi miðstjórnar og samninganefnda Rafiðnaðarsambands Íslands þann 14. janúar 2010 var fjallað um rafmagnsöryggismál á fyrrum varnarsvæði á Keflavíkurflugvelli.

Oft er þannig til orða tekið að það sé við verkalýðshreyfinguna að sakast að laun að séu lág.

Verkalýðshreyfingin semur ekki við sjálfa sig. Hún semur við samtök atvinnurekenda eða við einstök fyrirtæki. Ég hef aldrei upplifað það að samningamenn verkalýðshreyfingarinnar standi í samningaherbergjum og segi; "Nei nú er nóg komið af launahækkunum.

Enn hefur risið upp umræða um staka frídaga og þegar rauðir dagar á svörtum lenda inn á öðrum rauðum dögum.

Um þetta hefur verið fjallað í kröfugerðum rafiðnaðarmanna undanfarin tvo áratugi og er þar enn. Þar er lagt til að fimmtudagsfrídagarnir á sumardaginn fyrsta og uppstigningardag verið færðir að helgi í júni sem er næst 17 júní, jafnframt að tekið verði upp frí á aðfangadagsmorgun.

Fyrir liggur eitt erfiðasta ár íslendinga, mikill niðurskurður og í undirbúningi eru kjarasamningar fyrir alla launamenn.

Á fundi miðstjórnar í gær fimmtud.9. des. með stjórnarmönnum og trúnaðarmönnum var farið yfir stöðuna í undirbúningi vegna kjaraviðræðna.

Fjöldi skráðra fækkar í nóvember eftir að þeim fjölgaði töluvert í september. Atvinnuleysi er nú tæplega 3% meðal rafiðnaðarmanna.  Margt bendir til þess að skráðum muni fjölga aftur og spár gera ráð fyrir svipuðu ástandi og í fyrra.

Þeir félagsmenn sem hyggjast sækja um styrki sem afgreiðast eiga á árinu 2010 þurfa að skila inn umsóknum ásamt kvittunum eigi síðar en  10 desember n.k. Ekki er hægt að ábyrgjast afgreiðslu og skráningu inná árið 2010 á því sem berst eftir  10.desember.

Styrkirnir verða greiddir út 23.desember.


Það hefur verið í tísku undanfarið að ráðast að starfsmönnum stéttarfélaga, bera á þá alls konar sakir.

Trúnaðarmenn eru hryggbeinið í starfsemi stéttarfélaga, tenging stjórna og starfsmanna viðkomandi stéttarfélags við vinnustaðina. Trúnaðarmannaráðstefnur eru lifandi og bráðfjörugir fundir, þar er tekist á um stefnur og málefni. Það sem gerir þá svo sérstaka er að þar eru samankomnir einstaklingar sem hafa mjög góða þekkingu á þeim málum sem til umræðu eru og hafa þjálfun í því að koma skoðun sinni á framfæri.

Capacent hefur kannað laun og vinnutíma rafiðnaðarmanna í september undanfarin ár.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?