rafidnadarsambandidNiðurstöður liggja fyrir úr atkvæðagreiðslum vegna boðunar vinnustöðvunar hjá ISAL en atkvæðagreiðslur fóru fram hjá félagsmönnum tveggja aðildarfélaga RSÍ, Félagi íslenskra rafvirkja og Félagi rafeindavirkja. 

Heildarniðurstaða er eftirfarandi:

Á kjörskrá voru 26, alls greiddu 23 atkvæði eða 88,5% þátttaka.

Já sögðu 22 eða 95,7%

Nei sagði 1 eða 4,3%

Auðir og ógildir voru 0 eða 0%

Verkfallsheimild er því samþykkt með afgerandi hætti.

 

Sundurgreint á félög:

Félag íslenskra rafvirkja:

Á kjörskrá voru 17, alls greiddu 14 atkvæði eða 82,3% þátttaka.

Já sögðu 13 eða 92,9%

Nei sagði 1 eða 7,1%

Auðir og ógildir voru 0 eða 0%

Verkfallsheimild er því samþykkt með afgerandi hætti.

 

Félag rafeindavirkja:

Á kjörskrá voru 9, alls greiddu 9 atkvæði eða 100% þátttaka.

Já sögðu 9 eða 100%

Nei sagði 0 eða 0%

Auðir og ógildir voru 0 eða 0%

Verkfallsheimild er því samþykkt með afgerandi hætti.

rafis bordar 1300x400 03Í kvöld var skrifað undir kjarasamning RSÍ-SA/SART. Samhliða því er verkfalli frestað þar til niðurstaða liggur fyrir úr atkvæðagreiðslu felagsmanna. Kynningarfundir verða haldnir í næstu viku og verða auglýstir sérstaklega. 

rafidnadarsambandidEnn er setið á samningafundum til þess að reyna til þrautar að ná saman um kjarasamning. Gert er ráð fyrir því að reynt verði til þrautar fram á kvöld að ná kjarasamningum. Að öðrum kosti brestur verkfall á hjá rafiðnaðarmönnum á miðnætti í nótt.

rafidnadarsambandidÍ dag slitu samtök atvinnulífsins viðræðum við Rafiðnaðarsamband Íslands og aðildarfélög þrátt fyrir að góður gangur hafi verið á viðræðum hingað til. Taldi samninganefnd RSÍ að viðræður um að örfá sérmál hefðu verið langt á veg komin og í raun búið að handsala þær breytingar.

Það er í raun ótrúleg staða að eingöngu eru örfáir dagar þar til verkfall brestur á að samningamenn SA breyti afstöðu sinni til málefna sem búið er að liggja yfir í nokkra sólarhringa. Samninganefnd RSÍ telur fátt annað geta komið til en sú neyðaraðgerð félagsmanna að leggja niður störf til að knýja á um að ásættanleg niðurstaða náist.

Ekki hefur verið boðað til annars fundar með samninganefndum aðila.

bordar 1300x400 02Viðræður við SA um sérmál hafa staðið yfir í vikunni. Nokkuð hefur miðað áfram í örfáum málum en langt er í land til þess að ná að ljúka gerð kjarasamnings RSÍ við SA/SART. Gert er ráð fyrir því að vinnu verði fram haldið í næstu viku til að reyna til þrautar að ljúka þeirri vinnu sem nauðsynlegt er að gera eigi að vera grundvöllur til þess að geta skrifað undir samkomulag áður en til verkfalls kemur 22. júní næstkomandi.

Á sama tíma og starfsmenn RSÍ óska félagsmönnum góðrar helgar þá minnum við einnig á Fjölskylduhátíð RSÍ sem haldin verður dagana 19. - 21. júní næstkomandi á Skógarnesi við Apavatn. Gera má ráð fyrir að fjölmennt verði á hátíðinni líkt og undanfarin ár en munum við leggja upp úr því að tjaldsvæði verði vel nýtt og að allir hátíðargestir geti notið helgarinnar.

combicamp1Fjórir tjaldvagnar til sölu.

Vagnarnir eru frá Combi Camp, 2006 model, án fortjalds.

rafidnadarsambandidRétt í þessu var skrifað undir samkomulag við Samtök atvinnulífsins um að fresta þegar boðuðu verkföllum sem aðildarfélög RSÍ höfðu boðað. Verkföllum er því frestað til 22. júní næstkomandi ef ekki tekst að ganga frá kjarasamningum fyrir þann tíma. Mikil vinna er eftir til þess að geta gengið frá kjarasamningum en helstu útlínur eru orðnar nokkuð skýrar en viðræðum um sérkröfur aðila á eftir að ljúka. Slík vinna getur tekið nokkurn tíma enda mikilvægt að vanda til verka í slíkri vinnu.

Þetta þýðir þá að félagsmenn aðildarfélaga RSÍ munu EKKI leggja niður störf á miðvikudag líkt og fyrirhugað var. Náist ekki samningar fyrir þann 22. júní næstkomandi þá mun verkfall skella á að kvöldi þess dags. Samninganefnd RSÍ þakkar félagsmönnum þann mikla stuðning sem þeir hafa sýnt en samstaða félagsmanna skiptir sköpum til þess að knýja fram bætt kjör allra félagsmanna. Munum samt sem áður að nauðsynlegt er að ná endanlega saman um endurnýjun kjarasamnings sem mögulegt verði að leggja í dóm félagsmanna, takist það ekki heldur baráttan áfram! 

rafidnadarsambandidÍ gær funduðu iðnaðarmannafélögin með SA hjá Ríkissáttasemjara. Markmið fundarins var að fara yfir niðurstöður samninganefnda félaganna vegna tilboðs SA um að fylgja ákveðnum ramma við gerð kjarasamninganna.

Það er skemmst frá því að segja að samninganefnd RSÍ telur þá uppstillingu sem SA bauð iðnaðarmönnum ekki duga til þess að ná saman um hana þannig að menn treysti sér til þess að leggja slíkan kjarasamning í atkvæðagreiðslu á meðal félagsmanna. Nokkrar breytingar þurfi að verða á tilboðinu til þess að mögulegt sé að leggja slíkan samning í atkvæðagreiðslu.

Vildu fulltrúar RSÍ ræða þau atriði sem þeim hugnaðist ekki og hvernig mætti finna þeim málefnum farveg í viðræðunum. Þessu hafnaði SA alfarið og töldu enga ástæðu til þess að ræða þau mál áfram. Samninganefnd RSÍ er að sjálfsögðu reiðubúin til þess að ræða sérkröfur okkar til þess að finna ásættanlegan farveg en afstaða félagsmanna er afar skýr í kröfugerð sinni en ekki síður í ákvörðun um boðun verkfalls. 74% félagsmanna RSÍ sem taka laun samkvæmt kjarasamningi RSÍ-SA/SART vilja beita aðgerðum til þess að knýja á um gerð nýs kjarasamnings í anda þeirra krafna. Það er ljóst að mikil ábyrgð liggur á SA að ræða við samninganefnd RSÍ til þess að koma í veg fyrir að til verkfalls þurfi að koma.

rafidnadarsambandidÍ dag fengu starfsmenn RSÍ góða heimsókn frá félögum okkar í El&IT, norska Rafiðnaðarsambandinu. Rafiðnaðarmenn hafa starfað mjög þétt saman í gegnum tíðina og hefur samstarfið verið með formlegum hætti um áratuga skeið. Norrænu Rafiðnaðarsamtökin, Nordisk el-federation, er grundvöllur til mikilvægra samskipta og hefur reynst okkur Íslendingum mjög vel. Samræmd menntun okkar manna í gegnum tíðina hefur orðið til þess að auðvelda okkar félagsmönnum að sækja vinnu erlendis og í dag helst í Noregi. Var það ástæða þess að félagar okkar kíktu í heimsókn einmitt til þess að ræða málefni sem tengjast flæði starfsmanna á milli landa.

Við þökkum þeim félögum okkar kærlega fyrir komuna og þökkum þann stuðning sem þeir sýndu okkur. Það er ljóst að samstarf og stuðningur á alþjóðavettvangi skiptir okkur miklu máli!

ElogIT 2015

rafidnadarsambandidRafiðnaðarsambandið auglýsir tvö afleysingastörf í sumar, annars vegar starf í móttöku og öðrum tilfallandi verkefni á skrifstofu RSÍ. Hins vegar er starf sem felur í sér umsjón með tjaldvögnum sem eru til útleigu í sumar sem og eftirlit með orlofsíbúðum RSÍ á Höfuðborgarsvæðinu.

Óskað er eftir því að umsækjandur í bæði störf geti hafið störf við fyrsta tækifæri og er gert ráð fyrir að ráðning verði fram í miðjan ágúst eða út ágúst mánuð eftir því hvað hentar.

Áhugasamir eru beðnir að senda tölvupóst á kristjan@rafis.is og eru vinsamlegast beðnir um að hafa ferilskrá meðfylgjandi.

Undirflokkar

whiteRafræn leynileg atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls er hafin meðal félagsmanna í aðildarfélögum Rafiðnaðarsambands Íslands sem starfa á almennum kjarasamningi RSÍ og Samtaka atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslur standa einnig yfir í öðrum félögum iðnaðarmanna.

Félagsmenn eru spurðir hvort þeir vilji að boðað verði allsherjarverkfall sem standi frá miðnætti aðfararnótt 10. júní til miðnættis að kvöldi 16. júní 2015 og til ótímabundins allsherjarverkfalls frá miðnætti aðfararnótt 24. ágúst 2015. Verkfall mun eingöngu koma til framkvæmda ef þörf krefur og ef kjarasamningar hafa ekki verið undirritaðir. Atkvæðagreiðslu lýkur þann 1. júní kl. 10.

Þeir félagsmenn sem starfa á almenna samningnum fá bréf sent heim til sín með upplýsingum um atkvæðagreiðsluna og kóða sem þeir geta notað til þess að greiða atkvæði. Fái einhver ekki bréf sem telur sig eiga rétt á að kjósa er hægt að hafa samband við skrifstofu RSÍ.

Rafiðnaðarsamband Íslands hvetur félagsmenn eindregið til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og sýna hug sinn í verki. Góð þátttaka og góð samstaða sendir mikilvæg skipaboð að samningaborðinu. Við viljum að íslenskur vinnumarkaður verði samkeppnishæfur við Norðurlöndin og að fólk geti lifað mannsæmandi fjölskyldulífi af dagvinnulaunum. Með því að nýta samtakamáttinn getum við náð markmiðum okkar og fengið sanngjarnar kjarabætur.

Hér má nálagast ýmsar upplýsingar um kjaraviðræður 2015.

Hér er hlekkur á kosningasíðu.          

Tökum öll þátt í atkvæðagreiðslunni!

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?