Fréttir frá 2015

06 9. 2015

Verkfalli félagsmanna RSÍ frestað til 22. júní

rafidnadarsambandidRétt í þessu var skrifað undir samkomulag við Samtök atvinnulífsins um að fresta þegar boðuðu verkföllum sem aðildarfélög RSÍ höfðu boðað. Verkföllum er því frestað til 22. júní næstkomandi ef ekki tekst að ganga frá kjarasamningum fyrir þann tíma. Mikil vinna er eftir til þess að geta gengið frá kjarasamningum en helstu útlínur eru orðnar nokkuð skýrar en viðræðum um sérkröfur aðila á eftir að ljúka. Slík vinna getur tekið nokkurn tíma enda mikilvægt að vanda til verka í slíkri vinnu.

Þetta þýðir þá að félagsmenn aðildarfélaga RSÍ munu EKKI leggja niður störf á miðvikudag líkt og fyrirhugað var. Náist ekki samningar fyrir þann 22. júní næstkomandi þá mun verkfall skella á að kvöldi þess dags. Samninganefnd RSÍ þakkar félagsmönnum þann mikla stuðning sem þeir hafa sýnt en samstaða félagsmanna skiptir sköpum til þess að knýja fram bætt kjör allra félagsmanna. Munum samt sem áður að nauðsynlegt er að ná endanlega saman um endurnýjun kjarasamnings sem mögulegt verði að leggja í dóm félagsmanna, takist það ekki heldur baráttan áfram! 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?