bordar 1300x400 08Kosningu um verkfallsboðun hjá aðildarfélögum RSÍ vegna kjarasamnings Rafiðnaðarsambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins og Samtaka rafverktaka lauk kl. 10 í dag, 1. júní. Verkfall var samþykkt í öllum aðildarfélögum sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni.

Niðurstöður voru eftirfarandi:

Félag íslenskra rafvirkja:

Á kjörskrá voru alls 1119 og greiddu 602 atkvæði eða 53,79%

Já sögðu 463 eða 76,91%
Nei sögðu 129 eða 21,43%
Auðir seðlar voru 10 eða 1,66%
Ógildir seðlar voru engir.

Félag tæknifólks í rafiðnaði:

Á kjörskrá voru alls 925 og greiddu 368 atkvæði eða 39,78%

Já sögðu 266 eða 72,28%
Nei sögðu 91 eða 24,73%
Auðir seðlar voru 11 eða 2,99%
Ógildir seðlar voru engir.

Félag rafeindavirkja:

Á kjörskrá voru alls 483 og greiddu 265 atkvæði eða 54,87%

Já sögðu 170 eða 64,15%
Nei sögðu 84 eða 31,70%
Auðir seðlar voru 11 eða 4,15%
Ógildir seðlar voru engir.

Rafiðnaðarfélag Norðurlands:

Á kjörskrá voru alls 129 og greiddu 77 atkvæði eða 59,69%

Já sögðu 68 eða 88,31%
Nei sögðu 7 eða 9,09%
Auðir seðlar voru 2 eða 2,60%
Ógildir seðlar voru engir.

Rafiðnaðarfélag Suðurnesja:

Á kjörskrá voru alls 82 og greiddu 56 atkvæði eða 68,29%

Já sögðu 42 eða 75,00%
Nei sögðu 11 eða 19,64%
Auðir seðlar voru 3 eða 5,36%
Ógildir seðlar voru engir.

Félag rafiðnaðarmanna á Suðurlandi:

Á kjörskrá voru alls 57 og greiddu 31 atkvæði eða 54,38%

Já sögðu 26 eða 83,87%
Nei sögðu 4 eða 12,90%
Auður seðill var 1 eða 3,23%
Ógildir seðlar voru engir.

Samþykkt var að boða til verkfalla í öllum stéttarfélögunum, annars vegar frá aðfararnótt 10. júní til miðnætti 16. júní og hins vegar ótímabundnu verkfalli frá miðnætti 24. ágúst nk.
Náist ekki ásættanlegur árangur í viðræðum við atvinnurekendur á næstu dögum, koma framangreind verkföll til framkvæmda.

Hér má nálgast niðurstöður með myndrænum hætti.(smellið hér)

bordar 1300x400 01

Fréttatilkynning frá iðnaðarmannafélögunum mánudaginn 1. júní 2015 vegna allsherjaratkvæðagreiðslu um verkfallsheimild

Félög iðnaðarmanna sem eru með samstarf við endurnýjun á almenna kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins, MATVÍS, Grafía/FBM, VM, aðildarfélög Samiðnar , Félag hársnyrtisveina og aðildarfélög RSÍ viðhöfðu allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sinna um heimild til verkfallsboðunar.

Atkvæðagreiðslunni lauk í dag kl. 10.00.

Kosningarnar náðu til 10.499 félagsmanna í 25 stéttarfélögum og var kosningaþátttakan 44.6%

Samþykkt var að boða til verkfalla í öllum stéttarfélögunum sem hæfust 10. júní með tímabundnu verkfalli og ótímabundnu verkfalli 24. ágúst nk.

Já sögðu 75,1%
Nei sögðu 22,1%
Þeir sem ekki tóku afstöðu 2,8%

Heimild til verkfallsboðunar var því samþykkt með miklum meirihluta atkvæða og náist ekki ásættanlegur árangur í viðræðum við atvinnurekendur á næstu dögum, koma framangreind verkföll til framkvæmda.

rafidnadarsambandidFélög iðnaðarmanna, MATVÍS, Grafía/FBM, VM, Samiðn, Félag hársnyrtisveina og RSÍ sem eru með samstarf við endurnýjun kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins, vilja koma á framfæri að þau telji að kjarasamningar sem voru undirritaðir voru síðastliðinn föstudag komi ekki nægjanlega til móts við framlagðar kröfur og hefur því sáttasemjari boðað til fundar n.k þriðjudag .

Nú stendur yfir atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna um heimild til verkfallsboðunar og lýkur henni kl. 10:00 n.k mánudag

bordar 1300x400 10

Á námskeiðinu verða unnin nokkur verkefni sem þjálfa þátttakendur í vönduðum vinnubrögðum er tengjast rafmagni.
Kenndar verða lóðningar, búið verður til fjöltengi, kló sett á fatningu, tvær rafeindarásir verða gerðar og einnig
verða gerðar tilraunir með rafmagn. Þátttakendur fá síðan að eiga allt sem þeir búa til.

Nánari uppýsingar: (smella hér)

bordar 1300x400 02

Ert þú búin að kjósa?

Minnum á kosningu um verkfallsboðun

Nánari upplýsingar á www.1mai.is

Baráttukveðjur,
Rafiðnaðarsamband Íslands og aðildarfélög

 
 
 
 
© 2015 Fréttabréf Rafiðnaðarsambands Íslands, Allur réttur áskilinn.

orlofslogÍ dag og á morgun, föstudag, verður unnið að viðgerð á vegi út á Skógarnes við Apavatn. Búast má við einhverjum töfum á umferð vegna þessa en vonumst við til þess að viðgerð verði lokið áður en umferð fer að aukast seinni partinn. Hvetjum við félagsmenn til þess að sýna þolinmæði og fara varlega um svo öryggi starfsmanna og annarra vegfarenda verði ekki ógnað.

Rafiðnaðarsamband ÍslandsRafræn leynileg atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls er hafin meðal félagsmanna í aðildarfélögum Rafiðnaðarsambands Íslands sem starfa á almennum kjarasamningi RSÍ og Samtaka atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslur standa einnig yfir í öðrum félögum iðnaðarmanna.

Félagsmenn eru spurðir hvort þeir vilji að boðað verði allsherjarverkfall sem standi frá miðnætti aðfararnótt 10. júní til miðnættis að kvöldi 16. júní 2015 og til ótímabundins allsherjarverkfalls frá miðnætti aðfararnótt 24. ágúst 2015. Verkfall mun eingöngu koma til framkvæmda ef þörf krefur og ef kjarasamningar hafa ekki verið undirritaðir. Atkvæðagreiðslu lýkur þann 1. júní kl. 10.

Þeir félagsmenn sem starfa á almenna samningnum fá bréf sent heim til sín með upplýsingum um atkvæðagreiðsluna og kóða sem þeir geta notað til þess að greiða atkvæði. Fái einhver ekki bréf sem telur sig eiga rétt á að kjósa er hægt að hafa samband við skrifstofu RSÍ.

Rafiðnaðarsamband Íslands hvetur félagsmenn eindregið til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og sýna hug sinn í verki. Góð þátttaka og góð samstaða sendir mikilvæg skipaboð að samningaborðinu. Við viljum að íslenskur vinnumarkaður verði samkeppnishæfur við Norðurlöndin og að fólk geti lifað mannsæmandi fjölskyldulífi af dagvinnulaunum. Með því að nýta samtakamáttinn getum við náð markmiðum okkar og fengið sanngjarnar kjarabætur.

Hér má nálagast ýmsar upplýsingar um kjaraviðræður 2015.

Hér er hlekkur á kosningasíðu.         

Tökum öll þátt í atkvæðagreiðslunni!

bordi 1300x400 heldriferd 2015

Heldri-félaga ferðin í ár verður þann 24. júní.

Farið verður kl.10:00 frá Stórhöfða 31. 

Ekið verður sem leið liggur til Skóga undir Eyjafjöllum.
Þar verður meðal annars snæddur hádegisverður.
Áætlaður komutími til baka er um kl.18:00.

Félagar tilkynnið þátttöku í síma 580 5201 í síðasta lagi föstudaginn 19.júní.

 

rafidnadarsambandidEftirtalin félög og sambönd iðnaðarmanna hafa ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um vinnustöðvun: VM- Félag vélstjóra og málmtæknimanna, Samiðn, MATVÍS, Rafiðnaðarsamband Íslands, Grafía –(FBM) stéttarfélag í prent- og miðlunargreinum og Félag hársnyrtisveina

Verði vinnustöðvunin samþykkt yrði hún með eftirfarandi hætti:

Tímabundið verkfall dagana 10. t.o.m 16. júní 2015 og ótímabundið verkfall sem hefst þann 24. ágúst 2015.

Kosning um verkfallsheimild verður rafræn og mun hefjast þann 24. maí 2015 og ljúka þann 1. júní 2015, kl 10.00.

Verkföllin munu ná til þeirra félagsmanna RSÍ sem falla undir almennan kjarasamning félagsins við Samtök atvinnulífsins.

Fulltrúar iðnaðarmanna hafa átt í viðræðum við SA um endurnýjun kjarasamninga.
Á fundi viðræðunefndar félaganna með fulltrúum SA þann 5. maí s.l. var sýnt að viðræðurnar væru árangurslausar og það hefði ekki tilgang að halda þeim áfram.

Í þeim viðræðum sem staðið hafa yfir hafa iðnaðarmannafélögin lagt áherslu á að minnka vægi yfirvinnu í heildarlaunum með því að hækka dagvinnulaun svo þau dugi til framfærslu.
Mikil þörf er fyrir nýliðun í greinunum en núverandi launakerfi hafa skapað starfsumhverfi sem höfðar síður til ungs fólks.

Sjá féttatilkynningu félaga iðnaðarmanna

 Banner styrkveiting

18. þing Rafiðnaðarsambands Íslands var haldið dagana 7. – 9. maí. Á þingum RSÍ er hefð fyrir því að veita fjárstyrki til góðra málefna. Að þessu sinni voru veittir þrír veglegir styrkir.


Landssamtökin Þroskahjálp fengu 500.000 kr. styrk. Félagið leggur nú lokahönd á heimildarmynd um Harald Ólafsson. Saga Halla er einstök. Hann ólst upp á Kópavogshæli og fluttist þaðan um tvítugt. Hann hefur í mörg ár verið viðloðandi rafiðnaðarbrautina í Tækniskólanum og eignast þar einstaka vini úr hópi kennara og nemenda. Þroskahjálp sótti um styrkinn til að klára myndina, en hún verður væntanlega sýnd í sjónvarpi þegar hún er tilbúin.


Tölvumiðstöð fatlaðra fékk styrk að fjárhæð 400.000 kr. Tölvumiðstöð fatlaðra býður upp á ráðgjöf, fræðslu og námskeið á sviði upplýsingatækni. Nú vinnur stofnunin að því að veita ráðgjöf og kynna tækni sem nýtist lesblindum. Ýmsar lausnir eru til en vitneskja og þekking á möguleikum tækninnar er ábótavant. Áætlað er að nota styrkféð til kynningar á þessari tækni.


Félagið Einstök börn fékk styrk að fjárhæð 400.000 kr. Markmið Einstakra barna er að styðja við bakið á fjölskyldum barna með sjaldgæfa sjúkdóma og auka lífsgæði þeirra. Félagið rekur m.a. styrktarsjóð sem fjölskyldur geta leitað í til þess að leita læknishjálpar hjá færustu sérfræðingum. Félagið er rekið af sjálfboðaliðum og fyrir styrktarfé og frjáls framlög.


Auglýst var eftir umsóknum um styrki á vefsíðu RSÍ og bárust fjölmargar. Rafiðnaðarsambandið óskar styrkþegum til hamingju með styrkina og vonar að þeir komi að góðum notum, enda um þörf afar verkefni að ræða.

 IMG8683

Á myndinni eru Kristján Þórður Sæbjarnarson, formaður RSÍ, Guðrún Helga Harðardóttir frá Einstökum börnum, Friðrik Sigurðsson frá Þroskahjálp, Sigrún Jóhannsdóttir frá TMF og Haukur Ágústsson, formaður styrkveitingarnefndar.

Undirflokkar

whiteRafræn leynileg atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls er hafin meðal félagsmanna í aðildarfélögum Rafiðnaðarsambands Íslands sem starfa á almennum kjarasamningi RSÍ og Samtaka atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslur standa einnig yfir í öðrum félögum iðnaðarmanna.

Félagsmenn eru spurðir hvort þeir vilji að boðað verði allsherjarverkfall sem standi frá miðnætti aðfararnótt 10. júní til miðnættis að kvöldi 16. júní 2015 og til ótímabundins allsherjarverkfalls frá miðnætti aðfararnótt 24. ágúst 2015. Verkfall mun eingöngu koma til framkvæmda ef þörf krefur og ef kjarasamningar hafa ekki verið undirritaðir. Atkvæðagreiðslu lýkur þann 1. júní kl. 10.

Þeir félagsmenn sem starfa á almenna samningnum fá bréf sent heim til sín með upplýsingum um atkvæðagreiðsluna og kóða sem þeir geta notað til þess að greiða atkvæði. Fái einhver ekki bréf sem telur sig eiga rétt á að kjósa er hægt að hafa samband við skrifstofu RSÍ.

Rafiðnaðarsamband Íslands hvetur félagsmenn eindregið til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og sýna hug sinn í verki. Góð þátttaka og góð samstaða sendir mikilvæg skipaboð að samningaborðinu. Við viljum að íslenskur vinnumarkaður verði samkeppnishæfur við Norðurlöndin og að fólk geti lifað mannsæmandi fjölskyldulífi af dagvinnulaunum. Með því að nýta samtakamáttinn getum við náð markmiðum okkar og fengið sanngjarnar kjarabætur.

Hér má nálagast ýmsar upplýsingar um kjaraviðræður 2015.

Hér er hlekkur á kosningasíðu.          

Tökum öll þátt í atkvæðagreiðslunni!

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?