Fréttir frá 2015

06 1. 2015

Iðnaðarmannafélögin samþykktu verkfallsheimild með 75% atkvæða

bordar 1300x400 01

Fréttatilkynning frá iðnaðarmannafélögunum mánudaginn 1. júní 2015 vegna allsherjaratkvæðagreiðslu um verkfallsheimild

Félög iðnaðarmanna sem eru með samstarf við endurnýjun á almenna kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins, MATVÍS, Grafía/FBM, VM, aðildarfélög Samiðnar , Félag hársnyrtisveina og aðildarfélög RSÍ viðhöfðu allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sinna um heimild til verkfallsboðunar.

Atkvæðagreiðslunni lauk í dag kl. 10.00.

Kosningarnar náðu til 10.499 félagsmanna í 25 stéttarfélögum og var kosningaþátttakan 44.6%

Samþykkt var að boða til verkfalla í öllum stéttarfélögunum sem hæfust 10. júní með tímabundnu verkfalli og ótímabundnu verkfalli 24. ágúst nk.

Já sögðu 75,1%
Nei sögðu 22,1%
Þeir sem ekki tóku afstöðu 2,8%

Heimild til verkfallsboðunar var því samþykkt með miklum meirihluta atkvæða og náist ekki ásættanlegur árangur í viðræðum við atvinnurekendur á næstu dögum, koma framangreind verkföll til framkvæmda.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?