Fréttir frá 2015

05 8. 2015

Ályktun um kjaraviðræður

rafidnadarsambandid18. þing Rafiðnaðarsambands Íslands krefst þess að Samtök atvinnulífsins hefji viðræður af fullri alvöru við samninganefndir okkar um þær kröfur sem lagðar hafa verið fram í yfirstandandi viðræðum. Markmið rafiðnaðarmanna er að hækka dagvinnulaun á þann hátt að mögulegt sé að lifa mannsæmandi lífi án þess að vinna þá miklu yfirvinnu sem raun ber vitni.

Kröfur rafiðnaðarmanna miða að því að framleiðni fyrirtækja aukist samhliða hækkun dagvinnulauna. Með þeim hætti má koma í veg fyrir að þjóðin missi tök á verðbólgu hér á landi. Með aukinni verðmætasköpun er þetta mögulegt en svo virðist sem að Samtök atvinnulífsins hafi lítinn áhuga á því að vinna að gerð kjarasamninga sem geti tryggt okkur bætta stöðu með lágri verðbólgu.

#MannsaemandiLaun2015!

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?