Fréttir frá 2013

02 15. 2013

Er kominn tími til að tengja?

Cablesv2Þann 26. febrúar næstkomandi verður málþing um lagningu sæstrengs til Evrópu til flutnings á raforku. Á síðastliðnu ári var skipuð nefnd af iðnaðarráðherra sem hefur það hlutverk að framkvæma greiningar og rannsóknarvinnu á því hvaða áhrif lagning slíks strengs getur haft á íslenskt samfélag. Þá er um að ræða áhrif á samfélags-, umhverfis- og efnahagslega þætti Íslands.

En eins og komið hefur fram í fjölmiðlum á undanförnum árum hefur Landsvirkjun unnið að gerð viðskiptamódels í tengslum við sölu á raforku úr landi sem og kaup á raforku til landsins. Er það niðurstaða Landsvirkjunar í grófum dráttum að fyrirtækið gæti hagnast á slíkri sölu þó svo að greiningarvinna sé enn í gangi. En við þetta vakna upp miklu fleiri spurningar hvað varðar samfélagið í heild sinni, hvaða áhrif hefði slík sala á raforkumarkað hérlendis? Hefði slíkur strengur áhrif á samfélagið í heild sinni, aukin tækifæri til atvinnusköpunar eða yrði þetta til þess að draga úr fjölbreytni íslensks vinnumarkaðar? Hvaða áhrif hefði þetta á umhverfið á Íslandi, hafsbotn, umhverfið erlendis? 

Málþingið er hugsað til þess að fá kynningu á reynslu annarra landa sem selja orku úr landi, til þess að vekja upp spurningar sem nauðsynlegt er að skoða heildstætt og jafnframt að svara þeim spurningum sem nú þegar hefur verið velt upp. Áhugasamir geta skráð sig á málþingið hér en rétt er að benda á að tekið er við skráningum á meðan húsrúm leyfir.

Upplýsingar um málþingið:

Staðsetning: Harpan - Silfurberg B

Dagsetning: 26. febrúar

Tími: 12:00 - 15:15

Fundarstjóri: Helga Jónsdóttir

Auglýsing frá nefnd um lagningu sæstrengs með ítarlegri dagskrá er að finna hér.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?