Fréttir frá 2015

06 1. 2015

Rafiðnaðarmenn samþykkja verkfallsheimild

bordar 1300x400 08Kosningu um verkfallsboðun hjá aðildarfélögum RSÍ vegna kjarasamnings Rafiðnaðarsambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins og Samtaka rafverktaka lauk kl. 10 í dag, 1. júní. Verkfall var samþykkt í öllum aðildarfélögum sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni.

Niðurstöður voru eftirfarandi:

Félag íslenskra rafvirkja:

Á kjörskrá voru alls 1119 og greiddu 602 atkvæði eða 53,79%

Já sögðu 463 eða 76,91%
Nei sögðu 129 eða 21,43%
Auðir seðlar voru 10 eða 1,66%
Ógildir seðlar voru engir.

Félag tæknifólks í rafiðnaði:

Á kjörskrá voru alls 925 og greiddu 368 atkvæði eða 39,78%

Já sögðu 266 eða 72,28%
Nei sögðu 91 eða 24,73%
Auðir seðlar voru 11 eða 2,99%
Ógildir seðlar voru engir.

Félag rafeindavirkja:

Á kjörskrá voru alls 483 og greiddu 265 atkvæði eða 54,87%

Já sögðu 170 eða 64,15%
Nei sögðu 84 eða 31,70%
Auðir seðlar voru 11 eða 4,15%
Ógildir seðlar voru engir.

Rafiðnaðarfélag Norðurlands:

Á kjörskrá voru alls 129 og greiddu 77 atkvæði eða 59,69%

Já sögðu 68 eða 88,31%
Nei sögðu 7 eða 9,09%
Auðir seðlar voru 2 eða 2,60%
Ógildir seðlar voru engir.

Rafiðnaðarfélag Suðurnesja:

Á kjörskrá voru alls 82 og greiddu 56 atkvæði eða 68,29%

Já sögðu 42 eða 75,00%
Nei sögðu 11 eða 19,64%
Auðir seðlar voru 3 eða 5,36%
Ógildir seðlar voru engir.

Félag rafiðnaðarmanna á Suðurlandi:

Á kjörskrá voru alls 57 og greiddu 31 atkvæði eða 54,38%

Já sögðu 26 eða 83,87%
Nei sögðu 4 eða 12,90%
Auður seðill var 1 eða 3,23%
Ógildir seðlar voru engir.

Samþykkt var að boða til verkfalla í öllum stéttarfélögunum, annars vegar frá aðfararnótt 10. júní til miðnætti 16. júní og hins vegar ótímabundnu verkfalli frá miðnætti 24. ágúst nk.
Náist ekki ásættanlegur árangur í viðræðum við atvinnurekendur á næstu dögum, koma framangreind verkföll til framkvæmda.

Hér má nálgast niðurstöður með myndrænum hætti.(smellið hér)

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?