Fréttir frá 2010

11 14. 2010

Launakönnun 2010

Capacent hefur kannað laun og vinnutíma rafiðnaðarmanna í september undanfarin ár.

 

Úrtak nú var 1200 félagsmenn. 593 svöruðu eða 51%. 505 karlar og 88 konur, sem samsvarar vel kynjaskiptingu innan sambandsins.

 

Menntun og staða á vinnumarkaði

18% félagsmanna er með minni menntun en iðnnám. 67% hafa lokið iðnnámi. 16% hafa lokið háskólanámi.

 

84% eru fastráðnir, 6% eru í vinnu og námi, 3% í námi, 3% eru atvinnulausir, 1,4% eru á uppsagnarfresti og 1% á reynslutíma..

 

Meðalvinnutími er 180 klst. á mánuði

Fer lækkandi var 199 klst. á mánuði árið 2006 hjá þeim sem eru í fullu starfi, var 181 klst. árið 2009.

 

Yfirvinnutímar voru að meðaltali 20 klst. á mánuði hjá þeim sem eru í fullu starfi, var 22 klst. 2009.

 

Meðalyfirvinnutímar                2006     2007     2008     2009     2010

Rafvirkja                                   48 klst  39 klst  50 klst  25 klst  22 klst

Rafeindavirkja                         35 klst  24 klst  30 klst  20 klst  18 klst

Tæknifólk                                 30 klst  36 klst  45 klst  20 klst  17 klst

Símamenn                              30 klst  17 klst  20 klst  11 klst  11 klst

 

Meðalheildarmánaðarlaun rafiðnaðarmanna eru 447.950 kr.

Voru 438.690 kr. í sept. 2009 og hafa því hækkað um 2.1%.

 

Meðalheildarmánaðarlaun

Tímabil             sept. 2006        ágúst 2007       sept. 2008        sept. 2009        sept.2010    hækkun

Rafeindav.       390 þús. kr       474 þús. kr.      474 þús. kr.      468 þús. kr.      490 þús. kr.    4,7%

Rafvirkjar          429 þús. kr.      436 þús. kr.      492 þús. kr.      476 þús. kr.      478 þús. kr.    0,4%

Símamenn      313 þús. kr.      344 þús. kr.      374 þús. kr.      365 þús. kr.      366 þús. kr.    0,3%

Tæknifólk         326 þús. kr.      417 þús. kr.      447 þús. kr.      406 þús. kr.      431 þús. kr.    6,1%

 

Meðaldaglaun (regluleg laun) rafiðnaðarmanna eru 361.243 kr.

Voru 347.772 kr. sept. 2009 og hafa því hækkað um 3,9%. Regluleg laun eru föst laun sem greidd eru fyrir 40 dagvinnutíma, utan bónus, álags eða yfirvinnu.

 

Regluleg laun

Tímabil             sept. 2006        ágúst 2007       sept. 2008        sept. 2009        sept. 2010   hækkun

Rafeindav.        308 þús. kr.      403 þús. kr.      399 þús. kr.      397 þús. kr.      398 þús. kr.    0,3%

Rafvirkjar          285 þús. kr.      303 þús. kr.      321 þús. kr.      344 þús. kr.      346 þús. kr.    0,6%

Símamenn      279 þús. kr.      320 þús. kr.      346 þús. kr.      337 þús. kr.      331 þús. kr.   -1,8%

Tæknifólk         274 þús. kr.      309 þús. kr.      340 þús. kr.      348 þús. kr.      371 þús. kr.    6,6%

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?