Hækkun launaNú um næstu mánaðarmót eiga laun að hafa hækkað um 3,25% eða 11.000 kr. ákveðnir launataxtar og koma til útborgunar. Hækkunin tók gildi um síðastliðin mánaðarmót en hjá þeim sem eru á eftirágreiddum launum skilar þetta sér í vasann um þessi mánaðarmót.

education

Gjaldfrelsi vegna náms. 

Fullgildir félagsmenn aðildarfélaga Rafiðnðarsambands íslands til tveggja ára,  geta sótt um gjaldfrelsi í allt að tvö ár vegna náms.

Cablesv2Þann 26. febrúar næstkomandi verður málþing um lagningu sæstrengs til Evrópu til flutnings á raforku. Á síðastliðnu ári var skipuð nefnd af iðnaðarráðherra sem hefur það hlutverk að framkvæma greiningar og rannsóknarvinnu á því hvaða áhrif lagning slíks strengs getur haft á íslenskt samfélag.

logo qatar 110 179Alþjóðasamtök verkafólks hvetur fólk til að styðja baráttu verkamanna í Qatar.

1,2 milljónir starfsmenn í Katar er óheimilt að taka þátt í stéttarfélögum, og njóta engra réttinda til félagafrelsis eða kjarasamninga.
94% af vinnandi fólki í Katar eru farandverkafólk, með engin réttindi við vinnu.

ASI Alþýðusamband Íslands kynnti í gær hugmyndir sínar að nýju húsnæðislánakerfi á Íslandi. Kerfið byggir á danskri fyrirmynd en húsnæðislánakerfið þar í landi var sett á fót fyrir rúmum 200 árum og hefur á þeim tíma staðið óhaggað af sér kreppur, styrjaldir og önnur áföll.

Lausn krossgátu janúar 2013Búið er að draga út vinningshafa í krossgátu sem birt var í fréttablaði RSÍ um áramótin. Lausnarorðið var: SKÓGARNES. Töluverður fjöldi skilaði inn lausnum á krossgátunni og þökkum við félagsmönnum fyrir þáttökuna í þessum skemmtilega leik.

EFBWW-Stop social dumpingFréttatilkynning Evrópsku byggingamannasamtakanna, EFBWW, vegna aðgerða í Brussel gegn félagslegum undirboðum. Yfirskrift aðgerðanna er: "STOP EXPLOITATION OF OUR WORKERS" "STOP SOCIAL DUMPING"

StopSocialDumpingÍ dag, miðvikudaginn 23. janúar verða fjölmenn mótmæli í Brussel þar sem evrópsku byggingamannasamtökin munu krefjast jafnra réttinda og jafnra launa fyrir alla launamenn. Hreyfingin mótmælir félagslegum undirboðum sem hafa viðgengist á undanförnum árum og nauðsynlegt er að koma alfarið í veg fyrir félagsleg undirboð, (e. Social dumping). Þess er krafist að ESB tryggi mannréttindi fólks sem starfar á Evrópskum vinnumarkaði óháð þjóðerni.

Norden orgUndanfarin ár höfum við orðið vitni að því að gríðarlegur fjöldi rafiðnaðarmanna hefur flutt búferlum til nágrannalanda okkar. Mestur fjöldi hefur farið til Noregs enda er staða norsks vinnumarkaðar með þeim hætti að mikill skortur er á rafiðnaðarmönnum.Norðmenn þurfa um 15.000 rafiðnaðarmenn á ári til þess eins að viðhalda núverandi kerfum. En af hverju fara menn erlendis?

Launahækkun þann 1.2.2013 (útborgun mánaðarmót feb/mars)Rétt í þessu voru undirrituð skjöl sem tryggja gildi kjarasamninganna, búið er að stytta gildistíma þeirra samninga sem giltu til 31. janúar 2014 til 30. nóvember á þessu ári (stytting um tvo mánuði). Laun munu því hækka um 3,25% um næstu mánaðarmót (til greiðslu mánaðarmótin febrúar/mars), en ákveðnir launataxtar hækka um 11.000 kr samkvæmt kjarasamningunum. Jafnframt er

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?