Fréttir frá 2013

01 23. 2013

Aðgerðir í Brussel: Stop social dumping!

StopSocialDumpingÍ dag, miðvikudaginn 23. janúar verða fjölmenn mótmæli í Brussel þar sem evrópsku byggingamannasamtökin munu krefjast jafnra réttinda og jafnra launa fyrir alla launamenn. Hreyfingin mótmælir félagslegum undirboðum sem hafa viðgengist á undanförnum árum og nauðsynlegt er að koma alfarið í veg fyrir félagsleg undirboð, (e. Social dumping). Þess er krafist að ESB tryggi mannréttindi fólks sem starfar á Evrópskum vinnumarkaði óháð þjóðerni.

Á hverjum degi er brotið á þúsundum starfsmanna í Evrópu, starfsmenn sem m.a. ferðast á milli landa. Ekki eru gerðir raunverulegir ráðningarsamningar. Ekki er greidd yfirvinna, veita starfsmönnum lögbundið orlof. Jafnvel er dreginn kostnaður af starfsmönnum vegna gistingar, fæðis og ferðakostnaðar sem atvinnurekendum ber að standa undir. Í lok vinnudags geta erlendir starfsmenn sem í þessu lenda setið eftir með laun langt undir lágmarkslaunum í viðkomandi landi! Þetta sættum við okkur ekki við!

Það er réttur allra launþega að njóta sömu réttinda og bera sömu skyldur á vinnumarkaði óháð þjóðerni. Það er réttur allra launþega að fá laun greidd í samræmi við gildandi kjarasamninga en jafnframt eiga aðilar að fá greitt í samræmi við meðallaun á viðkomandi stað sé unnið við sömu störf og það skal virða hvar sem launþegar starfa!

Fjöldi okkar fólks á Íslandi hefur flust til annarra landa en þegar slíkt er gert aðlagast okkar fólk þeim vinnumarkaði, vinnur við sambærileg störf, á að fá greitt í samræmi við markaðlaun á viðkomandi stað. Aldrei skal greiða undir gerðum kjarasamningum á viðkomandi stað í viðkomandi grein!

Það á ekki að heimila að fólki sé mismunað eftir þjóðerni.

Við hvetjum okkar fólk þegar hyggst flytjast búferlum að ganga frá öllum skjölum sem nauðsynlegt getur verið að fylla út. Sækja um öll vottorð sem nauðsynlegt að hafa í höndunum áður en farið er erlendis. Á fyrsta degi í nýju landi skal ganga frá öllum pappírum, sækja um félagsaðild að verkalýðsfélagi í viðkomandi landi með staðfestingu frá íslensku verkalýðsfélagi því viðkomandi getur átt rétt á þjónustu frá því félagi sé sýnt fram á félagsaðild hér á Íslandi.

Telji fólk að brotið sé á þeim skal undantekningalaust leita til viðkomandi verkalýðsfélags í því landi sem starfað er enda getur félagið unnið að málum í viðkomandi landi. Rétt er einnig að kynna sér þá eftirlitsaðila sem eru í hverju landi. 

Hafi launþegar lent í slíkum tilfellum og vilja segja frá sögu sinni er hægt að skrá slík dæmi á síðunni www.stopsocialdumping.eu

Fréttatilkynningu frá Evrópsku byggingamannasamtökunum verður birt hér á síðunni síðar í dag!

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?