Fréttir frá 2015

06 7. 2015

Staða kjaradeilu RSÍ-SA/SART

rafidnadarsambandidÍ gær funduðu iðnaðarmannafélögin með SA hjá Ríkissáttasemjara. Markmið fundarins var að fara yfir niðurstöður samninganefnda félaganna vegna tilboðs SA um að fylgja ákveðnum ramma við gerð kjarasamninganna.

Það er skemmst frá því að segja að samninganefnd RSÍ telur þá uppstillingu sem SA bauð iðnaðarmönnum ekki duga til þess að ná saman um hana þannig að menn treysti sér til þess að leggja slíkan kjarasamning í atkvæðagreiðslu á meðal félagsmanna. Nokkrar breytingar þurfi að verða á tilboðinu til þess að mögulegt sé að leggja slíkan samning í atkvæðagreiðslu.

Vildu fulltrúar RSÍ ræða þau atriði sem þeim hugnaðist ekki og hvernig mætti finna þeim málefnum farveg í viðræðunum. Þessu hafnaði SA alfarið og töldu enga ástæðu til þess að ræða þau mál áfram. Samninganefnd RSÍ er að sjálfsögðu reiðubúin til þess að ræða sérkröfur okkar til þess að finna ásættanlegan farveg en afstaða félagsmanna er afar skýr í kröfugerð sinni en ekki síður í ákvörðun um boðun verkfalls. 74% félagsmanna RSÍ sem taka laun samkvæmt kjarasamningi RSÍ-SA/SART vilja beita aðgerðum til þess að knýja á um gerð nýs kjarasamnings í anda þeirra krafna. Það er ljóst að mikil ábyrgð liggur á SA að ræða við samninganefnd RSÍ til þess að koma í veg fyrir að til verkfalls þurfi að koma.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?