Fréttir frá 2013

02 22. 2013

Launahækkun til útgreiðslu!

Hækkun launaNú um næstu mánaðarmót eiga laun að hafa hækkað um 3,25% eða 11.000 kr. ákveðnir launataxtar og koma til útborgunar. Hækkunin tók gildi um síðastliðin mánaðarmót en hjá þeim sem eru á eftirágreiddum launum skilar þetta sér í vasann um þessi mánaðarmót.

Við hvetjum félagsmenn til þess að fylgjast vel og vandlega með launaseðlum sínum og bera þá saman á milli mánaða (janúar og febrúar launaseðlar). Hafi laun ekki hækkað þá eiga félagsmenn að leita til skrifstofu RSÍ til að fá aðstoð við að sækja launahækkunina. Ekki er heimilt að taka launaskrið undanfarinna mánaða upp í þessa hækkun, hafi orðið launaskrið hjá félagsmönnum nema slíkt hafi verið tekið mjög skýrt fram á þeim tíma.

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?