Fréttir frá 2015

06 16. 2015

Samtök atvinnulífsins slitu viðræðum við RSÍ!

rafidnadarsambandidÍ dag slitu samtök atvinnulífsins viðræðum við Rafiðnaðarsamband Íslands og aðildarfélög þrátt fyrir að góður gangur hafi verið á viðræðum hingað til. Taldi samninganefnd RSÍ að viðræður um að örfá sérmál hefðu verið langt á veg komin og í raun búið að handsala þær breytingar.

Það er í raun ótrúleg staða að eingöngu eru örfáir dagar þar til verkfall brestur á að samningamenn SA breyti afstöðu sinni til málefna sem búið er að liggja yfir í nokkra sólarhringa. Samninganefnd RSÍ telur fátt annað geta komið til en sú neyðaraðgerð félagsmanna að leggja niður störf til að knýja á um að ásættanleg niðurstaða náist.

Ekki hefur verið boðað til annars fundar með samninganefndum aðila.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?