Fréttir frá 2010

01 6. 2011

Jónsmessuorlof

Enn hefur risið upp umræða um staka frídaga og þegar rauðir dagar á svörtum lenda inn á öðrum rauðum dögum.

Um þetta hefur verið fjallað í kröfugerðum rafiðnaðarmanna undanfarin tvo áratugi og er þar enn. Þar er lagt til að fimmtudagsfrídagarnir á sumardaginn fyrsta og uppstigningardag verið færðir að helgi í júni sem er næst 17 júní, jafnframt að tekið verði upp frí á aðfangadagsmorgun.

 

Í allmörgum löndum er fyrir margt löngu búið að flytja alla staka frídaga að helgum. T.d. er fyrsti vinnudagur á nýju ári oft frídagur, vegna þess að hátíðardagar hafa lent á laugardegi eða sunnudegi. Sumir halda því fram að hér séu mun fleiri frídagar en í öðrum löndum, það er alrangt, þeir eru í mörgum tilfellum færri hér á landi.

 

Það er ekki síður áhugamál fyrirtækja að taka upp þetta fyrirkomulag. Í mörgum iðnfyrirtækjum þarf að taka saman að lokinni vinnuviku, þrífa vélar og keyra þær niður. Stakur vinnudagur á föstudegi er þessum fyrirtækjum ákaflega óhagstæður. Keyra vélar upp til þess að vinna stuttan tíma og byrja svo að keyra þær niður aftur um hádegi. Sama á við um fyrirtæki sem þurfa að senda starfsmenn langt út á örkina til verkefna. Stakir frídagar eru þeim ákaflega óheppilegir og dýrir.

Miðvikud

Fimmtud

Föstud

Laugard

Sunnud

Mánud

Þriðjud

1.

 

17. júní

Frídagur

Frídagur

 

2.

 

 

17. júní

 

 

Frídagur

 

3.

 

 

Frídagur

17. júní

 

Frídagur

 

4.

 

 

Frídagur

 

17. júní

Frídagur

 

5.

 

 

Frídagur

 

 

17. júní

 

6.

 

 

Frídagur

 

 

Frídagur

17. júní

7.

17. júní

Frídagur

Frídagur

 

 

Frídagur

 

 

  • 1. 17. lendir á fimmtudag.
  • 2. 17. lendir á föstudag, tekur bara uppstigningardag út. Starfsmaður á inni einn dag
  • 3. 17. lendir á laugardag
  • 4. 17. lendir á sunnudag
  • 5. 17. lendir á mánudag og tekur bara uppstigningardag út. Starfsmaður á inni 2 daga.
  • 6. 17. lendir á þriðjudag.
  • 7. 17. lendir á miðvikudag. Starfsmaður á inni 1 dag.

 

Ef tekið væri inn í dæmið frí á aðfangadögum kæmu fyrirtækin út með 2 og hálfan dag í mínus. En á móti má benda á hagræðið, auk þess að 17. júní er 2 daga inn á helgardögum, þannig að það jafnast út. SA hefur bent á nýgerða danska kjarasamninga sem fyrirmynd, þar var samið um frí á aðfangadagsmorgun.

 

Ef uppstigningardagur og sumardagurinn fyrsti væru fluttir að 17. júní, væri hægt mynda góða helgi fyrir fjölskyldur í lok skólaárs. Það fyrirkomuleg gefur umtalsverðar fjárhæðir inn í hagkerfið með aukinni ferðamennsku.

 

Sama á við um aðfangadag og staka frídaga mörg fyrirtæki gefa frí eða starfsmenn tilkynna einhverskonar fjarveru. Þar sem þetta er ekki síður hagstætt fyrirkomulag fyrir fyrirtækin er ekki óeðlilegt að leggja til að til þess að jafna upp stöðuna að setja inn í þetta dæmi frí á aðfangadögum.

 

Þetta kerfi gengur upp á 7 árum og er fyrirtækjum og launamönnum til hagsbóta og samfélaginu öllu.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?