Fréttir frá 2015

05 6. 2015

1,4% verðbólga í apríl

asiVísitala neysluverðs hækkar um 0,14% milli mánaða og stendur vísitalan í 427 stigum sem jafngildir 1,4% verðbólgu á ársgrundvelli. Verðbólga hefur þannig verið undir markmiði Seðlabankans frá því í febrúar á síðasta ári líkt og lesa má úr nýbirtum tölum Hagstofu Íslands. Helst er það þróun á húsnæðisliðnum sem ýtir undir verðbólgu um þessar mundir en sé horft framhjá áhrifum húsnæðisverðs hækkaði vísitala neysluverðs um 0,05% milli mánaða sem jafngildir verðhjöðnun um 0,1%.


Hagstofan uppfærir nú grunn vísitölunnar sem byggir á árlegri rannsókn á útgjöldum heimilanna. Breytingar á vísitölu eru óverulegar, en íslensk heimili ráðstafa að jafnaði 14,4% af útgjöldum til matar og drykkjar, 28,3% í húsnæði, hita og rafmagn og 15,5% í ferðir og flutninga svo dæmi séu nefnd.
verðbolga april 2015Stöðugt verðlag síðustu missera skýrist að mestu af hagfelldri þróun bensínverðs og stöðugu gengi krónunnar. Þetta má sjá í þróun undirliða vísitölu neysluverðs, en meðal annars hefur bensín lækkað um 11,2% milli ára, nýjir bílar lækkað um 4,2%, innfluttar matar og drykkjarvörur hækkað um 0,8% og aðrar innfluttar vörur lækkað um 3,2%. Á hinn bóginn hafa liðir á borð við þjónustu hækkað, opinber þjónusta um 4,2% og önnur þjónusta um 2,5%.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?