Fréttir frá 2015

06 23. 2015

Niðurstöður úr atkvæðagreiðslum hjá ISAL

rafidnadarsambandidNiðurstöður liggja fyrir úr atkvæðagreiðslum vegna boðunar vinnustöðvunar hjá ISAL en atkvæðagreiðslur fóru fram hjá félagsmönnum tveggja aðildarfélaga RSÍ, Félagi íslenskra rafvirkja og Félagi rafeindavirkja. 

Heildarniðurstaða er eftirfarandi:

Á kjörskrá voru 26, alls greiddu 23 atkvæði eða 88,5% þátttaka.

Já sögðu 22 eða 95,7%

Nei sagði 1 eða 4,3%

Auðir og ógildir voru 0 eða 0%

Verkfallsheimild er því samþykkt með afgerandi hætti.

 

Sundurgreint á félög:

Félag íslenskra rafvirkja:

Á kjörskrá voru 17, alls greiddu 14 atkvæði eða 82,3% þátttaka.

Já sögðu 13 eða 92,9%

Nei sagði 1 eða 7,1%

Auðir og ógildir voru 0 eða 0%

Verkfallsheimild er því samþykkt með afgerandi hætti.

 

Félag rafeindavirkja:

Á kjörskrá voru 9, alls greiddu 9 atkvæði eða 100% þátttaka.

Já sögðu 9 eða 100%

Nei sagði 0 eða 0%

Auðir og ógildir voru 0 eða 0%

Verkfallsheimild er því samþykkt með afgerandi hætti.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?