Fréttir frá 2015

05 6. 2015

Fréttatilkynning frá viðræðunefnd iðnaðarmannafélaganna

rafidnadarsambandidFréttatilkynning frá Rafiðnaðarsambandi Íslands, MATVÍS, Samiðn, Grafíu - stéttarfélagi í prent- og miðlunargreinum, Félagi hársnyrtisveina og Félagi vélstjóra og málmtæknimanna

Fulltrúar ofangreindra stéttarfélaga og sambanda hafa á undanförnum vikum átt í viðræðum við SA um endurnýjun kjarasamninga.   Á fundi viðræðunefndar með fulltrúum SA  í dag  var niðurstaðan að það hefði ekki tilgang að halda viðræðum áfram þar sem þær hafi engu skilað og var viðræðum því slitið.

 

Viðræðunefndin beinir því til stéttarfélaganna að þau hefji nú þegar undirbúning að atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna um verkfallsheimild.

Reykjavík, 5. maí 2015

Kristján Snæbjarnarson, formaður RSÍ

Hilmar Harðarson, formaður Samiðnar

Guðmundur Ragnarsson, formaður VM

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?