Fréttir frá 2013

04 9. 2013

Sveinsbréfaafhending, apríl 2013

sveinsbrefLaugardaginn 6. apríl fengu nýsveinar sveinsbréf sín afhend. Að þessu sinni luku 45 rafvirkjar og 9 rafeindavirkjar sveinsprófi. Að vanda var afhendingin með hátíðarsniði enda um stóra stund að ræða þegar fólk líkur námi í iðngreinum. Með því að ljúka sveinsprófi opnast dyr að nýjum störfum, að vel launuðum rafiðngreinum. Fjölbreytileiki rafiðnaðarstarfa getur verið mikill og eru rafiðnaðarstörf iðulega talin til starfa í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum. RSÍ óskar nýsveinum innilega til hamingju með þennan stóra áfanga og bíður alla nýsveina velkomna í aðildarfélög RSÍ! Myndir frá afhendingunni má finna hér.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?