Fréttir frá 2013

02 26. 2013

Vertu á verði

vertu a verdiÁtak gegn verðhækkunum !
Þriðjudaginn 26. febrúar 2013 hrundu ASÍ og aðildarfélög þess af stað átaki gegn verðhækkunum í samfélaginu undir yfirskriftinni – Vertu á verði. Átakið er hvatning til almennings og fyrirtækja um að taka höndum saman til að rjúfa vítahring verðbólgunnar. 
Átakið er liður í eftirfylgni með samkomulagi sem ASÍ og SA undirrituðu við framlengingu kjarasamninga þann 21. janúar sl. Þar voru aðlar sammála um að beita sér fyrir aðgerðum til lækkunar verðlags m.a. með auknu aðhald að verðhækkunum. Samningarnefnd ASÍ skipaði í kjölfarið verkefnastjórn með fulltrúum landssambanda og félaga með beina aðild til að stýra átakinu út samningstímann. 
Heimasíða átaksins smellið hér.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?