Fréttir frá 2015

04 28. 2015

Kjaraviðræður RSÍ og iðnaðarmannafélaga

bordar 1300x400 05Á morgun, miðvikudag, verður haldinn annar fundur hjá Ríkissáttasemjara vegna kjaradeilu RSÍ og iðnaðarmannafélaganna. Síðasti fundur skilaði engum árangri en ákváðu aðilar að skoða ýmis málefni á milli funda og þreifa á því hvort einhver flötur væri á því að skoða málefni er snúa að vinnutíma, starfsþróun og slíkum atriðum. Sú vinna er í gangi en ekki ljóst hvort hún muni skila einhverju inn í samningana að þessu sinni.

RSÍ og iðnaðarmannafélögin hafa ekki slitið viðræðum við SA og ekki hefur enn verið hafin atkvæðagreiðsla um boðun verkfalls hjá iðnaðarmönnum. Sökum fjölda fyrirspurna frá félagsmönnum okkar um það hvort komandi verkfall SGS hafi áhrif á störf okkar félagsmanna, rafiðnaðarmanna, þá bendum við á að rafiðnaðarmenn eru ekki að leggja niður störf að svo stöddu. Það verður ekki fyrr en búið verður að slíta viðræðum og fara með þá ákvörðun í atkvæðagreiðslu á meðal félagsmanna og að félagsmenn samþykki slíkar aðgerðir.

RSÍ ítrekar hins vegar að félagsmenn okkar eiga ekki að ganga í störf kollega okkar í SGS sem munu leggja niður störf! Verði óskir um slíkt af hálfu fyrirtækjanna þá hvetjum við ykkur til þess að hafa samband við skrifstofu RSÍ og fá ráðleggingar vegna þessa.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?