rafidnadarsambandidBúið er að senda út atkvæðaseðla vegna kjarasamnings RSÍ/Afl við Alcoa sem undirritaður var 17. júlí síðastliðinn. Atkvæðaseðlar berast starfsmönnum í bréfpósti en atkvæðagreiðslan sjálf er rafræn. Allar leiðbeiningar fylgja með í umræddum bréfpósti. Bréfin ættu að berast á lögheimili hvers starfsmanns en hvetjum við starfsmenn Alcoa að hafa samband við skrifstofu RSÍ ef þeir lenda í vandræðum með að greiða atkvæði um samninginn. Atkvæðagreiðslu líkur kl. 10:00 þann 17. ágúst næstkomandi.

rafidnadarsambandid

Hér eru spurningar og svör vegna nýgerðra kjarasamninga en þetta er byggt á þeim fjölmörgu fyrirspurnum sem hafa borist að undanförnu. Smelltu hér.

rafidnadarsambandidHér má nálgast leiðbeiningar fyrir félagsmenn varðandi aðgengi og virkni á launareiknivél.

Smelltu hér.

rafidnadarsambandidSamkvæmt kjarasamningi RSÍ og annarra verkalýðsfélaga við Norðurál sem undirritaður var þann 17. mars síðastliðinn var samið um upphafshækkun sem starfsmenn fengu frá 1. janúar 2015. Hins vegar var samið um auka hækkun sem kæmi til framkvæmda 1. júlí 2015 og tæki mið af launaþróun á vinnumarkaði. Launavísitalan hefur hækkað nokkuð á þessum tíma og munu laun starfsmanna Norðuráls hækka um 95% af hækkun launavísitölu sem gerir þá 4,32% frá og með 1. júlí 2015. Fyrirtækið mun því uppfæra laun í samræmi við þetta og verða laun því greidd um mánaðarmótin með þessari hækkun.

Laun starfsmanna munu síðan aftur hækka með sambærilegum hætti um næstu áramót en þá verður horft til tímabilsins júní 2015 til desember 2015.

rafidnadarsambandidNæstu þrjá daga verða haldnir fundir með félagsmönnum Rafiðnaðarfélags Norðurlands, Félags rafiðnaðarmanna á Suðurlandi og Rafiðnaðarfélagi Suðurnesja. Fundarboð hafa þegar verið send á viðkomandi félagsmenn. Farið verður yfir stöðu mála eftir að hóparnir þrír felldu kjarasamning sem gerður var við SA/SART þann 22. júní síðastliðinn. Mikilvægt er að viðkomandi félagsmenn mæti á fundina!

Akureyri, mánudaginn 20. Júlí kl. 18:00 á Hótel KEA
Reykjanesbær, þriðjudaginn 21. Júlí kl. 18:00 í fundarsal hjá HS veitum í Reykjanesbæ
Selfoss, miðvikudaginn 22. Júlí kl. 18:00 á Hótel Selfossi

Kjarasamningur er í gildi hjá þeim félögum sem samþykktu kjarasamninginn.

rafidnadarsambandid

Hér eru niðurstöður úr atkvæðagreiðslum um kjarasamning RSÍ v. aðildarfélaga og SA/SART.
Kjarasamningurinn var felldur hjá þremur aðildarfélögum af sjö.

Rafiðnaðarfélag Suðurnesja
Á kjörskrá voru 82, atkvæði greiddu 42 eða 51,2%
Já sögðu 19 eða 45,24%
Nei sögðu 22 eða 52,38%
Auðir og ógildir voru 1 eða 2,38%
Samningurinn telst því felldur.

Rafiðnaðarfélag Norðurlands
Á kjörskrá voru 130, atkvæði greiddu 63 eða 48,5%.
Já sögðu 25 eða 39,68%
Nei sögðu 35 eða 55,56%
Auðir og ógildir voru 3 eða 4,76%
Samningurinn telst því felldur.

Félag rafiðnaðarmanna á Suðurlandi
Á kjörskrá voru 57, atkvæði greiddu 19 eða 33,3%.
Já sögðu 7 eða 36,84%
Nei sögðu 12 eða 63,16%
Auðir og ógildir voru 0 eða 0,00%
Samningurinn telst því felldur.


Félag íslenskra rafvirkja
Á kjörskrá voru 1122, atkvæði greiddu 516 eða 46,0%.
Já sögðu 260 eða 50,39%
Nei sögðu 246 eða 47,67%
Auðir og ógildir voru 10 eða 1,94%
Samningurinn telst því samþykktur.

Félag rafeindavirkja
Á kjörskrá voru 487, atkvæði greiddu 228 eða 46,8%.
Já sögðu 171 eða 75,00%
Nei sögðu 51 eða 22,37%
Auðir og ógildir voru 6 eða 2,63%
Samningurinn telst því samþykktur.

Félag tæknifólks í rafiðnaði
Á kjörskrá voru 925, atkvæði greiddu 246 eða 26,6%.
Já sögðu 147 eða 59,76%
Nei sögðu 92 eða 37,40%
Auðir og ógildir voru 7 eða 2,85%
Samningurinn telst því samþykktur.

Félag íslenskra símamanna
Á kjörskrá voru 17, atkvæði greiddu 11 eða 64,7%.
Já sögðu 10 eða 90,9%
Nei sögðu 1 eða 9,1%
Auðir og ógildir voru 0 eða 0,00%
Samningurinn telst því samþykktur.

rafidnadarsambandidKynningarefni vegna kjarasamninga 2015 er komið á lokaðan vef sem er aðgengilegur öllum félagsmönnum. Nota þarf kennitölu og aðgangsorð sem notað er til þess að komast inn á orlofsvef RSÍ. Aðgangsorðið er á félagsskírteini sem félagsmenn fengu send um síðustu áramót en rétt er að vekja athygli á að félagsmenn gætu hafa breytt þeim eftir áramótin og því gildir það lykilorð. 

Smelltu hér.

Vidtaeki2Boð vegna útfáfu bókarinnar "Frumherjar í útvarpsvirkjun" verður haldið þann 2.júlí kl.17:00  í húsakynnum Rafiðnaðarskólanns að Stórhöfða 27. (Grafarvogs megin)

Þar verður bókin kynnt og fyrstu eintökin afhent.

Boðið upp á veitingar.

bordar 1300x400 03Rétt í þessu lauk 9. samningafundi vegna Rio Tinto Alcan, ISAL, hjá Ríkissáttasemjara. Ljóst er að félagsmenn allra verkalýðsfélaganna hafa samþykkt að hefja vinnustöðvunarferli þann 1. ágúst næstkomandi en þá hefst yfirvinnubann starfsmanna. Átökin munu aukast þann 1. september næstkomandi þegar ótímabundið verkfall hefst.

Á fundinum slitu viðsemjendur okkar, ISAL og SA, viðræðum við samninganefnd starfsmanna. Ekki stendur starfsmönnum ISAL til boða að fá sambærilegar launahækkanir og almennur vinnumarkaður hefur samið um að undanförnu. Ljóst er að Samtök atvinnulífsins sem og fyrirtækið mun þar af leiðandi ýta málinu í enn meiri hörku.

rafidnadarsambandidStarfsmenn RSÍ og samninganefndarmenn munu ferðast um landið næstu tvær vikurnar til þess að kynna nýgerðan kjarasamnings á almennum vinnumarkaði. Við reynum að sjálfsögðu að komast sem víðast með kynningarnar og er skipulagið miðað við það. Hins vegar erum við reiðubúin til þess að fjölga stöðum eftir því sem tími gefst til komi fram óskir um aðrar staðsetningar! Vinsamlegast kynnið ykkur fundartíma sem er á svæðinu næst ykkur og mætið á fundina.

Kynningarfundir RSÍ vegna nýgerðs kjarasamnings RSÍ-SA/SART:

Dagsetning:

Tími:

Svæði:

Fundarstaður:

Miðvikudagurinn 1. júlí

Kl. 12:00

Selfoss               

Hótel Selfoss

 

Kl. 12:00

Reykjanesbær

Icelandair Hótel

       

Fimmtudagurinn 2. júlí

Kl. 12:00

Neskaupsstaður

Egilsbúð

 

Kl. 18:00

Reyðarfjörður

Hótel Austur

       

Föstudagurinn 3. júlí

Kl. 12:00

Borgarnes

Hótel Borgarnes

       

Mánudagurinn 6. júlí

Kl. 12:00

Akureyri

Hótel KEA

 

Kl. 12:00

Sauðárkrókur

Kaffi Krókur

       

Þriðjudagurinn 7. júlí

Kl. 12:00

Reykjavík

Grand hótel

       

Miðvikudagurinn 8. júlí

Kl. 12:00

Vestmannaeyjar

Hótel Vestmannaeyjar

 

Kl. 12:00

Ísafjörður

Hótel Ísafjörður

       

Á fundunum verður boðið upp á veitingar, hádegisverð eða kvöldverð, eftir því sem við á. Hvetjum við félagsmenn til þess að fjölmenna á fundina. Tökum upplýsta ákvörðun þegar við greiðum atkvæði um kjarasamninginn.

Starfsfólk RSÍ og samninganefnd

Undirflokkar

whiteRafræn leynileg atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls er hafin meðal félagsmanna í aðildarfélögum Rafiðnaðarsambands Íslands sem starfa á almennum kjarasamningi RSÍ og Samtaka atvinnulífsins. Atkvæðagreiðslur standa einnig yfir í öðrum félögum iðnaðarmanna.

Félagsmenn eru spurðir hvort þeir vilji að boðað verði allsherjarverkfall sem standi frá miðnætti aðfararnótt 10. júní til miðnættis að kvöldi 16. júní 2015 og til ótímabundins allsherjarverkfalls frá miðnætti aðfararnótt 24. ágúst 2015. Verkfall mun eingöngu koma til framkvæmda ef þörf krefur og ef kjarasamningar hafa ekki verið undirritaðir. Atkvæðagreiðslu lýkur þann 1. júní kl. 10.

Þeir félagsmenn sem starfa á almenna samningnum fá bréf sent heim til sín með upplýsingum um atkvæðagreiðsluna og kóða sem þeir geta notað til þess að greiða atkvæði. Fái einhver ekki bréf sem telur sig eiga rétt á að kjósa er hægt að hafa samband við skrifstofu RSÍ.

Rafiðnaðarsamband Íslands hvetur félagsmenn eindregið til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og sýna hug sinn í verki. Góð þátttaka og góð samstaða sendir mikilvæg skipaboð að samningaborðinu. Við viljum að íslenskur vinnumarkaður verði samkeppnishæfur við Norðurlöndin og að fólk geti lifað mannsæmandi fjölskyldulífi af dagvinnulaunum. Með því að nýta samtakamáttinn getum við náð markmiðum okkar og fengið sanngjarnar kjarabætur.

Hér má nálagast ýmsar upplýsingar um kjaraviðræður 2015.

Hér er hlekkur á kosningasíðu.          

Tökum öll þátt í atkvæðagreiðslunni!

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?