rafidnadarsambandid rautt 1500 öryggislásar afhentir til að draga úr hættu á slysum vegna rafmagns

Samtök rafverktaka, Samtök iðnaðarins, Rafiðnaðarsamband Íslands og Mannvirkjastofnun hafa tekið höndum saman og afhent hátt í 1500 öryggislása til að draga úr hættu á slysum og óhöppum af völdum óæskilegrar eða óvæntrar spennusetningar rafbúnaðar.

Kostaður við verkefnið er um 4 millj.
Lasar1 editedMeð því að afhenda öryggislásana er verið stíga stórt skref til þess að draga úr hættu á slysum. Með notkun öryggislása getur starfsmaður tryggt að hann sé að vinna við búnað sem ekki er spennuhafa. En um leið er verið vekja athygli starfsmanna á því að þeir bera ekki einungis ábyrgð á eigin öryggi heldur þurfa þeir jafnframt að gera ráðstafanir til að tryggja öryggi annarra sem gætu verið í hættu vegna þeirra vinnu eða bilunar í rafbúnaði.

Viðtökur hafa verið góðar og allir þeir sem nú þegar hafa fengið lása ætla að ganga úr skugga um að þeir verði notaðir til að gera búnað spennulausan þegar verið er að vinna við hann. Félagsmenn fá sendan öryggislás sér að kostnaðarlausu með því að skrá sig á "Mínum síðum" á heimasíðu RSÍ og gefa þar upp nafn og GSM símanúmer.

Kjörorð verkefnisins er „Einn lás, eitt líf“

NÁNARI UPPLÝSINGAR

Kristján Daníel Sigurbergsson, framkvæmdastjóri SART, s. 894 4026, kristjan@si.is

Þór Pálsson, framkvæmdastjóri RAFMENNTAR, s. 659 1461, thor@rafmennt.is

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ, s. 856 3466, kristjan@rafis.is

rafidnadarsambandid2Nýverið kom upp deila á milli RSÍ, VM, FIT, Hlíf og VR um kjör aðaltrúnaðarmanns hjá ISAL þar sem fyrirtækið ætlaði sér ekki að greiða aðaltrúnaðarmanni ISAL rétt laun samkvæmt kjarasamningi.

Miðvikudaginn 21. nóvember sl., kvað Félagsdómur upp dóm sinn í máli nr. 6/2018, þar sem félögin gerðu kröfu um rétta niðurröðun í launaflokk. Það er skemmst frá því að segja að lögfræðingur RSÍ vann málið fyrir hönd aðaltrúnaðarmanns og ber ISAL því að greiða honum laun samkvæmt kjarasamningi. ISAL ber jafnframt að greiða málskostnað vegna málsins.

rafis bordar 1300x400 22

Meðaldagvinnulaun rafiðnaðarmanna eru í októrber 2018 598.000 kr á mánuði. Það vekur athygli að 25% félagsmanna eru undir 475.000 kr. Á mánuði. Jafnframt er sláandi að sjá að í byggingariðnaði eru laun enn mjög lág en 25% félagsmanna eru undir 411.000 kr. Í dagvinnu á mánuði þrátt fyrir að mestur uppgangur hafi verið í þeirri grein. Ljóst er einnig þegar félagsmenn eru spurðir um þörf á hækkun launa þá eru það félagsmenn í tölvu- og byggingariðnaði sem telja sig þurfa mestu launahækkunina. 

Ljóst er að fjöldi þeirra félagsmanna sem taka laun samkvæmt töxtum fer fækkandi og hefur þeim fækkað um tæp 6 próstentustig og gefur það tilefni til þess að skýrt svigrúm er til þess að hækka lágmarkstaxta nokkuð upp að markaðslaunum án þess að ruðningsáhrif verði mikil. 

Félagsmenn telja mikilvægast annars vegar að hækka laun og hins vegar að stytta vinnutíma í komandi kjarasamningum.  Það er því ljóst að krafan um styttingu vinnuvikunnar fær byr undir báða vængi á meðal félagsmanna RSÍ enda er það í samræmi við niðurstöður fjölda féalgsfunda síðustu ár. Skýrt sóknarfæri er fyrir atvinnulífið að stytta vinnutíma og gera störf rafiðnaðarmanna fjölskylduvænni.

Skýr krafa kemur fram um að gera breytingar á tekjuskattskerfinu á þann hátt að annars vegar að hækka persónuafslátt sem og að lækka skattprósentur. Afnám verðtryggingar og lækkun vaxta hér á landi eru auk þess áhersluatriði rafiðnaðarmanna. Á sama tíma telja félagsmenn afar mikilvægt að tryggja stöðugleika í verðlagi. 77,1% félagsmanna búa í eigin húsnæði og því augljóst að vaxtamál skipta verulegu máli. Að meðaltali búa rétt um 71% í eigin húsnæði og því ljóst að hlutfall þeirra sem búa í eigin húsnæði er hærra hjá rafiðnaðarmönnum en hærra en að meðaltali á landinu. Rétt tæplega 15% félagsmanna búa hins vegar á leigumarkaði. 

Staða ungs fólks hjá RSÍ er hins vegar þannig að 58% félagsmanna á aldrinum 18-24 ára búa í foreldrahúsum en hlutfall fer lækkandi á aldrinum 25-34 þar sem það er komið niður í 26%.

Streitueinkenni
Þegar spurt er um áhrif vinnu á einkalíf þá er það verulegt áhyggjuefni að 40% félagsmanna eiga erfitt með að hætta að hugsa um vinnuna eftir að vinnudegi líkur en meðaltal fyrir þjóðina er 27% og því augljóst að rafiðnaðarmenn eru í áhættuhópi hvað varðar mögulega streitu. Það sem þó er verulega jákvætt að hlutfall þeirra sem langar ekki að mæta til vinnu næsta dag er almennt lægra hjá rafiðnaðarmönnum en að meðaltali yfir þjóðina alla.

Að lokum þökkum við félagsmönnum fyrir þátttöku í kjarakönnun okkar þetta árið en könnunin er mikilvægur þáttur í starfi RSÍ. Ljóst er að ánægja með launakjör rafiðnaðarmanna fer lækkandi á milli ára og ljóst er að nauðsynlegt er að snúa þeirri þróun við.

Launakönnunin verður birt í heild sinni á næstu dögum.

 

rafidnadarsambandid rautt

 

Desemberuppbót 2018 á almenna markaðnum....... kr. 89.000

 

rafidnadarsambandid rautt

Trúnaðarráðstefna RSÍ verður haldin á Selfossi dagana 22. og 23. nóvember. Af þeim sökum verður þjónusta á kjarasviði takmörkuð frá hádegi fimmtudaginn 22. nóvember og föstudaginn 23. nóvember. Skrifstofan verður opin báða dagana. Hægt er að hafa samband við skrifstofu og biðja um skilaboð til starfsmanna kjarasviðs eða senda tölvupóst sé þörf á aðstoð eða ráðleggingum. Netföng er hægt að nálgast á heimasíðu RSÍ http://rafis.is/um-rsi/starfsfolk

 

 

 

Aníta Sigurbjörg Emilsdóttir t.v. og Kristín Birna Fossdal.  Morgunblaðsmynd: Gunnar Svanberg.

Aníta Sigurbjörg Emilsdóttir útskrifaðist á dögunum sem rafvirki eftir að hafa lokið námi á methraða. Hún bættist þar með í hóp um fimmtíu kvenna sem öðlast hafa fagréttindi í rafiðngreinum hérlendis. Það sem hins vegar sætir sérstökum tíðindum er að meistari hennar í starfsnáminu er líka kona, Kristín Birna Fossdal. Slíkt hefur ekki gerst áður á Íslandi að því er við hjá Rafiðnaðarsambandinu vitum best. Og það sem meira er: Aníta og Kristín eru nú vinnufélagar hjá Orku náttúrunnar – ON og brosa breitt yfir vinnunni, vinnustaðnum og samverunni!

Morgunblaðið fjallaði í máli og myndum um rafvirkjana okkar tvo sunnudaginn 4. nóvember 2018. Þar kemur fram að Anítu hafi aldrei leitt hugann að því að læra rafvirkjun fyrr en eftir að hafa glímt við bilaðan farsíma sem hún vildi gjarnan geta lagfært sjálf. Skemmst er frá því að segja að hún lærði að gera við símann sinn og miklu, miklu meira til. 

Á vordögum 2019 er stefnan sett á háskólanám í Danmörku til að læra rafmagnstæknifræði. 

Svona geta nú bilaðir símar spunnið slungna örlagavefi.

Haft er eftir Kristínu rafvirkjameistara í Morgunblaðinu að hending hafi líka ráðið því að hún lærði rafvirkjun. Það gerðist eftir starfskynningu í tíunda bekk grunnskóla. Hún tók sveinspróf 2001 og varð rafvirkjameistari 2010.

Aníta:
„Rafmagnið er svo skemmtilegt og fjölbreytt. Ég held að margir geri sér ekki grein fyrir hvað rafmagnið er stór hluti af okkar lífi. Rafmagnið er hvar sem við erum, allar byggingar, tæknin, skólarnir, bílarnir – allt er háð rafmagni. Þú getur unnið við svo margt. En rafmagn er aldrei einfalt. Maður þarf alltaf að einbeita sér og hugsa um hvað maður er að gera.“

Kristín:
„Ég held kannski að of margar stelpur sjái rafvirkjun fyrir sér sem eitthvert „skítadjobb“ og að þær þurfi að vera á skítugu verkstæði. En þetta er alls ekki þannig. Starfið er mjög fjölbreytt og það hentar konum ekki síður en körlum. Þetta er alls ekki bara karlastarf.“

Morgunblaðsviðtalið við Anítu og Kristínu í heild (smella)

rafidnadarsambandid2Þing ASÍ kallaði eftir skýrum áherslubreytingum í samfélaginu. Við viljum mjög breytt skattkerfi þar sem skattur á þá tekjuhæstu verður hækkaður verulega, skattar þeirra sem eru á lægstu laununum og millitekjum verði lækkaður.

Það er bráðnauðsynlegt að hækka verulega fjármagnstekjuskatt því það er galið að þeir sem eiga fjármagnið þurfi ekki að leggja jafn mikið til samfélagsins. Það er galið að þeir sem greiða lágan tekjuskatt en eiga og lifa á fjármagnstekjum skuli nánast ekki leggja neitt til sveitarfélaga í formi útsvars.

Sanngjarnara skattkerfi á að stuðla að betra samfélagi.

Þegar talað er um skattkerfið er einnig rétt að bæta stöðu barnafólks og þeirra sem greiða háa leigu eða háa vexti. Efling barnabóta sem og endurreisn vaxtabótakerfisins geta verið leiðir til þess að jafna stöðu landsmanna.

Kristján Þórður Snæbjarnarson

 

Skogarnes123

Fimmtudaginn 1. nóvember 2018 kl 9:00 verður opnað á bókanir orlofshúsa innanlands fyrir tímabilið 4. janúar til loka maí 2019 að undanskildum páskum. Opnað verður fyrir umsóknir um páskatímabil í janúar og sumartímabil í febrúar. Félagsmenn fá sendar nánari upplýsingar í fréttabréfi þegar nær dregur.  

 

 

asi bleikur

Á nýafstöðnu þingi ASÍ var okkar maður, Kristján Þórður Snæbjarnarson kjörinn 2. varaforseti ASÍ. Við erum ánægð með okkar mann,  en hann fékk engin mótframboð og því sjálfkjörinn. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins var kjörin nýr forseti ASÍ með 65.8% greiddra atkvæða en Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri Afls forsertarstarfsgreinafélags var einnig í framboði. Drífa er fyrsta konan til að gegna embættinu í 102 ára sögu sambandsins. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness var kjörinn 1. varaforseti með 59.8% greidda atkvæða en Guðbrandur Einarsson formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja og formaður Landssambands Íslenzkra verslunarmanna var einnig í framboði. 

rafidnadarsambandid2

Mikið er leitað til skrifstofu RSÍ vegna vinnutíma og hvíldartíma. Því er tilvalið að minna á helstu hvíldartímareglur. Reglurnar eru byggðar á Evróputilskipun 2003/88/EB. Sömu reglur er að finna í lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980 og þær er einnig að finna í kjarasamningum. 

Í kjarasamningum eru reglurnar einnig útfærðar nánar og fjallað um hvernig skal fara með brot á reglunum. Allir kjarasamningar innihalda reglur um hvíldartíma og vinnutíma og byggja þeir að mestu á samningi ASÍ og Vinnuveitendasambandsins (forveri Samtaka atvinnulífsins) frá 1996. Tilgangur hvíldartímareglna er að tryggja að starfsmenn nái hvíld til þess að tryggja öryggi og heilsu starfsmanna. Reglurnar eru því mikilvægar og almennt á ekki að brjóta þær nema nauðsynlegt sé. 

Í almenna kjarasamningi RSÍ og SA er fjallað um lágmarkshvíld í kafla 2.7. Þessi umfjöllun er tekin úr þeim samningi. 

Meginregla um 11 tíma hvíld

Meginreglan er að á hverjum sólarhring, talið frá byrjun vinnudags, fái starfsmenn 11 klst. samfellda hvíld. Ef það er hægt skal hvíldin vera að næturlagi. Það þýðir að óheimilt er að skipuleggja vinnu þannig að vinnutími fari umfram 13 klst. 

Undantekning – 8-13 tíma hvíld

Frá þessari meginreglu eru frávik. 

Á skipulögðum vaktaskiptum er heimilt að stytta hvíldartíma í 8 klst.

Það er einnig heimilt að lengja vinnulotu í allt að 16 klst. Skal starfsmaður þá fá 11 klst. hvíld í beinu framhaldi af vinnunni. Ef starfsmaður mætir seinna eða ekki til vinnu vegna þessa heldur hann reglulegum launum á meðan hann hvílist. Ef starfsmaður er beðinn um að mæta til vinnu áður en hann nær 11 klst. hvíld fær hann uppbótarhvíld sem nemur 1,5 klst. fyrir hverja klst. sem hvíldin skerðist. Sú hvíld skal tekin síðar, en heimilt er að greiða út 0,5 klst. af 1,5 klst. frítökurétti. Sama gildir ef starfsmaðurinn átti frí daginn eftir, þá reiknast frítökuréttur.

Hámarks frítökuréttur vegna vinnu á sama sólarhring getur mest orðið einn vinnudagur á launum. Frítökurétttur skal koma fram á launaseðli og veittur í hálfum og heilum dögum. Ef starfsmaður hættir störfum skal hann fá frítökuréttinn greiddan við starfslok. 

Einnig eru sérreglur um útköll, ef útkalli lýkur fyrir miðnætti má leggja saman hvíld fyrir og eftir miðnætti. Ef útkalli lýkur eftir miðnætti reiknast frítökuréttur miðað við muninn á lengstu hvíld og 11 klst. 

Algjör undantekning – Hvíld undir 8 klst.

Í algjörum undantekningartilvikum, svo sem þegar bjarga þarf verðmætum eða vegna ytri aðstæðna svo sem bilana eða veðurs, er heimilt að stytta hvíld niður fyrir 8 klst. Ef það er gert reiknast frítökuréttur líkt og fjallað var um að ofan (1,5 klst. fyrir hverja klst. undir 11 tíma hvíld) og að auki fær starfmaður greidda 1 klst. í yfirvinnu fyrir hverja klst. sem hvíldin fer undir 8 klst. Athugið að reglan um greiðslu klst. í yfirvinnu er ekki í öllum kjarasamningum. 

Að lokum

Starfsmenn Rafiðnaðarsambandsins eru alltaf tilbúnir til að aðstoða við útreikninga vinnutíma, hvíldartíma og frítökuréttar. Hægt er að hringja á skrifstofu RSÍ, senda tölvupóst eða koma í heimsókn. Einnig geta félagsmenn snúið sér til trúnaðarmanns á vinnustað. 

 

 

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega starfsemi vefsins og mæla heimsóknir á hann. Engar persónugreinanlegar upplýsingar eru vistaðar án samþykkis. Til að lesa nánar um hvernig við notum vafrakökur á þessum vef, Smelltu hér.

Samþykkir þú að vefurinn noti vafrakökur?