Fréttir frá 2015

06 4. 2015

Heimsókn frá El&IT

rafidnadarsambandidÍ dag fengu starfsmenn RSÍ góða heimsókn frá félögum okkar í El&IT, norska Rafiðnaðarsambandinu. Rafiðnaðarmenn hafa starfað mjög þétt saman í gegnum tíðina og hefur samstarfið verið með formlegum hætti um áratuga skeið. Norrænu Rafiðnaðarsamtökin, Nordisk el-federation, er grundvöllur til mikilvægra samskipta og hefur reynst okkur Íslendingum mjög vel. Samræmd menntun okkar manna í gegnum tíðina hefur orðið til þess að auðvelda okkar félagsmönnum að sækja vinnu erlendis og í dag helst í Noregi. Var það ástæða þess að félagar okkar kíktu í heimsókn einmitt til þess að ræða málefni sem tengjast flæði starfsmanna á milli landa.

Við þökkum þeim félögum okkar kærlega fyrir komuna og þökkum þann stuðning sem þeir sýndu okkur. Það er ljóst að samstarf og stuðningur á alþjóðavettvangi skiptir okkur miklu máli!

ElogIT 2015

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?