ElIT logoÁ fundi stjórnar Norrænu Rafiðnaðarsambandanna (NEF), sem haldinn var á Svalbarða þann 15. apríl, var meðal annars fjallað um ágreining El&IT, norska Rafiðnaðarsambandsins, og fyrirtækisins Atea. Atea starfar á þremur Norðurlandanna, Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Atea er með með gildandi kjarasamning við danska Rafiðnaðarsambandið. Nú vilja þeir ekki gera kjarasamning í Noregi þrátt fyrir að samningaviðræður hafi staðið yfir um þó nokkurt skeið og stefnir því í verkfall þann 29. apríl næstkomandi. Hér er ályktunin sem fundurinn samþykkti á norsku:

sveinsbrefLaugardaginn 6. apríl fengu nýsveinar sveinsbréf sín afhend. Að þessu sinni luku 45 rafvirkjar og 9 rafeindavirkjar sveinsprófi. Að vanda var afhendingin með hátíðarsniði enda um stóra stund að ræða þegar fólk líkur námi í iðngreinum. Með því að ljúka sveinsprófi opnast dyr að nýjum störfum, að vel launuðum rafiðngreinum.

asi storEftir 15. apríl er ólöglegt að aka á nagladekkjum og því margir sem þurfa að skipta um dekk á bílum sínum næstu daga. Verðlagseftirlit ASÍ
gerði verðkönnun á skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu hjá 22 hjólbarðaverkstæðum víðsvegar um landið sl. miðvikudag.

asi storAlgengast er að 20-30% verðmunur sé á hæsta og lægsta verði á páskaeggjum milli matvöruverslana að því er fram kemur í nýrri verðkönnun sem
Verðlagseftirlit ASÍ gerði í verslunum á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. Bónus var oftast með lægsta verðið á þeim eggjum sem skoðuð voru en Samkaup-Úrval og Iceland voru oftast með hæsta verðið. Flest páskaeggin í könnuninni voru fáanleg í Iceland og Fjarðarkaupum en fæst í Kosti og Nóatúni.

EFTA-logoEFTA dómstóllinn kvað í gær upp dóm sem gæti haft áhrif á íslensk lög um atvinnuleysistryggingar. Samkvæmt íslenskum lögum er réttur til atvinnuleysisbóta m.a. háður þeim skilyrðum að umsækjandi sé bæði búsettur og staddur á Íslandi og í virkri atvinnuleit hér á landi. Í lögunum eru þó veittar heimildir til undantekninga, en þær eru ýmsum skilyrðum háðar.

Aðgangur Bannaður!Í gær tók formaður Rafiðnaðarsambands Íslands þátt í verðlagseftirliti ASÍ. Var það hlutverk formanns að taka niður verð á fyrirframákveðnum vörum í Nóatúnsverslun við Nóatún í Reykjavík. Nákvæmlega var búið að skilgreina hvaða vörur átti að skoða, hversu mikið magn var í ákveðinni einingu og hvert verðið á henni væri eins og verklagsreglur ASÍ skýra mjög skilmerkilega.

tenglarHaft er eftir Ingva Jónassyni, framkvæmdastjóra Háskólavalla, í Fréttablaðinu í dag að þær þvottavélar og þeir þurrkarar sem flutt hefur verið úr íbúðum af Varnarliðssvæðinu á Miðnesheði frá 2006 séu ekki eitur. Um sé að ræða venjuleg rafmagnstæki. Þar fullyrðir hann jafnframt að tækin séu ekki hættuleg enda "venjuleg" rafmagnstæki. Hann staðfestir að þessi búnaður hafi jafnvel verið nýttur í varahluti en þá hljóta þessi rafmagnstæki að vera til staðar á markaðnum sem þörf er á að laga. Er sá búnaður þá af Miðnesheiðinni?

HaekkunRétt er að benda á að launahækkun félagsmanna sem starfa hjá Ríkinu kemur til framkvæmda 1. mars 2013 og kemur því til útborgunar hjá þeim sem eru á eftirágreiddum launum um mánaðarmótin mars/apríl. Nánari upplýsingar um hækkanir þess samnings er að finna hér.

kristjanPistill formanns 

Í kjölfar þess að niðurstaða náðist við endurskoðun kjarasamninganna sem tryggði okkar félagsmönnum umsamda launahækkun upp á 3,25%, þá viljum við þakka félagsmönnum fyrir að gefa sér tíma til að taka þátt í skoðanakönnun sem send var út í kringum áramótin. Niðurstaðan var skýr en meirihluti vildi leita allra leiða til þess að tryggja gildi kjarasamninganna. Jafnframt fengum við innsýn á hvaða stefnu Rafiðnaðarsambandið á að taka í komandi kjarasamningum. Fjölmargir gagnlegir punktar komu út úr þessari skoðanakönnun, bæði hvað RSÍ getur gert betur en jafnframt hvað brennur á mönnum.

Þess ber þó að geta að send verður út skoðanakönnun á næstu mánuðum þar sem skerpt verður á áherslum okkar félagsmanna fyrir gerð næstu kjarasamninga. Við hvetjum félagsmenn til þess að taka virkan þátt í þeim skoðanakönnunum sem sendar eru út enda skiptir vilji félagsmanna öllu máli.

Rétt er að benda félagsmönnum á að fylgjast vel með launaseðlum um næstu mánaðamót en öll laun eiga að hækka um 3,25% frá síðustu mánaðamótum og kemur sú hækkun til útgreiðslu um þessi mánaðarmót. Þeir aðilar sem taka laun samkvæmt ákveðnum lágmarkstöxtum geta jafnframt átt von á að fá krónutöluhækkun til samræmis við kjarasamningana sem undirritaðir voru 5. maí 2011.


Nokkrar nýjungar eru komnar á heimasíðu RSÍ en fyrst má þar nefna að sett hefur verið upp skráningarform þar sem félagsmenn geta komið ábendingum til skrifstofu eða stjórnar RSÍ. Jafnframt er komið skráningarform þar sem félagsmenn/vinnustaðir geta óskað eftir því að formaður og starfsmenn RSÍ mæti á fund á viðkomandi vinnustað og finna aðilar sameiginlegan tíma sem hentar báðum aðilum í samráði við fyrirtækið. Síðast en ekki síst er komið umsóknareyðublað þar sem nýjir félagsmenn skrá niður upplýsingar um sig þegar óskað er eftir inngöngu í aðildarfélag RSÍ.

Allt er þetta gert til þess að auka upplýsingaflæði á milli félagsmanna og stjórnenda RSÍ. Því hvetjum við ykkur til þess að nýta heimasíðu okkar til að koma upplýsingum til okkar en jafnframt að kynna sér þá styrki sem RSÍ og aðildarfélög bjóða félagsmönnum upp á. Á síðunni birtast viðburðir sem eru á næstunni og því nauðsynlegt að fylgjast vel með. Jafnframt getið þið "Like-að" Rafiðnaðarsamband Íslands á Facebook en þá birtast nýjar fréttir af heimasíðunni á tímalínunni.


Kristján Þórður Snæbjarnarson

vertu a verdiÁtak gegn verðhækkunum !
Þriðjudaginn 26. febrúar 2013 hrundu ASÍ og aðildarfélög þess af stað átaki gegn verðhækkunum í samfélaginu undir yfirskriftinni – Vertu á verði. Átakið er hvatning til almennings og fyrirtækja um að taka höndum saman til að rjúfa vítahring verðbólgunnar. 
Átakið er liður í eftirfylgni með samkomulagi sem ASÍ og SA undirrituðu við framlengingu kjarasamninga þann 21. janúar sl. Þar voru aðlar sammála um að beita sér fyrir aðgerðum til lækkunar verðlags m.a. með auknu aðhald að verðhækkunum. Samningarnefnd ASÍ skipaði í kjölfarið verkefnastjórn með fulltrúum landssambanda og félaga með beina aðild til að stýra átakinu út samningstímann. 
Heimasíða átaksins smellið hér.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?