Fréttir frá 2015

07 22. 2015

Laun starfsmanna Norðuráls hækka um 4,32%

rafidnadarsambandidSamkvæmt kjarasamningi RSÍ og annarra verkalýðsfélaga við Norðurál sem undirritaður var þann 17. mars síðastliðinn var samið um upphafshækkun sem starfsmenn fengu frá 1. janúar 2015. Hins vegar var samið um auka hækkun sem kæmi til framkvæmda 1. júlí 2015 og tæki mið af launaþróun á vinnumarkaði. Launavísitalan hefur hækkað nokkuð á þessum tíma og munu laun starfsmanna Norðuráls hækka um 95% af hækkun launavísitölu sem gerir þá 4,32% frá og með 1. júlí 2015. Fyrirtækið mun því uppfæra laun í samræmi við þetta og verða laun því greidd um mánaðarmótin með þessari hækkun.

Laun starfsmanna munu síðan aftur hækka með sambærilegum hætti um næstu áramót en þá verður horft til tímabilsins júní 2015 til desember 2015.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?